Lögfræði og skipulag Einar Örn Thorlacius skrifar 4. júní 2013 09:05 Er ómögulegt að breyta vondu skipulagi? Þessarar spurningar spyr Skúli Magnússon, héraðsdómari og dósent við lagadeild HÍ, í ágætri grein í Fréttablaðinu 8. maí sl. Spurning Skúla snýr aðallega að deiliskipulagi sem skiljanlegt er, enda eru allar aðrar skipulagsáætlanir tímabundnar skv. lögum. Málið snýst um hagsmuni lóðarhafa annars vegar og íbúa og skipulagsyfirvalda hins vegar. Oftast fara þessir hagsmunir saman sem betur fer, en stundum liggur fyrir að almannahagsmunir krefjast breytinga á skipulagi, t.d. að uppbyggingar- eða niðurrifsheimildir séu minnkaðar á viðkvæmum svæðum vegna breyttra viðhorfa o.s.frv. Sveitarfélög guggna þó oft á því af ótta við bótakröfur frá lóðarhafanum. Það er því von að spurt sé: Er ómögulegt að breyta vondu skipulagi? Það er hárrétt hjá Skúla að bótaskylda sveitarfélaga skv. skipulagslögum er reyndar um margt óljós af þeirri einföldu ástæðu að lítið hefur reynt á hana. Það er hreinlega óheppilegt hvað sveitarfélög hafa verið treg (eða rög) við að láta reyna á hana fyrir dómstólum og ef til vill er hún ekki jafn víðtæk og sveitarfélög virðast óttast.Ákveðin mótsögn En Skúli lendir í ákveðinni mótsögn í grein sinni. Hann segir að það sé í eðli deiliskipulags að því sé ætlað að vera endanlegt og kveða með nokkurri nákvæmni á um byggingarreiti, útlit, nýtingarhlutfall o.s.frv. Samt spyr hann hvort ekki sé hægt að breyta því án þess að óttast bótakröfur, einkum ef það er vont. Menn hafa lengi bent á þann galla sem þeir hafa talið vera á íslenskri skipulagslöggjöf, að deiliskipulagsáætlanir séu ætíð ótímabundnar, öfugt við það sem gerist sums staðar í nágrannalöndunum. En hvers vegna er deiliskipulag alltaf ótímabundið hér? Er nokkuð í lögum sem kemur í veg fyrir tímabundið deiliskipulag? Það fæ ég ekki séð. Eftirfarandi er mín lögfræðilega skoðun: Enda þótt deiliskipulagsáætlanir hafi ekki afmarkaðan ákveðinn gildistíma samkvæmt skipulagslögum er ekkert sem kemur í veg fyrir að slíkri áætlun sé afmarkaður ákveðinn gildistími ef það sveitarfélag sem samþykkir hana tilgreinir það skýrlega í áætluninni sjálfri.Byltingarkennd túlkun Þetta er í raun byltingarkennd túlkun. En ég fæ ekki betur séð en að hún standist. Það væri a.m.k. mjög eðlilegt að skipulagsyfirvöld í t.d. Reykjavík létu kanna þetta til þrautar lögfræðilega. Nú skulum við taka dæmi: Upp úr síðustu aldamótum höfðu skipulagsyfirvöld í Reykjavík miklar áhyggjur af miðborginni í samkeppni við Kringluna. Svarið var að samþykkja ótímabundið deiliskipulag með miklum uppbyggingar- og niðurrifsheimildum t.d. við Laugaveg. Núna, tíu árum síðar, eru viðhorfin gjörbreytt. Borgin getur þá að sjálfsögðu samþykkt breytingu á gildandi deiliskipulagi með snarminnkuðum heimildum. En þá er nú hætt við að lóðarhafar myndu krefjast bóta.Mesta bölið Ef deiliskipulagið hefði hins vegar á sínum tíma verið tímabundið, segjum til tíu ára, þá hefði öllum verið ljóst (eða átt að vera ljóst) að það væri alls óvíst að borgin framlengdi það óbreytt að tíu árum liðnum. Þeir sem ekki hefðu sótt um byggingarleyfi fyrir breytingum áður en deiliskipulagið rann út hefðu orðið að sætta sig við breytingarnar bótalaust. Þeir sem hefðu sótt um breytingar í tæka tíð hefðu orðið að hefjast handa innan tólf mánaða frá útgáfu byggingarleyfis, en þá fellur það úr gildi skv. mannvirkjalögum hafi framkvæmdir ekki hafist. Ég tel það eitthvert mesta böl í skipulagsmálum Reykjavíkur að deiliskipulagsáætlanir hafa alltaf verið ótímabundnar. Og það sem meira er: Mér sýnist að sú staðreynd hafi byggst á lögfræðilegum misskilningi sem kominn er tími til að