Sony afhjúpar Playstation 4 Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 21. febrúar 2013 10:14 Raftækjarisinn Sony kynnti í gærkvöldi nýja kynslóð Playstation-leikjatölvunnar, en fjórða útgáfa tölvunnar er væntanleg í árslok. Tölvan inniheldur hefðbundinn PC-örgjörva og er 8GB. Snertiskjár er framan á fjarstýringunni og svokallaður deilihnappur, en hann mun gera spilurum kleift að vista upptöku nokkrar mínútur aftur í tímann og deila því fljótt og auðveldlega á netinu. Þá munu spilarar geta byrjað að spila leiki áður en niðurhali á þeim lýkur, og einnig leyft vinum sínum að taka við stjórn leiksins í gegnum netið. Ekki verður hægt að spila leiki fyrir eldri Playstation-gerðir, en Sony vonast til þess að eldri leiki verði hægt að spila með tölvunni í gegnum Gaikai-streymiþjóninn. Þó ekki sé komin nákvæm dagsetning á apparatið, lofa Sony því fyrir jól. Spenntir spilarar geta þó yljað sér við kynningarmyndbandið hér að ofan sem Sony sendi frá sér í gærkvöldi.Snertiskjár er framan á stýripinna PS4.Mark Cerny, einn af hönnuðum vélarinnar.Mynd/AFPEric Hirschberg hjá Activision kynnti leikinn Destiny.Mynd/AFP Leikjavísir Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Raftækjarisinn Sony kynnti í gærkvöldi nýja kynslóð Playstation-leikjatölvunnar, en fjórða útgáfa tölvunnar er væntanleg í árslok. Tölvan inniheldur hefðbundinn PC-örgjörva og er 8GB. Snertiskjár er framan á fjarstýringunni og svokallaður deilihnappur, en hann mun gera spilurum kleift að vista upptöku nokkrar mínútur aftur í tímann og deila því fljótt og auðveldlega á netinu. Þá munu spilarar geta byrjað að spila leiki áður en niðurhali á þeim lýkur, og einnig leyft vinum sínum að taka við stjórn leiksins í gegnum netið. Ekki verður hægt að spila leiki fyrir eldri Playstation-gerðir, en Sony vonast til þess að eldri leiki verði hægt að spila með tölvunni í gegnum Gaikai-streymiþjóninn. Þó ekki sé komin nákvæm dagsetning á apparatið, lofa Sony því fyrir jól. Spenntir spilarar geta þó yljað sér við kynningarmyndbandið hér að ofan sem Sony sendi frá sér í gærkvöldi.Snertiskjár er framan á stýripinna PS4.Mark Cerny, einn af hönnuðum vélarinnar.Mynd/AFPEric Hirschberg hjá Activision kynnti leikinn Destiny.Mynd/AFP
Leikjavísir Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira