Erlent

Mandela á spítala

Nordicphotos/Getty
Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku og mannréttindafrömuður, var lagður inn á sjúkrahús í nótt eftir að sýking hafði tekið sig upp að nýju í lungum hans.

Heilsu Mandela, sem er níutíu og fjögurra ára gamall, hefur hrakað verulega á síðustu misserum og er þetta í fjórða sinn á tveimur árum sem forsetinn fyrrverandi er lagður inn á sjúkrahús. Talsmaður forsetaskrifstofunnar í Suður Afríku sagði fjölmiðlum í dag að Mandela væri með meðvitund. Mandela var forseti Suður-Afríku á árunum nítján hundruð níutíu og fjögur til níutíu og níu.

Mandela barðist gegn aðskilnaðarstefnunni af miklum þrótti og í óþökk margra. Hann sat á endanum bak við lás og slá í tuttugu og sjö ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×