leiðrétta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Er ómögulegt að breyta vondu skipulagi? Þessarar spurningar spyr Skúli Magnússon, héraðsdómari og dósent við lagadeild HÍ, í ágætri grein í Fréttablaðinu 8. maí sl. Spurning Skúla snýr aðallega að deiliskipulagi sem skiljanlegt er, enda eru allar aðrar skipulagsáætlanir tímabundnar skv. lögum. Málið snýst um hagsmuni lóðarhafa annars vegar og íbúa og skipulagsyfirvalda hins vegar. Oftast fara þessir hagsmunir saman sem betur fer, en stundum liggur fyrir að almannahagsmunir krefjast breytinga á skipulagi, t.d. að uppbyggingar- eða niðurrifsheimildir séu minnkaðar á viðkvæmum svæðum vegna breyttra viðhorfa o.s.frv. Sveitarfélög guggna þó oft á því af ótta við bótakröfur frá lóðarhafanum. Það er því von að spurt sé: Er ómögulegt að breyta vondu skipulagi? Það er hárrétt hjá Skúla að bótaskylda sveitarfélaga skv. skipulagslögum er reyndar um margt óljós af þeirri einföldu ástæðu að lítið hefur reynt á hana. Það er hreinlega óheppilegt hvað sveitarfélög hafa verið treg (eða rög) við að láta reyna á hana fyrir dómstólum og ef til vill er hún ekki jafn víðtæk og sveitarfélög virðast óttast.Ákveðin mótsögn En Skúli lendir í ákveðinni mótsögn í grein sinni. Hann segir að það sé í eðli deiliskipulags að því sé ætlað að vera endanlegt og kveða með nokkurri nákvæmni á um byggingarreiti, útlit, nýtingarhlutfall o.s.frv. Samt spyr hann hvort ekki sé hægt að breyta því án þess að óttast bótakröfur, einkum ef það er vont. Menn hafa lengi bent á þann galla sem þeir hafa talið vera á íslenskri skipulagslöggjöf, að deiliskipulagsáætlanir séu ætíð ótímabundnar, öfugt við það sem gerist sums staðar í nágrannalöndunum. En hvers vegna er deiliskipulag alltaf ótímabundið hér? Er nokkuð í lögum sem kemur í veg fyrir tímabundið deiliskipulag? Það fæ ég ekki séð. Eftirfarandi er mín lögfræðilega skoðun: Enda þótt deiliskipulagsáætlanir hafi ekki afmarkaðan ákveðinn gildistíma samkvæmt skipulagslögum er ekkert sem kemur í veg fyrir að slíkri áætlun sé afmarkaður ákveðinn gildistími ef það sveitarfélag sem samþykkir hana tilgreinir það skýrlega í áætluninni sjálfri.Byltingarkennd túlkun Þetta er í raun byltingarkennd túlkun. En ég fæ ekki betur séð en að hún standist. Það væri a.m.k. mjög eðlilegt að skipulagsyfirvöld í t.d. Reykjavík létu kanna þetta til þrautar lögfræðilega. Nú skulum við taka dæmi: Upp úr síðustu aldamótum höfðu skipulagsyfirvöld í Reykjavík miklar áhyggjur af miðborginni í samkeppni við Kringluna. Svarið var að samþykkja ótímabundið deiliskipulag með miklum uppbyggingar- og niðurrifsheimildum t.d. við Laugaveg. Núna, tíu árum síðar, eru viðhorfin gjörbreytt. Borgin getur þá að sjálfsögðu samþykkt breytingu á gildandi deiliskipulagi með snarminnkuðum heimildum. En þá er nú hætt við að lóðarhafar myndu krefjast bóta.Mesta bölið Ef deiliskipulagið hefði hins vegar á sínum tíma verið tímabundið, segjum til tíu ára, þá hefði öllum verið ljóst (eða átt að vera ljóst) að það væri alls óvíst að borgin framlengdi það óbreytt að tíu árum liðnum. Þeir sem ekki hefðu sótt um byggingarleyfi fyrir breytingum áður en deiliskipulagið rann út hefðu orðið að sætta sig við breytingarnar bótalaust. Þeir sem hefðu sótt um breytingar í tæka tíð hefðu orðið að hefjast handa innan tólf mánaða frá útgáfu byggingarleyfis, en þá fellur það úr gildi skv. mannvirkjalögum hafi framkvæmdir ekki hafist. Ég tel það eitthvert mesta böl í skipulagsmálum Reykjavíkur að deiliskipulagsáætlanir hafa alltaf verið ótímabundnar. Og það sem meira er: Mér sýnist að sú staðreynd hafi byggst á lögfræðilegum misskilningi sem kominn er tími til að leiðrétta.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun