Reynir að stinga af mótorhjólalögreglu Finnur Thorlacius skrifar 15. apríl 2013 09:45 Fer á ofsahraða gegnum íbúðarhverfi og virðir engar umferðarreglur. Það er yfir höfuð ógáfuleg iðja að reyna að stinga af lögreglu og enn heimskulegra ef hún er á mótorjóli. Það fékk þessi ungi maður að reyna nýlega í Alabama. Svo vel vildi til að á hjálmi mótorhjólalögreglunnar er hin ágætasta myndavél sem sýnir eltingaleikinn á mjög lifandi hátt. Hinn 24 ára gamli ökumaður hélt að Mazda3 bíll sinn gæti losað sig við öflugt mótorhjólið með því að brjóta flest þau umferðarlög sem mögulegt var. Honum varð ekki kápan úr því klæðinu en óhuggulegt er að sjá hann fara á ógnarhraða yfir gatnamót á stöðvunarskildu. Eftirförin endar á því að ökumaðurinn stekkur úr bíl sínum og leggst á flótta á tveimur jafnfljótum, en það fór á sama veg, honum var náð af fótfrárri vörðum laganna sem stormað höfðu að í stórum stíl. Eltingaleikurinn hefst á rólegu nótunum en svo æsast leikar og hraðinn verður ofsafenginn. Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent
Fer á ofsahraða gegnum íbúðarhverfi og virðir engar umferðarreglur. Það er yfir höfuð ógáfuleg iðja að reyna að stinga af lögreglu og enn heimskulegra ef hún er á mótorjóli. Það fékk þessi ungi maður að reyna nýlega í Alabama. Svo vel vildi til að á hjálmi mótorhjólalögreglunnar er hin ágætasta myndavél sem sýnir eltingaleikinn á mjög lifandi hátt. Hinn 24 ára gamli ökumaður hélt að Mazda3 bíll sinn gæti losað sig við öflugt mótorhjólið með því að brjóta flest þau umferðarlög sem mögulegt var. Honum varð ekki kápan úr því klæðinu en óhuggulegt er að sjá hann fara á ógnarhraða yfir gatnamót á stöðvunarskildu. Eftirförin endar á því að ökumaðurinn stekkur úr bíl sínum og leggst á flótta á tveimur jafnfljótum, en það fór á sama veg, honum var náð af fótfrárri vörðum laganna sem stormað höfðu að í stórum stíl. Eltingaleikurinn hefst á rólegu nótunum en svo æsast leikar og hraðinn verður ofsafenginn.
Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent