Reið ung kona Una Hildardóttir skrifar 17. apríl 2013 14:20 Fleiri og fleiri konur, og þá sérstaklega ungar stúlkur, vilja nú til dags ekki bendla sig við femínistahugtakið. Þegar Katy Perry tók við verðlaununum Kona ársins hjá Billboard sagðist hún til dæmis ekki vilja kalla sig femínista en sagðist trúa á styrk kvenna. Sú var tíðin að orðið „femínisti" var notað sem blótsyrði á Íslandi - sem niðrandi orð í svipaðri merkingu og „helvítis tussan þín" eða „hóra". Það er ekkert langt síðan. Um það bil sex mánuðir. Þegar ég gef það til kynna að ég sé feminísti er oft svarað um hæl að ég sé bara reið gella. Í íslenskri götuorðabók væri skýringin á orðinu femínisti eitthvað á þessa leið: reið ung kona sem hatar karlmenn. Samfélagið hefur mótað sýn okkar. Í dag eiga konur erfitt með að vera stoltar af skoðunum sínum og eiga jafnvel í hættu á að lenda í ofsafengnu einelti á netinu og jafnvel í hversdagslífi sínu. Það er ekki auðvelt að vera femínisti í dag. Ég verð að viðurkenna að mér þykir það erfitt. Það er erfitt að fylgjast með umræðum á netmiðlum og fyllast ekki reiði. Sérstaklega ef ég reyni að tjá mig í umræðunni og fæ þá stimpilinn „reiða gellan sem hatar karla og hefur ekki fengið að ríða í sjö ár." Ef heimurinn væri ekki fullur af óréttlæti og niðrandi orðræðu sem beinist að baráttukonum í nútímasamfélagi þá væri ég ekki reið. Ef vandamálið væri ekki staðar væri ekkert til þess að reita mig til reiði. Ef verið væri að tala illa um náinn fjölskyldumeðlim í fréttum og ég færi að tjá mig um það, myndir þú segja um mig: „Hún ætti að skjóta sig í hausinn, enginn myndi sakna hennar."? Ef knattspyrnuliðið mitt félli niður um deild og ég tjáði mig um óréttlætið á netinu myndir þú svara mér með orðum eins og: „Öfgafullir aðdáendur eru illa gefnir."? Hvað þá ef að væri að biðja þig um að styrkja hjálpastarf í Afríku? Gætir þú horft djúpt í augun á mér og sagt við mig: „Ég myndi ekki snerta undirskriftalistann þinn með annars manns tittling á tuttugu metra priki."? Af hverju má ég ekki berjast fyrir jafnrétti kynjanna? Er sú barátta eitthvað öðruvísi en önnur barátta? Ég vil geta barist fyrir mínum hjartans málum án þess að fá dauðahótanir. Ég vil geta borið höfuðið hátt og sagt „ég er femínisti" án þess að fá niðrandi tilsvör eða háðsglósur frá jafnöldrum mínum. Ég er heppin. Ég er heppin vegna þess að ég hef ekki enn lent í jafnhræðilegum hótunum og margar kynsystur mínar. Það þarf að vekja samfélagið frá þessari hræðilegu martröð sem hefur skapast í gegnum andstöðu við kvenfrelsisbaráttuna. Með því að rísa upp gegn femínisma gerir fólk málstaðinn mikilvægari og kallar enn frekar á kvennabaráttuna. Niðrandi orðræða á netinu og morðhótanir eru vindur í segl kvenfrelsisbaráttunnar. Með því að reyna að berja hana niður sjá níðingar til þess að baráttukonur rísi upp hver á fætur annarri. Við erum sterkar og við stöndum saman í blíðu og stríðu. Ég ætla að halda áfram að vera reið ung kona sem hatar karla og hefur ekki fengið að ríða í sjö ár. Ég hef fundið minn vígvöll, stað þar sem ég get komið hugmyndum mínum í verk og fundið fólk með sömu hugmyndir og stefnu og ég. Ég ætla að vera reið ung kona þangað til að markmiðinu er náð og jafnrétti ríkir í samfélaginu - og vonandi getur fólk einn daginn talað um mig sem baráttukonu. Þess vegna kýs ég VG. Höfundur skipar 11. sæti framboðslista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Una