Gefur iPhone úr blöðrum Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 27. febrúar 2013 10:48 Það tók Daníel nokkrar tilraunir að gera blöðru-iPhone-inn almennilega. Blöðrulistamaðurinn Daníel Birgir Hauksson gengur undir nafninu „Blaðrarinn" á Facebook, þar sem blöðrulistaverk hans eru til sýnis. Hann er einn þeirra fjölmörgu sem hyggjast gefa iPhone, nema þessi tiltekni iPhone er búinn til úr blöðrum. „Viðbrögðin hafa verið góð. Maður sér auðvitað fólk gefa venjulegan iPhone út um allt á Facebook, og mér fannst fyndið að gefa þá frekar blöðru-iPhone," segir Daníel, en hans aðalstarf er að vera sirkuslistamaður. „Það þurfti samt alveg nokkrar tilraunir til að gera hann almennilega." Daníel, sem er 22 ára, hefur leikið listir sínar með blöðrur undanfarin þrjú ár og segist ekki alveg viss hvernig áhuginn kviknaði. „Ég keypti bara einn svona blöðrupoka og ákvað að prófa," segir Daníel, en ískrið í blöðrunum fer ekkert í taugarnar á honum. „Nei það er bara eins og með ískur í krítartöflu. Það er ekki böggandi nema einhver annar sé að gera það." Mikið er að gera hjá Daníel í blöðrunum og að hans sögn eru það aðallega barnaafmæli sem hann er fenginn til að skemmta í. „Ég var samt fenginn í fimmtugsafmæli um daginn. Það var mjög áhugavert. Síðan hef ég verið fenginn í ýmis fyrirtæki."Á síðu Daníels má sjá sýnishorn af blöðrulistaverkunum.Blöðrukjólar Eitt af því athyglisverðasta sem Daníel sýnir á vefsíðu sinni er kjóll sem búinn er alfarið til úr blöðrum. „Já ég fékk allt í einu einhvern gífurlegan áhuga á að gera kjóla úr blöðrum," segir Daníel, en það tekur hann á bilinu tvo til fimm klukkutíma að gera einn blöðrukjól. En hvað er það furðulegasta sem Daníel hefur gert úr blöðrum? „Fólk reynir iðulega að stinga upp á einhverju erfiðu. Mér fannst til dæmis áhugavert þegar einhver bað mig um að gera pí-merkið (π). En ég reyni oftast að gera það sem fólk biður um, jafnvel þó það sé undarlegt." Hér má sjá brot af blöðrulistaverkum Daníels. Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Fleiri fréttir Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Sjá meira
Blöðrulistamaðurinn Daníel Birgir Hauksson gengur undir nafninu „Blaðrarinn" á Facebook, þar sem blöðrulistaverk hans eru til sýnis. Hann er einn þeirra fjölmörgu sem hyggjast gefa iPhone, nema þessi tiltekni iPhone er búinn til úr blöðrum. „Viðbrögðin hafa verið góð. Maður sér auðvitað fólk gefa venjulegan iPhone út um allt á Facebook, og mér fannst fyndið að gefa þá frekar blöðru-iPhone," segir Daníel, en hans aðalstarf er að vera sirkuslistamaður. „Það þurfti samt alveg nokkrar tilraunir til að gera hann almennilega." Daníel, sem er 22 ára, hefur leikið listir sínar með blöðrur undanfarin þrjú ár og segist ekki alveg viss hvernig áhuginn kviknaði. „Ég keypti bara einn svona blöðrupoka og ákvað að prófa," segir Daníel, en ískrið í blöðrunum fer ekkert í taugarnar á honum. „Nei það er bara eins og með ískur í krítartöflu. Það er ekki böggandi nema einhver annar sé að gera það." Mikið er að gera hjá Daníel í blöðrunum og að hans sögn eru það aðallega barnaafmæli sem hann er fenginn til að skemmta í. „Ég var samt fenginn í fimmtugsafmæli um daginn. Það var mjög áhugavert. Síðan hef ég verið fenginn í ýmis fyrirtæki."Á síðu Daníels má sjá sýnishorn af blöðrulistaverkunum.Blöðrukjólar Eitt af því athyglisverðasta sem Daníel sýnir á vefsíðu sinni er kjóll sem búinn er alfarið til úr blöðrum. „Já ég fékk allt í einu einhvern gífurlegan áhuga á að gera kjóla úr blöðrum," segir Daníel, en það tekur hann á bilinu tvo til fimm klukkutíma að gera einn blöðrukjól. En hvað er það furðulegasta sem Daníel hefur gert úr blöðrum? „Fólk reynir iðulega að stinga upp á einhverju erfiðu. Mér fannst til dæmis áhugavert þegar einhver bað mig um að gera pí-merkið (π). En ég reyni oftast að gera það sem fólk biður um, jafnvel þó það sé undarlegt." Hér má sjá brot af blöðrulistaverkum Daníels.
Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Fleiri fréttir Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Sjá meira