Forritarar eru ekki sveittir lúðar Ellý Ármanns skrifar 14. mars 2013 18:00 Elísabet Jónsdóttir kemur til með að vera einn dómaranna á Forritunarkeppni framhaldsskólanna sem fer fram laugardaginn 16. mars í Háskólanum í Reykjavík. Hún er á fyrsta ári í tölvunarstærðfræði við HR og segir námið algera snilld.Frá vinstri: Hjalti Magnússon, Elísabet Jónsdóttir og Bjarki Ágúst Guðmundsson.Ljósmyndari/Björn Árnason"Ég fíla mig mjög vel hérna. Það eru margir sem eru hræddir við þetta fag og þá sérstaklega stelpur en þetta er mjög áhugavert og skapandi nám. Ég er að forrita alveg helling, búa til nýja hluti og finna lausnir við vandamálum," segir Elísabet sem er önnur tveggja kvenkyns nemenda á fyrsta ári í tölvunarstærðfræði. "Ég veit satt að segja ekki af hverju við erum svona fáar. Kannski hefur þessi heimur óvart orðið að einhverjum strákakúltúr og karlmannafag. Það sjá margir forritara fyrir sér sem einhverja sveitta lúða. En þetta er alls ekki þannig," segir hún. Elísabet er ekki enn farin að gera upp við sig hvað hún ætlar að fást við eftir námið. " Ég ætla að klára grunnnámið sem er þrjú ár og sjá svo hvaða greinar innan fagsins heilla mig mest." Hún útskrifaðist af náttúrufræðibraut MH og segist hafa tekið aukakúrsa í stærðfræði. Það sé þó ekki nauðsynlegt til að ganga vel í tölvunarstærðfræðinni í HR enda sé farið í þessi atriði á fyrsta ári. Tölvur eru áhugamál hjá Elísabetu og hafa verið lengi. "Ég komst í einhverja html-kóða leiðbeiningabók þegar ég var 12 ára og las hana spjaldanna á milli þannig að ef til vill lá þetta alltaf beint við hjá mér. Annars hef ég áhuga á ýmsu öðru, ég er til dæmis mikill tónlistarunnandi og elska að fara á tónlistarhátíðir. Ég les mikið af bókum og finnst gaman að fara í ræktina. Svo hef ég líka sinnt fyrirsætustörfum." Forritunarkeppni framhaldsskólanna verður í Háskólanum í Reykjavík þann 16. mars næstkomandi en þar keppa lið frá framhaldsskólum í þremur mismunandi deildum eftir erfiðleikastigi. Elísabet er ein af fleiri nemendum við tölvunarfræðideild HR sem koma til með að dæma í keppninni. Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
Elísabet Jónsdóttir kemur til með að vera einn dómaranna á Forritunarkeppni framhaldsskólanna sem fer fram laugardaginn 16. mars í Háskólanum í Reykjavík. Hún er á fyrsta ári í tölvunarstærðfræði við HR og segir námið algera snilld.Frá vinstri: Hjalti Magnússon, Elísabet Jónsdóttir og Bjarki Ágúst Guðmundsson.Ljósmyndari/Björn Árnason"Ég fíla mig mjög vel hérna. Það eru margir sem eru hræddir við þetta fag og þá sérstaklega stelpur en þetta er mjög áhugavert og skapandi nám. Ég er að forrita alveg helling, búa til nýja hluti og finna lausnir við vandamálum," segir Elísabet sem er önnur tveggja kvenkyns nemenda á fyrsta ári í tölvunarstærðfræði. "Ég veit satt að segja ekki af hverju við erum svona fáar. Kannski hefur þessi heimur óvart orðið að einhverjum strákakúltúr og karlmannafag. Það sjá margir forritara fyrir sér sem einhverja sveitta lúða. En þetta er alls ekki þannig," segir hún. Elísabet er ekki enn farin að gera upp við sig hvað hún ætlar að fást við eftir námið. " Ég ætla að klára grunnnámið sem er þrjú ár og sjá svo hvaða greinar innan fagsins heilla mig mest." Hún útskrifaðist af náttúrufræðibraut MH og segist hafa tekið aukakúrsa í stærðfræði. Það sé þó ekki nauðsynlegt til að ganga vel í tölvunarstærðfræðinni í HR enda sé farið í þessi atriði á fyrsta ári. Tölvur eru áhugamál hjá Elísabetu og hafa verið lengi. "Ég komst í einhverja html-kóða leiðbeiningabók þegar ég var 12 ára og las hana spjaldanna á milli þannig að ef til vill lá þetta alltaf beint við hjá mér. Annars hef ég áhuga á ýmsu öðru, ég er til dæmis mikill tónlistarunnandi og elska að fara á tónlistarhátíðir. Ég les mikið af bókum og finnst gaman að fara í ræktina. Svo hef ég líka sinnt fyrirsætustörfum." Forritunarkeppni framhaldsskólanna verður í Háskólanum í Reykjavík þann 16. mars næstkomandi en þar keppa lið frá framhaldsskólum í þremur mismunandi deildum eftir erfiðleikastigi. Elísabet er ein af fleiri nemendum við tölvunarfræðideild HR sem koma til með að dæma í keppninni.
Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira