Spurning um að setja aðeins meiri neista í kynlífið 13. mars 2013 11:15 Guðmundur Hafþórsson íþróttafræðingur og einkaþjálfari sem heldur úti vefsíðunni Meistarathjalfun.com gefur lesendum Lífsins góð ráð þegar kemur að heilsurækt. Það eru margar ástæður fyrir því að fólk skellir sér á æfingu. Hvort sem það er í líkamsræktarstöð, úti í náttúrunni, hjá íþróttafélagi eða jafnvel bara heima hjá sér. En til hvers að æfa? Tímabilið sem flestir æfa er í september og janúar það er einmitt þá sem fólk ákveður að nú sé tíminn til þess að taka sig á. Margir fara á fullt, mæta fyrstu vikuna daglega og springa. Oft er það þannig að fólk kaupir sér árskort hjá líkamsræktarstöð og verður á endanum bara styrktaraðili fyrir viðkomandi stöð. Það vilja flestir sjá einhvern árangur, hvort sem það er að taka af sér kílóin, bæta á sig vöðvum, minnka ummálið og fitu% nú eða bara auka þol.Pistlahöfundur höfuðkúpubrotnaði En það eru margir aðrir hlutir sem koma inn í líf þitt vegna hreyfingar. Persónulega varð ég fyrir því óláni að höfuðkúpubrotna fyrir rúmlega 2 árum síðan. Í dag þakka ég mínum lífstíl fyrir að ég sé á lífi enda sögðu læknar mér það að ef ekki hefði verið fyrir það að ég var í ágætu formi og hafði þann bakgrunn sem ég hafði þá hefðu verið meiri líkur á því að ég hefði látist en sem betur fer fór ekki svo. Því betra ástandi sem líkaminn er í því fljótari er hann að ná sér eftir áföll og er í betra standi til að gera við það sem úrskeðis fer. Í dag er hreyfing fyrir mér ánægja að geta notið lífsins og halda mér í formi. Ég vil geta gert allt sem mig langar til að gera og nýt þess að hreyfa mig.Orkan eykst Það hefur verið sýnt fram á það að hreyfing hjálpar mikið til við þunglyndi. Þjálfun virkjar efni í heilanum sem draga úr þunglyndi. Efni eins og Seratonin, Dopamin og Noradrenalin, efni sem þunglyndislyf hafa áhrif á til að hjálpa fólki. Þjálfun þarf þá að vera regluleg til að hún virki fyrir einstaklinginn. Ef þú ert orkulaus í gegnum daginn þá getur líkamsrækt hjálpað þér gríðarlega mikið. Með því að æfa þá styrkir þú stoðkerfið, eykur vöðvavirkni og bætir þol, þar af leiðandi fer líkaminn á fullt að senda meira súrefni og næringarefni í vöðvana þannig að hjarta- og æðakerfið vinni betur og þegar hjartað og lungun starfa vel þá hefur þú meiri orku til að vinna í amstri dagsins. Líkamsræktin bætir svefn Ef þú átt í erfiðleikum með að sofna eða sofa vel þá getur það hjálpað þér að hreyfa þig reglulega. Þannig festir þú svefn hraðar og nærð betri og dýpri svefni en áður. Passaðu þig bara á því æfa ekki seint að kvöldi því þá gæti líkaminn verið of spenntur til þess að geta farið að sofa.Engin ein formúla rétt fyrir alla Það sem skiptir einhverju mestu máli þegar maður ákveður hvernig og hvenær maður ætlar að hreyfa sig er að gera eitthvað sem þér þykir skemmtilegt. Ef þér finnst ekkert skemmtilegt að vera í ræktinni lyfta lóðum eða hlaupa á hlaupabretti á meðan þú horfir á Nágranna þá skalltu sleppa þannig hreyfingu. Það er engin ein formúla rétt fyrir alla. Gerðu það sem ÞÉR þykir skemmtilegt, ekki endilega elta hópinn. Ef þú vilt fá að vera í friði, bara ganga í klst á dag og hlusta á þína tónlist þá er um að gera að skella sér bara út í göngutúr. Ef það er hópíþróttir sem heilla, þá er um að gera að smala vinkonum saman og fara að spila fótbolta, strandblak - bara eitthvað sem heillar þig. Hreyfing þarf ekki að vera leiðinleg. Hreyfing lykill að betra kynlífi Það má ekki gleyma því að að með því að stunda reglulega hreyfingu þá getur þú sett aðeins meiri neista í kynlífið hjá þér. Þegar maður kemst í form þá líður manni betur og líkaminn er orkumeiri sem getur haft góð áhrif á kynlífið. Meiri orka, meiri örvun, betri fullnæing. Ég gæti haldið áfram í allan dag að skrifa en læt staðar numið hér og set þér verkefni. Finndu þá hreyfingu sem hentar þér, sem þér finnst skemmtileg og stundaðu hana vel og reglulega og sjáðu hvernig líf þitt breytist til hins betra.Guðmundur Hafþórsson Íþróttafræðingur og einkaþjálfariSjá meira á heimasíðu Guðmundar hér. Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
Guðmundur Hafþórsson íþróttafræðingur og einkaþjálfari sem heldur úti vefsíðunni Meistarathjalfun.com gefur lesendum Lífsins góð ráð þegar kemur að heilsurækt. Það eru margar ástæður fyrir því að fólk skellir sér á æfingu. Hvort sem það er í líkamsræktarstöð, úti í náttúrunni, hjá íþróttafélagi eða jafnvel bara heima hjá sér. En til hvers að æfa? Tímabilið sem flestir æfa er í september og janúar það er einmitt þá sem fólk ákveður að nú sé tíminn til þess að taka sig á. Margir fara á fullt, mæta fyrstu vikuna daglega og springa. Oft er það þannig að fólk kaupir sér árskort hjá líkamsræktarstöð og verður á endanum bara styrktaraðili fyrir viðkomandi stöð. Það vilja flestir sjá einhvern árangur, hvort sem það er að taka af sér kílóin, bæta á sig vöðvum, minnka ummálið og fitu% nú eða bara auka þol.Pistlahöfundur höfuðkúpubrotnaði En það eru margir aðrir hlutir sem koma inn í líf þitt vegna hreyfingar. Persónulega varð ég fyrir því óláni að höfuðkúpubrotna fyrir rúmlega 2 árum síðan. Í dag þakka ég mínum lífstíl fyrir að ég sé á lífi enda sögðu læknar mér það að ef ekki hefði verið fyrir það að ég var í ágætu formi og hafði þann bakgrunn sem ég hafði þá hefðu verið meiri líkur á því að ég hefði látist en sem betur fer fór ekki svo. Því betra ástandi sem líkaminn er í því fljótari er hann að ná sér eftir áföll og er í betra standi til að gera við það sem úrskeðis fer. Í dag er hreyfing fyrir mér ánægja að geta notið lífsins og halda mér í formi. Ég vil geta gert allt sem mig langar til að gera og nýt þess að hreyfa mig.Orkan eykst Það hefur verið sýnt fram á það að hreyfing hjálpar mikið til við þunglyndi. Þjálfun virkjar efni í heilanum sem draga úr þunglyndi. Efni eins og Seratonin, Dopamin og Noradrenalin, efni sem þunglyndislyf hafa áhrif á til að hjálpa fólki. Þjálfun þarf þá að vera regluleg til að hún virki fyrir einstaklinginn. Ef þú ert orkulaus í gegnum daginn þá getur líkamsrækt hjálpað þér gríðarlega mikið. Með því að æfa þá styrkir þú stoðkerfið, eykur vöðvavirkni og bætir þol, þar af leiðandi fer líkaminn á fullt að senda meira súrefni og næringarefni í vöðvana þannig að hjarta- og æðakerfið vinni betur og þegar hjartað og lungun starfa vel þá hefur þú meiri orku til að vinna í amstri dagsins. Líkamsræktin bætir svefn Ef þú átt í erfiðleikum með að sofna eða sofa vel þá getur það hjálpað þér að hreyfa þig reglulega. Þannig festir þú svefn hraðar og nærð betri og dýpri svefni en áður. Passaðu þig bara á því æfa ekki seint að kvöldi því þá gæti líkaminn verið of spenntur til þess að geta farið að sofa.Engin ein formúla rétt fyrir alla Það sem skiptir einhverju mestu máli þegar maður ákveður hvernig og hvenær maður ætlar að hreyfa sig er að gera eitthvað sem þér þykir skemmtilegt. Ef þér finnst ekkert skemmtilegt að vera í ræktinni lyfta lóðum eða hlaupa á hlaupabretti á meðan þú horfir á Nágranna þá skalltu sleppa þannig hreyfingu. Það er engin ein formúla rétt fyrir alla. Gerðu það sem ÞÉR þykir skemmtilegt, ekki endilega elta hópinn. Ef þú vilt fá að vera í friði, bara ganga í klst á dag og hlusta á þína tónlist þá er um að gera að skella sér bara út í göngutúr. Ef það er hópíþróttir sem heilla, þá er um að gera að smala vinkonum saman og fara að spila fótbolta, strandblak - bara eitthvað sem heillar þig. Hreyfing þarf ekki að vera leiðinleg. Hreyfing lykill að betra kynlífi Það má ekki gleyma því að að með því að stunda reglulega hreyfingu þá getur þú sett aðeins meiri neista í kynlífið hjá þér. Þegar maður kemst í form þá líður manni betur og líkaminn er orkumeiri sem getur haft góð áhrif á kynlífið. Meiri orka, meiri örvun, betri fullnæing. Ég gæti haldið áfram í allan dag að skrifa en læt staðar numið hér og set þér verkefni. Finndu þá hreyfingu sem hentar þér, sem þér finnst skemmtileg og stundaðu hana vel og reglulega og sjáðu hvernig líf þitt breytist til hins betra.Guðmundur Hafþórsson Íþróttafræðingur og einkaþjálfariSjá meira á heimasíðu Guðmundar hér.
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira