Lífið

Victoria er ekki súpermamma

Glamúrfyrirsætan Katie Price stendur ekki á skoðunum sínum. Hún segir kryddpíuna Victoriu Beckham ekki vera alveg hreinskilna í viðtali við Harper's Bazaar þar sem Victoria lýsir degi í lífi sínu.

Í viðtalinu segist Victoria vakna hálftíma á undan börnum sínum og keyra þau til og frá skóla sem og í alls kyns frístundir. Katie telur að þetta sé ekki satt heldur að Victoria sé með barnfóstrur og bílstjóra í vinnu til að sjá um þetta.

Katie er ágæt.
"Ég er viss um að Victoria er frábær mamma og það er greinilega mikil ást á milli hennar og barnanna. Ég held bara að hún sé ekki alveg hreinskilin. Maður sér Victoriu aldrei illa til hafða og það er ekki séns að maður geti litið svoleiðis út alla daga ef maður er vinnandi móðir með fjögur börn," segir Katie sem á þrjú börn og ólétt af því fjórða.

Victoria með dóttur sína Harper.
Victoria og David með strákana sína þrjá.
Þú gætir unnið - vertu með okkur á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.