Lögfræði og skipulag Einar Örn Thorlacius skrifar 4. júní 2013 09:05 Er ómögulegt að breyta vondu skipulagi? Þessarar spurningar spyr Skúli Magnússon, héraðsdómari og dósent við lagadeild HÍ, í ágætri grein í Fréttablaðinu 8. maí sl. Spurning Skúla snýr aðallega að deiliskipulagi sem skiljanlegt er, enda eru allar aðrar skipulagsáætlanir tímabundnar skv. lögum. Málið snýst um hagsmuni lóðarhafa annars vegar og íbúa og skipulagsyfirvalda hins vegar. Oftast fara þessir hagsmunir saman sem betur fer, en stundum liggur fyrir að almannahagsmunir krefjast breytinga á skipulagi, t.d. að uppbyggingar- eða niðurrifsheimildir séu minnkaðar á viðkvæmum svæðum vegna breyttra viðhorfa o.s.frv. Sveitarfélög guggna þó oft á því af ótta við bótakröfur frá lóðarhafanum. Það er því von að spurt sé: Er ómögulegt að breyta vondu skipulagi? Það er hárrétt hjá Skúla að bótaskylda sveitarfélaga skv. skipulagslögum er reyndar um margt óljós af þeirri einföldu ástæðu að lítið hefur reynt á hana. Það er hreinlega óheppilegt hvað sveitarfélög hafa verið treg (eða rög) við að láta reyna á hana fyrir dómstólum og ef til vill er hún ekki jafn víðtæk og sveitarfélög virðast óttast.Ákveðin mótsögn En Skúli lendir í ákveðinni mótsögn í grein sinni. Hann segir að það sé í eðli deiliskipulags að því sé ætlað að vera endanlegt og kveða með nokkurri nákvæmni á um byggingarreiti, útlit, nýtingarhlutfall o.s.frv. Samt spyr hann hvort ekki sé hægt að breyta því án þess að óttast bótakröfur, einkum ef það er vont. Menn hafa lengi bent á þann galla sem þeir hafa talið vera á íslenskri skipulagslöggjöf, að deiliskipulagsáætlanir séu ætíð ótímabundnar, öfugt við það sem gerist sums staðar í nágrannalöndunum. En hvers vegna er deiliskipulag alltaf ótímabundið hér? Er nokkuð í lögum sem kemur í veg fyrir tímabundið deiliskipulag? Það fæ ég ekki séð. Eftirfarandi er mín lögfræðilega skoðun: Enda þótt deiliskipulagsáætlanir hafi ekki afmarkaðan ákveðinn gildistíma samkvæmt skipulagslögum er ekkert sem kemur í veg fyrir að slíkri áætlun sé afmarkaður ákveðinn gildistími ef það sveitarfélag sem samþykkir hana tilgreinir það skýrlega í áætluninni sjálfri.Byltingarkennd túlkun Þetta er í raun byltingarkennd túlkun. En ég fæ ekki betur séð en að hún standist. Það væri a.m.k. mjög eðlilegt að skipulagsyfirvöld í t.d. Reykjavík létu kanna þetta til þrautar lögfræðilega. Nú skulum við taka dæmi: Upp úr síðustu aldamótum höfðu skipulagsyfirvöld í Reykjavík miklar áhyggjur af miðborginni í samkeppni við Kringluna. Svarið var að samþykkja ótímabundið deiliskipulag með miklum uppbyggingar- og niðurrifsheimildum t.d. við Laugaveg. Núna, tíu árum síðar, eru viðhorfin gjörbreytt. Borgin getur þá að sjálfsögðu samþykkt breytingu á gildandi deiliskipulagi með snarminnkuðum heimildum. En þá er nú hætt við að lóðarhafar myndu krefjast bóta.Mesta bölið Ef deiliskipulagið hefði hins vegar á sínum tíma verið tímabundið, segjum til tíu ára, þá hefði öllum verið ljóst (eða átt að vera ljóst) að það væri alls óvíst að borgin framlengdi það óbreytt að tíu árum liðnum. Þeir sem ekki hefðu sótt um byggingarleyfi fyrir breytingum áður en deiliskipulagið rann út hefðu orðið að sætta sig við breytingarnar bótalaust. Þeir sem hefðu sótt um breytingar í tæka tíð hefðu orðið að hefjast handa innan tólf mánaða frá útgáfu byggingarleyfis, en þá fellur það úr gildi skv. mannvirkjalögum hafi framkvæmdir ekki hafist. Ég tel það eitthvert mesta böl í skipulagsmálum Reykjavíkur að deiliskipulagsáætlanir hafa alltaf verið ótímabundnar. Og það sem meira er: Mér sýnist að sú staðreynd hafi byggst á lögfræðilegum misskilningi sem kominn er tími til að leiðrétta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Er ómögulegt að breyta vondu skipulagi? Þessarar spurningar spyr Skúli Magnússon, héraðsdómari og dósent við lagadeild HÍ, í ágætri grein í Fréttablaðinu 8. maí sl. Spurning Skúla snýr aðallega að deiliskipulagi sem skiljanlegt er, enda eru allar aðrar skipulagsáætlanir tímabundnar skv. lögum. Málið snýst um hagsmuni lóðarhafa annars vegar og íbúa og skipulagsyfirvalda hins vegar. Oftast fara þessir hagsmunir saman sem betur fer, en stundum liggur fyrir að almannahagsmunir krefjast breytinga á skipulagi, t.d. að uppbyggingar- eða niðurrifsheimildir séu minnkaðar á viðkvæmum svæðum vegna breyttra viðhorfa o.s.frv. Sveitarfélög guggna þó oft á því af ótta við bótakröfur frá lóðarhafanum. Það er því von að spurt sé: Er ómögulegt að breyta vondu skipulagi? Það er hárrétt hjá Skúla að bótaskylda sveitarfélaga skv. skipulagslögum er reyndar um margt óljós af þeirri einföldu ástæðu að lítið hefur reynt á hana. Það er hreinlega óheppilegt hvað sveitarfélög hafa verið treg (eða rög) við að láta reyna á hana fyrir dómstólum og ef til vill er hún ekki jafn víðtæk og sveitarfélög virðast óttast.Ákveðin mótsögn En Skúli lendir í ákveðinni mótsögn í grein sinni. Hann segir að það sé í eðli deiliskipulags að því sé ætlað að vera endanlegt og kveða með nokkurri nákvæmni á um byggingarreiti, útlit, nýtingarhlutfall o.s.frv. Samt spyr hann hvort ekki sé hægt að breyta því án þess að óttast bótakröfur, einkum ef það er vont. Menn hafa lengi bent á þann galla sem þeir hafa talið vera á íslenskri skipulagslöggjöf, að deiliskipulagsáætlanir séu ætíð ótímabundnar, öfugt við það sem gerist sums staðar í nágrannalöndunum. En hvers vegna er deiliskipulag alltaf ótímabundið hér? Er nokkuð í lögum sem kemur í veg fyrir tímabundið deiliskipulag? Það fæ ég ekki séð. Eftirfarandi er mín lögfræðilega skoðun: Enda þótt deiliskipulagsáætlanir hafi ekki afmarkaðan ákveðinn gildistíma samkvæmt skipulagslögum er ekkert sem kemur í veg fyrir að slíkri áætlun sé afmarkaður ákveðinn gildistími ef það sveitarfélag sem samþykkir hana tilgreinir það skýrlega í áætluninni sjálfri.Byltingarkennd túlkun Þetta er í raun byltingarkennd túlkun. En ég fæ ekki betur séð en að hún standist. Það væri a.m.k. mjög eðlilegt að skipulagsyfirvöld í t.d. Reykjavík létu kanna þetta til þrautar lögfræðilega. Nú skulum við taka dæmi: Upp úr síðustu aldamótum höfðu skipulagsyfirvöld í Reykjavík miklar áhyggjur af miðborginni í samkeppni við Kringluna. Svarið var að samþykkja ótímabundið deiliskipulag með miklum uppbyggingar- og niðurrifsheimildum t.d. við Laugaveg. Núna, tíu árum síðar, eru viðhorfin gjörbreytt. Borgin getur þá að sjálfsögðu samþykkt breytingu á gildandi deiliskipulagi með snarminnkuðum heimildum. En þá er nú hætt við að lóðarhafar myndu krefjast bóta.Mesta bölið Ef deiliskipulagið hefði hins vegar á sínum tíma verið tímabundið, segjum til tíu ára, þá hefði öllum verið ljóst (eða átt að vera ljóst) að það væri alls óvíst að borgin framlengdi það óbreytt að tíu árum liðnum. Þeir sem ekki hefðu sótt um byggingarleyfi fyrir breytingum áður en deiliskipulagið rann út hefðu orðið að sætta sig við breytingarnar bótalaust. Þeir sem hefðu sótt um breytingar í tæka tíð hefðu orðið að hefjast handa innan tólf mánaða frá útgáfu byggingarleyfis, en þá fellur það úr gildi skv. mannvirkjalögum hafi framkvæmdir ekki hafist. Ég tel það eitthvert mesta böl í skipulagsmálum Reykjavíkur að deiliskipulagsáætlanir hafa alltaf verið ótímabundnar. Og það sem meira er: Mér sýnist að sú staðreynd hafi byggst á lögfræðilegum misskilningi sem kominn er tími til að leiðrétta.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun