EFTA-dómstóllinn segir munnlegan samning gilda Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 25. mars 2013 10:01 Mynd/Getty Askar Capital mátti breyta ráðningarsamningi Yngva Harðarsonar framkvæmdastjóra án þess að afhenda honum breytingarnar í skriflegu skjali. Svo segir í dómi EFTA-dómstólsins sem kveðinn var upp í dag. Dómstóllinn veitti ráðgefandi álit varðandi túlkun á tilskipun ráðsins 91/533/EBE frá 14. október 1991 um skyldu vinnuveitanda að skýra launþegum frá samningsskilmálum eða ráðningarfyrirkomulagi. Málið sem rekið er fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur snýst um ágreining á milli Yngva Harðarsonar og fyrrverandi vinnuveitanda hans Askar Capital ehf., fjármálafyrirtæki í slitameðferð. Í desember 2006 gerðu sóknaraðili (Yngvi) og varnaraðili (Askar Capital) með sér skriflegan ráðningarsamning, og samkvæmt honum áttu mánaðarlaun Yngva að vera 15 þúsund evrur á mánuði. Frá apríl 2009 voru laun Yngva lækkuð niður í 1500 þúsund krónur á mánuði (sem jafngildir um það bil 9 þúsund evrum á þágildandi gengi). Samningaviðræður vegna breytinganna fóru fram munnlega og í tölvupósti. Slitastjórn var skipuð yfir starfsemi Aska Capital í júlí 2010 og lýsti Yngvi kröfu í slitameðferð. Krafa hans grundvallaðist á upphaflegum ráðningarsamningi sem kvað á um mánaðarlegar launagreiðslur upp á 15 þúsund evrur. Slitastjórnin hafnaði kröfunni á grundvelli þess að slitastjórnin taldi að frá apríl 2009 ættu mánaðarlaun Yngva að vera 1500 þúsund krónur. Spurning Héraðsdóms Reykjavíkur til EFTA-dómstólsins laut í meginatriðum að því hvort, og þá að hvaða marki, það hefði áhrif á útreikning greiðslu til launþega ef honum hefði ekki verið afhent skriflegt skjal um breytingar sem gætu haft áhrif á fjárhæð greiðslunnar samkvæmt 5. gr. tilskipunarinnar. Dómstóllinn tók fram að 5. gr. kvæði á um að vinnuveitanda bæri að skýra launþega frá öllum breytingum á meginatriðum ráðningarsamnings í skriflegu skjali við fyrsta tækifæri og eigi síðar en mánuði eftir að breytingin tæki gildi. Dómstóllinn vísaði til þess að þegar slík tilkynning hefði ekki farið fram hefði tilskipunin engin áhrif á efnisákvæði ráðningarsamningsins. Dómstólum EES-ríkja væri því heimilt að beita reglum landsréttar um sönnunarfærslu varðandi tilvist og efni ráðningarsamnings. Dómstóllinn tók fram að samkvæmt tilskipuninni væri ekki gerð krafa um það að breytingar á aðalatriðum ráðningarsamnings, sem ekki hefði verið minnst á í skriflegu skjali sem afhent hefði verið launþega, eða ekki væri orðað með nægilega skýrum hætti í slíku skjali, yrðu taldar ógildar. Þetta gilti einnig við gjaldþrotaskipti eða sambærileg skipti á hlutafélagi. Dóminn í heild sinni er að finna á vefslóð EFTA-dómstólsins. Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Askar Capital mátti breyta ráðningarsamningi Yngva Harðarsonar framkvæmdastjóra án þess að afhenda honum breytingarnar í skriflegu skjali. Svo segir í dómi EFTA-dómstólsins sem kveðinn var upp í dag. Dómstóllinn veitti ráðgefandi álit varðandi túlkun á tilskipun ráðsins 91/533/EBE frá 14. október 1991 um skyldu vinnuveitanda að skýra launþegum frá samningsskilmálum eða ráðningarfyrirkomulagi. Málið sem rekið er fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur snýst um ágreining á milli Yngva Harðarsonar og fyrrverandi vinnuveitanda hans Askar Capital ehf., fjármálafyrirtæki í slitameðferð. Í desember 2006 gerðu sóknaraðili (Yngvi) og varnaraðili (Askar Capital) með sér skriflegan ráðningarsamning, og samkvæmt honum áttu mánaðarlaun Yngva að vera 15 þúsund evrur á mánuði. Frá apríl 2009 voru laun Yngva lækkuð niður í 1500 þúsund krónur á mánuði (sem jafngildir um það bil 9 þúsund evrum á þágildandi gengi). Samningaviðræður vegna breytinganna fóru fram munnlega og í tölvupósti. Slitastjórn var skipuð yfir starfsemi Aska Capital í júlí 2010 og lýsti Yngvi kröfu í slitameðferð. Krafa hans grundvallaðist á upphaflegum ráðningarsamningi sem kvað á um mánaðarlegar launagreiðslur upp á 15 þúsund evrur. Slitastjórnin hafnaði kröfunni á grundvelli þess að slitastjórnin taldi að frá apríl 2009 ættu mánaðarlaun Yngva að vera 1500 þúsund krónur. Spurning Héraðsdóms Reykjavíkur til EFTA-dómstólsins laut í meginatriðum að því hvort, og þá að hvaða marki, það hefði áhrif á útreikning greiðslu til launþega ef honum hefði ekki verið afhent skriflegt skjal um breytingar sem gætu haft áhrif á fjárhæð greiðslunnar samkvæmt 5. gr. tilskipunarinnar. Dómstóllinn tók fram að 5. gr. kvæði á um að vinnuveitanda bæri að skýra launþega frá öllum breytingum á meginatriðum ráðningarsamnings í skriflegu skjali við fyrsta tækifæri og eigi síðar en mánuði eftir að breytingin tæki gildi. Dómstóllinn vísaði til þess að þegar slík tilkynning hefði ekki farið fram hefði tilskipunin engin áhrif á efnisákvæði ráðningarsamningsins. Dómstólum EES-ríkja væri því heimilt að beita reglum landsréttar um sönnunarfærslu varðandi tilvist og efni ráðningarsamnings. Dómstóllinn tók fram að samkvæmt tilskipuninni væri ekki gerð krafa um það að breytingar á aðalatriðum ráðningarsamnings, sem ekki hefði verið minnst á í skriflegu skjali sem afhent hefði verið launþega, eða ekki væri orðað með nægilega skýrum hætti í slíku skjali, yrðu taldar ógildar. Þetta gilti einnig við gjaldþrotaskipti eða sambærileg skipti á hlutafélagi. Dóminn í heild sinni er að finna á vefslóð EFTA-dómstólsins.
Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent