Lífið

Barnaveisla hjá Playboy-kanínu

Holly Madison, fyrrverandi Playboy-kanína, hélt barnaveislu um helgina en hún á von á sínu fyrsta barni innan skamms með kærastanum Pasquale Rotella.

Veislan var haldin í Las Vegas og var bleikt þema. Bleikir túlípanar voru á hverju borði og bleikar hjartablöðrur hengdar upp um alla veggi. Holly klæddist meira að segja bleikum kjól en um það bil 25 af nánustu vinum hennar mættu til að fagna barnaláninu.

Holly var einu sinni Playboy-kanína.
Holly á von á sér í byrjun mars og sötraði óáfengan drykk sem var kallaður The Holly-Go-Lightly. Gestirnir fengu sér hins vegar sterkari drykki til að skola niður veitingunum sem voru pítsur, salat, kjötbollur og samlokur.

Holly með sínum heittelskaða.
Þú gætir unnið - vertu með okkur á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.