Hildardóttir Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Fleiri og fleiri konur, og þá sérstaklega ungar stúlkur, vilja nú til dags ekki bendla sig við femínistahugtakið. Þegar Katy Perry tók við verðlaununum Kona ársins hjá Billboard sagðist hún til dæmis ekki vilja kalla sig femínista en sagðist trúa á styrk kvenna. Sú var tíðin að orðið „femínisti" var notað sem blótsyrði á Íslandi - sem niðrandi orð í svipaðri merkingu og „helvítis tussan þín" eða „hóra". Það er ekkert langt síðan. Um það bil sex mánuðir. Þegar ég gef það til kynna að ég sé feminísti er oft svarað um hæl að ég sé bara reið gella. Í íslenskri götuorðabók væri skýringin á orðinu femínisti eitthvað á þessa leið: reið ung kona sem hatar karlmenn. Samfélagið hefur mótað sýn okkar. Í dag eiga konur erfitt með að vera stoltar af skoðunum sínum og eiga jafnvel í hættu á að lenda í ofsafengnu einelti á netinu og jafnvel í hversdagslífi sínu. Það er ekki auðvelt að vera femínisti í dag. Ég verð að viðurkenna að mér þykir það erfitt. Það er erfitt að fylgjast með umræðum á netmiðlum og fyllast ekki reiði. Sérstaklega ef ég reyni að tjá mig í umræðunni og fæ þá stimpilinn „reiða gellan sem hatar karla og hefur ekki fengið að ríða í sjö ár." Ef heimurinn væri ekki fullur af óréttlæti og niðrandi orðræðu sem beinist að baráttukonum í nútímasamfélagi þá væri ég ekki reið. Ef vandamálið væri ekki staðar væri ekkert til þess að reita mig til reiði. Ef verið væri að tala illa um náinn fjölskyldumeðlim í fréttum og ég færi að tjá mig um það, myndir þú segja um mig: „Hún ætti að skjóta sig í hausinn, enginn myndi sakna hennar."? Ef knattspyrnuliðið mitt félli niður um deild og ég tjáði mig um óréttlætið á netinu myndir þú svara mér með orðum eins og: „Öfgafullir aðdáendur eru illa gefnir."? Hvað þá ef að væri að biðja þig um að styrkja hjálpastarf í Afríku? Gætir þú horft djúpt í augun á mér og sagt við mig: „Ég myndi ekki snerta undirskriftalistann þinn með annars manns tittling á tuttugu metra priki."? Af hverju má ég ekki berjast fyrir jafnrétti kynjanna? Er sú barátta eitthvað öðruvísi en önnur barátta? Ég vil geta barist fyrir mínum hjartans málum án þess að fá dauðahótanir. Ég vil geta borið höfuðið hátt og sagt „ég er femínisti" án þess að fá niðrandi tilsvör eða háðsglósur frá jafnöldrum mínum. Ég er heppin. Ég er heppin vegna þess að ég hef ekki enn lent í jafnhræðilegum hótunum og margar kynsystur mínar. Það þarf að vekja samfélagið frá þessari hræðilegu martröð sem hefur skapast í gegnum andstöðu við kvenfrelsisbaráttuna. Með því að rísa upp gegn femínisma gerir fólk málstaðinn mikilvægari og kallar enn frekar á kvennabaráttuna. Niðrandi orðræða á netinu og morðhótanir eru vindur í segl kvenfrelsisbaráttunnar. Með því að reyna að berja hana niður sjá níðingar til þess að baráttukonur rísi upp hver á fætur annarri. Við erum sterkar og við stöndum saman í blíðu og stríðu. Ég ætla að halda áfram að vera reið ung kona sem hatar karla og hefur ekki fengið að ríða í sjö ár. Ég hef fundið minn vígvöll, stað þar sem ég get komið hugmyndum mínum í verk og fundið fólk með sömu hugmyndir og stefnu og ég. Ég ætla að vera reið ung kona þangað til að markmiðinu er náð og jafnrétti ríkir í samfélaginu - og vonandi getur fólk einn daginn talað um mig sem baráttukonu. Þess vegna kýs ég VG. Höfundur skipar 11. sæti framboðslista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun