Innlent

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins í beinni útsendingu

Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu af 41. Landsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll hér á Vísi. Fundurinn stendur fram á sunnudag.

Flokkurinn hélt síðast landsfund í september 2011. Meðal verkefna landsfundar er að kjósa forystu flokksins og munu ræður frambjóðenda til formanns, varaformanns og 2. varaformanns fara fram á laugardag klukkan 14.

Kosningar til embættanna fara síðan fram á sunnudag klukkan 13.

Hægt er að sjá alla dagskrá landsfundar hér fyrir neðan beinu útsendinguna.



Dagskrá landsfundarFimmtudagur 21. febrúar

Kl. 15.00–16.45

Opið hús í Laugardalshöll

Afhending fundargagna

Kl. 17.00

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, setur fundinn

Strax að lokinni ræðu formanns

"Í fyrsta skipti á landsfundi" - Námskeið Óðinsmanna í sal 2 á 2. hæð í Laugardalshöll

"Hvernig get ég orðið að liði í kosningabaráttunni?" Salur 1 (1. hæð)

Kl. 19.00

Kvöldverður Landssambands sjálfstæðiskvenna á Nauthól

Föstudagur 22. febrúar

Viðtalstími samræmingarnefndar er kl. 9.30–12.00 í sal 2 á 2. hæð í Laugardalshöll. Þar er tekið við breytingartillögum við fyrirliggjandi drög að ályktunum. Aðeins verður tekið við skriflegum breytingartillögum. Þær verða að vera bornar upp í málefnanefndum til að fást ræddar í aðalsal.

Kl. 10.00-11.00

Skýrsla annars varaformanns flokksins um störf miðstjórnar og innra starf flokksins

Kl. 11.00–12.00

Skýrsla varaformanns flokksins um störf flokksráðs og málefnastarfið frá síðasta landsfundi

Kl. 12.00

Kosning í málefnanefndir hefst (stendur til kl. 13 á laugardegi)

Kl. 12.00–13.15

Sameiginlegir hádegisverðir landsfundarfulltrúa hvers kjördæmis

Kl. 13.30-15.30

Fyrirspurnatími forystu flokksins

Formaður, varaformaður, 2. varaformaður, formaður þingflokks og oddvitar kjördæma

Kl. 15.30-16.15

Ræður formanna landssambanda

SUS - LS - SES - Verkalýðsráð

Kl. 16.00–19.00

Fundir málefnanefnda

Kl. 19.30–22.00

Móttökur kjördæma

Kl. 22.00

Opið hús Sambands ungra sjálfstæðismanna fyrir landsfundarfulltrúa í Þróttarheimilinu, Laugardal

Laugardagur 23. febrúar

Kl. 9.00–12.00

Fundir málefnanefnda

(Sjá yfirlit)

Kl. 11.00–12.00

Drög að stjórnmálaályktun kynnt

Almennar umræður

Kjör stjórnmálanefndar



Kl. 12.00–15.00

Stjórnmálanefnd starfar í sal 2, 2. hæð

Kl. 13.00

Kosningu í málefnanefndir lýkur

Kl. 12.00–18.00

Málefnastarf

- Umræður um tillögur frá málefnanefndum og afgreiðsla ályktana

13:30

Ræða varaformanns

Kl. 14.00

Ræður frambjóðenda til formanns, varaformanns og 2. varaformanns

Kl. 19.30

Landsfundarhóf

Kvöldverður og dans í Gullhömrum

(Miðasala í anddyri Laugardalshallar)

Sunnudagur 24. febrúar

Kl. 9.00–9.30

Starfsemi Sjálfstæðisflokksins

Skýrsla framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, Jónmundar Guðmarssonar

Kl. 9.30–13.00

Málefnastarf, framhald frá laugardegi

- Umræður um tillögur frá málefnanefndum og afgreiðsla ályktana

Kl. 10.00

Afhending kjörgagna vegna framboða til formanns, varaformanns og 2. varaformanns í afgreiðslu

Kl. 13.00

Kosning formanns

Kosning varaformanns

Kosning 2. varaformanns

Kl. 15.00

Afgreiðsla stjórnmálaályktunar

Kl. 16.00

Ávarp formanns og fundarslit




Fleiri fréttir

Sjá meira


×