Hvetur fólk til að mæta í HR 8. mars 2013 19:30 Þórhildur Ólafsdóttir, íþróttafræðinemi á öðru ári gaf sér tíma til að segja okkur frá Háskóladeginum í HR á morgun, laugardag.Um hvað snýst Háskóladagurinn? Þetta er í raun opið hús hjá háskólunum þar sem allir geta komið og kynnt sér námsframboðið. Hér í HR er dagskrá frá kl. 12-16 og námskynningar frá kl. 12:30 þar verða fulltrúar frá hverri námsbraut sem útskýra námið. Námskynning Íþróttafræðinnar hefst klukkan 13:00 í stofu V101 þar sem frekar verður greint frá náminu. Svo verða nemendur og kennarar við kynningarbása út um allan háskólann þar sem hægt er að spyrja um allt milli himins og jarðar. Ég verð einmitt á staðnum að kynna íþróttafræðina með öðrum nemendum og kennurum.Hvernig er dagskráin? Það verður skemmtileg dagskrá í boði fyrir alla fjölskylduna, hljómsveitirnar Ylja og Kyriama Family spila nokkur lög og svo á víst Sirkus Íslands að koma með skemmtiatriði. Það verður eitthvað sniðugt í boði fyrir alla, þar á meðal verða kynningar á rannsóknum meðal annars vélmenni sem að getur skotið kúlum á fólk og fleira skemmtilegt. Við í íþróttafræðinni ætlum að bjóða gestum að mæla gripstyrkinn hjá sér. Þar sem notast er við svokallaðan þrýstipinna sem fólk á að kreista eins fast og mögulegt er og fáum við þá upp á skjá hver hámarksgripstyrkur fólks er.Hvernig er að læra íþróttafræði? Það er rosalega skemmtilegt. Námið er fjölbreytt og krefjandi og er bæði fræðilegt og verklegt. Námið er frábær undirstaða fyrir þá sem ætla sér lengra í þjálfun og kennslu og undirbýr komandi íþróttafræðinga eins vel og hægt er áður en þeir leita út á vinnumarkaðinn. Það er haldið rosalega vel utan um námið hjá nemendum bæði af kennurum og svo skólanum sjálfum. Svo finnst mér finnst mikill kostur að vera í námi þar sem að fjölbreytnin er svona mikil. Það er alltaf eitthvað nýtt og spennandi sem tekur við á hverri önn. Við erum aldrei á sama staðum þar sem við erum með aðstöðu á mörgum stöðum á höfuðborgarsvæðinu meðal annars í laugardalnum, Hreyfingu í Glæsibæ, Vodafone höllinni, HR o.fl. Það eru ýmsar skemmtilegar uppákomur í náminu, til dæmis þá fórum við bekkurinn í hópferð yfir Fimmvörðuháls í fyrra þar sem gist var í Þórsmörk, fórum út á kajak, gengum á Esjuna o.fl skemmtilegt. Á þessum tveimur árum er ég búin að læra rosalega mikið og búin að kynnast helling af frábæru nýju fólki. Það eru í kringum fjörtíu manns í bekknum og á þessum tíma erum við búin að þéttast mikið. HR er í alþjóðlegu samstarfi við nokkra þekkta háskóla þar á meðal í Þýskalandi og á Spáni og hafa nemendur þann kost að sækja um og fara erlendis í skiptinám. Það eru einmitt tvær stelpur af öðru árinu sem nýttu sér þetta og eru núna úti í Sevilla og þetta er víst rosalega gaman. Svo má ekki gleyma nemendafélaginu okkar Atlas sem hefur staðið sig gríðarlega vel og haldið félagslífinu gangandi.Hvetur fólk til að mæta Ég hvet fólk hiklaust að koma og sjá hvað er í boði. Það er um að gera og nýta sér þennan dag og spyrja þeirra spurninga sem fólk hefur um námið. Það er einmitt svo gott að geta spurt aðra nemendur og kennarana og fengið þannig upplýsingar sem nýtast manni vel. Íþróttafræðin opnar óteljandi möguleika að námi loknu, námið er fjölbreytt, krefjandi, skemmtilegt og gefandi. Ég hvet auðvitað alla til að koma í íþróttafræðina, en það er líka nóg af öðru námi í boði, þannig að það er um að gera að mæta og kynna sér málin.Dagskrá Háskóladagsins í HR má skoða á hr.is. Mest lesið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
