Ólafur Björn Loftsson hélt uppteknum hætti á móti á eGolf-mótaröðinni í Bandaríkjunum í gær en hann er í öðru sæti þegar mótið er hálfnað.
Ólafur Björn spilaði í gær á 69 höggum eða þremur undir pari. Samtals er hann á sjö höggum undir pari. Efsti maður mótsins hefur þó spilað gríðarlega vel og er fjórum höggum á undan Ólafi.
Birgir Leifur Hafþórsson gaf þó aðeins eftir en hann er nú í 13.-20. sæti eftir að hafa spilað á einu höggi yfir pari í gær. Hann er á samtals þremur höggum undir pari.
Ólafur Björn fékk einn örn, tvo fugla og aðeins einn skolla í gær. Birgir Leifur fékk þrjá fugla, tvo skolla og einn skramba.
Ólafur Björn í öðru sæti
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

KR lætur þjálfarateymið fjúka
Íslenski boltinn


Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda
Íslenski boltinn

„Bara pæling sem kom frá Caulker“
Fótbolti




„Vorum búnir að vera miklu betri“
Fótbolti

