Innlent

Þingfundi frestað í sjötta sinn í dag

Þingfundi á Alþingi var frestað aftur, nú til klukkan ellefu í kvöld, eða 23:00. Þá hefur þingfundum verið frestað sex sinnum í dag en formenn þingflokkanna reyna ekki að semja um þinglok.

Árni Páll Árnason sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að allt væri botnfrosið í samningaviðræðum á milli þingflokkanna.

Kristján Þór Júlíusson og Tryggvi Þór Herbertsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, lögðu í dag fram dagskrártillögu á Alþingi um að á næsta þingfundi yrðu frumvörp um kísilver á Bakka og uppbyggingu innviða sett fremst á dagskrána.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×