Skuggi yfir Austurvelli Lára Óskarsdóttir skrifar 4. júní 2013 09:05 Þegar gefa á leyfi fyrir auknu byggingamagni á þrengri svæðum innan borgarinnar verður að spyrja: Hvaða afleiðingar hafa slík áform til frambúðar? Það sem drífur mig í þessi skrif er ótti gagnvart andvaraleysi og arðsemissjónarmiðum einstakra aðila. Þess háttar drifkraftur hefur oft orðið til þess að borgarbúar sitja uppi með lélega fjárfestingu. Páll Óskar Hjálmtýsson hefur barist fyrir verndun Nasa og styð ég hans sjónarmið. Að mínu viti geymir húsið ákveðna sögu borgarinnar sem ég tel einstaka. Þessi skipulagsbreyting við Austurvöll er ekki fyrsta þrætuepli hagmunaaðila. Við skulum ekki gleyma að á sínum tíma voru uppi áform um að rífa Bernhöftstorfuna. Hvernig liti bæjarmyndin út, upp í brekkuna, ef það hefði gengið eftir? Á heimasíðu Torfusamtakanna má lesa: „Ævintýrið byrjaði árið 1973 þegar nokkrir einstaklingar, með auga fyrir sérstakri fegurð gamalla íslenskra húsa og áhuga á menningarsögulegum verðmætum þeirra, björguðu Bernhöftstorfunni frá niðurrifi með því að mála hana alla á einni nóttu.“ Ef þessi barátta hefði ekki átt sér stað stæðu líklega byggingar frá áttunda áratugnum í stað Torfunnar. Ég skora á borgaryfirvöld að draga leyfi fyrir auknum byggingum við Austurvöll til baka. Ég tek undir með Helga Þorlákssyni sem ritar í grein Morgunblaðinu þann 18. maí: „Enn meira skuggavarp verður af nýrri hótelbyggingu á horni Austurvallar og Kirkjustrætis og þrengir mjög að húsum Alþingis.“ Það er skiljanlegt að eigendur vilji hámarka arð af lóðum sínum. Hitt er aftur á móti illskiljanlegt að borgarstjórnarmeirihluti Reykjavíkur ætli að gefa leyfi fyrir auknu byggingamagni á þessu „frímerki“. Austurvöll má líta á sem vin í malbikuðum veruleika borgarinnar. Slík svæði ber að vernda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson Skoðun Halldór 28.06.2025 Halldór Frá Írak til Gaza: Hvað höfum við lært af lygunum og stríðsbröltinu? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Þegar gefa á leyfi fyrir auknu byggingamagni á þrengri svæðum innan borgarinnar verður að spyrja: Hvaða afleiðingar hafa slík áform til frambúðar? Það sem drífur mig í þessi skrif er ótti gagnvart andvaraleysi og arðsemissjónarmiðum einstakra aðila. Þess háttar drifkraftur hefur oft orðið til þess að borgarbúar sitja uppi með lélega fjárfestingu. Páll Óskar Hjálmtýsson hefur barist fyrir verndun Nasa og styð ég hans sjónarmið. Að mínu viti geymir húsið ákveðna sögu borgarinnar sem ég tel einstaka. Þessi skipulagsbreyting við Austurvöll er ekki fyrsta þrætuepli hagmunaaðila. Við skulum ekki gleyma að á sínum tíma voru uppi áform um að rífa Bernhöftstorfuna. Hvernig liti bæjarmyndin út, upp í brekkuna, ef það hefði gengið eftir? Á heimasíðu Torfusamtakanna má lesa: „Ævintýrið byrjaði árið 1973 þegar nokkrir einstaklingar, með auga fyrir sérstakri fegurð gamalla íslenskra húsa og áhuga á menningarsögulegum verðmætum þeirra, björguðu Bernhöftstorfunni frá niðurrifi með því að mála hana alla á einni nóttu.“ Ef þessi barátta hefði ekki átt sér stað stæðu líklega byggingar frá áttunda áratugnum í stað Torfunnar. Ég skora á borgaryfirvöld að draga leyfi fyrir auknum byggingum við Austurvöll til baka. Ég tek undir með Helga Þorlákssyni sem ritar í grein Morgunblaðinu þann 18. maí: „Enn meira skuggavarp verður af nýrri hótelbyggingu á horni Austurvallar og Kirkjustrætis og þrengir mjög að húsum Alþingis.“ Það er skiljanlegt að eigendur vilji hámarka arð af lóðum sínum. Hitt er aftur á móti illskiljanlegt að borgarstjórnarmeirihluti Reykjavíkur ætli að gefa leyfi fyrir auknu byggingamagni á þessu „frímerki“. Austurvöll má líta á sem vin í malbikuðum veruleika borgarinnar. Slík svæði ber að vernda.
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar