Landsliðsmaðurinn Róbert Gunnarsson er í viðtali við heimasíðu evrópska handknattleikssambandsins, EHF, í dag. Þar ræðir hann um þjálfaraskipti íslenska landsliðsins og fleira.
"Það er lítill munur á Aroni og Guðmundi fyrir utan aldurinn. Þeir eru báðir mjög hrifnir af því að nota myndbönd. Ég myndi þó segja að Aron sé rólegri. Hann verður ekki eins fljótt reiður og Guðmundur en það er ekki mikill munur. Það hefur gengið mjög vel að aðlagast nýjum þjálfara," segir Róbert.
Línumaðurinn segir að það sé jákvæð þróun að yngri leikmenn séu farnir að spila meira með landsliðinu.
"Við verðum ekki hérna að eilífu og það er því gott fyrir þá að spila með okkur," segir Róbert og hann viðurkennir að Ísland sé alltaf ákveðið spurningamerki á stórmótum.
"Það er aldrei neitt á hreinu með okkur. Ekki fyrir einn einasta landsleik. Við getum verið frábærir og einnig skelfilegir. Við vitum ekki alveg við hverjum við eigum að búast frá okkur sjálfum."
Guðmundur fljótari en Aron að verða reiður

Mest lesið

Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“
Íslenski boltinn




Rio setti nýtt Liverpool met
Enski boltinn

Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta
Íslenski boltinn

Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin
Enski boltinn

Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks
Enski boltinn


Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu
Íslenski boltinn