Þórhildur Ólafsdóttir, íþróttafræðinemi á öðru ári gaf sér tíma til að segja okkur frá Háskóladeginum í HR á morgun, laugardag.Um hvað snýst Háskóladagurinn? Þetta er í raun opið hús hjá háskólunum þar sem allir geta komið og kynnt sér námsframboðið. Hér í HR er dagskrá frá kl. 12-16 og námskynningar frá kl. 12:30 þar verða fulltrúar frá hverri námsbraut sem útskýra námið. Námskynning Íþróttafræðinnar hefst klukkan 13:00 í stofu V101 þar sem frekar verður greint frá náminu. Svo verða nemendur og kennarar við kynningarbása út um allan háskólann þar sem hægt er að spyrja um allt milli himins og jarðar. Ég verð einmitt á staðnum að kynna íþróttafræðina með öðrum nemendum og kennurum.Hvernig er dagskráin? Það verður skemmtileg dagskrá í boði fyrir alla fjölskylduna, hljómsveitirnar Ylja og Kyriama Family spila nokkur lög og svo á víst Sirkus Íslands að koma með skemmtiatriði. Það verður eitthvað sniðugt í boði fyrir alla, þar á meðal verða kynningar á rannsóknum meðal annars vélmenni sem að getur skotið kúlum á fólk og fleira skemmtilegt. Við í íþróttafræðinni ætlum að bjóða gestum að mæla gripstyrkinn hjá sér. Þar sem notast er við svokallaðan þrýstipinna sem fólk á að kreista eins fast og mögulegt er og fáum við þá upp á skjá hver hámarksgripstyrkur fólks er.Hvernig er að læra íþróttafræði? Það er rosalega skemmtilegt. Námið er fjölbreytt og krefjandi og er bæði fræðilegt og verklegt. Námið er frábær undirstaða fyrir þá sem ætla sér lengra í þjálfun og kennslu og undirbýr komandi íþróttafræðinga eins vel og hægt er áður en þeir leita út á vinnumarkaðinn. Það er haldið rosalega vel utan um námið hjá nemendum bæði af kennurum og svo skólanum sjálfum. Svo finnst mér finnst mikill kostur að vera í námi þar sem að fjölbreytnin er svona mikil. Það er alltaf eitthvað nýtt og spennandi sem tekur við á hverri önn. Við erum aldrei á sama staðum þar sem við erum með aðstöðu á mörgum stöðum á höfuðborgarsvæðinu meðal annars í laugardalnum, Hreyfingu í Glæsibæ, Vodafone höllinni, HR o.fl. Það eru ýmsar skemmtilegar uppákomur í náminu, til dæmis þá fórum við bekkurinn í hópferð yfir Fimmvörðuháls í fyrra þar sem gist var í Þórsmörk, fórum út á kajak, gengum á Esjuna o.fl skemmtilegt. Á þessum tveimur árum er ég búin að læra rosalega mikið og búin að kynnast helling af frábæru nýju fólki. Það eru í kringum fjörtíu manns í bekknum og á þessum tíma erum við búin að þéttast mikið. HR er í alþjóðlegu samstarfi við nokkra þekkta háskóla þar á meðal í Þýskalandi og á Spáni og hafa nemendur þann kost að sækja um og fara erlendis í skiptinám. Það eru einmitt tvær stelpur af öðru árinu sem nýttu sér þetta og eru núna úti í Sevilla og þetta er víst rosalega gaman. Svo má ekki gleyma nemendafélaginu okkar Atlas sem hefur staðið sig gríðarlega vel og haldið félagslífinu gangandi.Hvetur fólk til að mæta Ég hvet fólk hiklaust að koma og sjá hvað er í boði. Það er um að gera og nýta sér þennan dag og spyrja þeirra spurninga sem fólk hefur um námið. Það er einmitt svo gott að geta spurt aðra nemendur og kennarana og fengið þannig upplýsingar sem nýtast manni vel. Íþróttafræðin opnar óteljandi möguleika að námi loknu, námið er fjölbreytt, krefjandi, skemmtilegt og gefandi. Ég hvet auðvitað alla til að koma í íþróttafræðina, en það er líka nóg af öðru námi í boði, þannig að það er um að gera að mæta og kynna sér málin.Dagskrá Háskóladagsins í HR má skoða á hr.is.
Mest lesið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira