Lífið

Í ferlegu sjokki og reið yfir að fólk geri svona

Ellý Ármanns skrifar
"Ég var bara í ferlegu sjokki og reið yfir að fólk gerði svona og léti sig hverfa. Eitt eru skemmdirnar, ef fólk hefði haft það í sér að láta vita.  Þó bíllinn sé vel tryggður, er sjálfsábyrgðin peningar sem við hefðum viljað nota í annað," segir Eva Huld Valsdóttir 37 ára grunnskólakennari sem var heldur betur brugðið þegar hún ætlaði að keyra af stað í gráa Toyota Yaris bílnum sínum árgerð 2011 í morgun.

Eva birti myndina af klesstum bílnum og eftirfarandi texta á Facebook í von um að finna þann sem keyrði á bílinn hennar og stakk af:

Óskað eftir vitnum! Svona leit bíllinn minn út í morgun þegar ég kom út. Keyrt hefur verið á hann ansi harkalega einhverntíma í nótt, aðfaranótt laugardags 13. apríl 2013, á bílastæði í Sólheimum, 104. Reykjavík. Ef einhver hefur heyrt eða séð eitthvað, væri vel þegið að láta mig vita! Eva Huld. Endilega deilið myndinni!

Hver hafa viðbrögðin verið á Facebook eftir að þú deildir myndinni? "Ég hef bara séð að myndinni er deilt yfir þúsund sinnum sem er æði. Fólki er bara misboðið yfir þessu, eins og mér," segir Eva.

Vinsamlegast deilið - ábendingar sendist á netfangið ritstjorn@visir.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.