Viðskipti innlent

Franz kaupir Friðbert út úr Heklu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Franz Jezorski, helmingseigandi Heklu hf., hefur keypt hlut Friðberts Friðbertssonar sem átti helming á móti honum. Upphaflega stóð til að Friðbert myndi kaupa hlut Franz en í pósti sem Franz sendi starfsmönnum fyrirtækisins kemur fram að honum hafi mistekist að fjármagna kaupin. Þar kemur líka fram að Franz er búinn að tryggja fjármögnun á kaupunum. Í póstinum til starfsmanna í dag tilkynnir Franz að Friðbert láti senn af störfum hjá fyrirtækinu og að nýir meðeigendur, sem kynntir verða á næstu vikum, komi að fyrirtækinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×