Handbolti

Kiel snéri taflinu við gegn Medvedi

Aron á ferðinni í kvöld.
Aron á ferðinni í kvöld.
Kiel varð í kvöld síðasta liðið sem tryggði sér farseðilinn í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Kiel vann þá sannfærandi sigur, 30-26, á rússneska liðinu Chekhovskie Medvedi.

Medvedi vann fyrri leik liðanna með tveimur mörkum og Kiel mátti því ekki gefa neitt eftir í kvöld. Það gerði liðið heldur ekki.

Jafnt var á með liðunum framan af en Kiel átti frábæran lokasprett í fyrri hálfleik. Fór úr stöðunni 9-8 í 17-10. Þessi sprettur lagði grunninn að sigrinum.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði þrjú mörk í leiknum fyrir Kiel og Aron Pálmarsson eitt.

Kiel gaf ekkert eftir í síðari hálfleik og hélt áfram að bæta við forskotið. Medvedi náði aldrei að ógna að ráði og Kiel komið áfram.

Þessi lið eru komin í átta liða úrslit:

Kiel

Barcelona

Atletico Madrid

Veszprém

Kielce

Hamburg

Metalurg

Flensburg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×