Guðmundur Andri frjálshyggjumaður? Guðmundur Edgarsson skrifar 21. desember 2013 06:00 Fróðlegt er að bera saman tvo nýlega pistla eftir Guðmund Andra Thorsson í Fréttablaðinu fyrr í þessum mánuði. Báðir pistlarnir eru vel skrifaðir eins og Guðmundar er von og vísa og ýmis athyglisverð sjónarmið sett fram. En það sem vakti athygli mína við þessa tvo pistla Guðmundar var að í þeim fyrri talar hann sem félagshyggjumaður en í þeim síðari sem frjálshyggjumaður. Skoðum fyrst hvað félagshyggjumaðurinn Guðmundur Andri hafði að segja. Félagshyggjupistillinn Fyrri pistill Guðmundar nefnist „Ríkisútvarpið í tröllahöndum“. Fyrir utan að gagnrýna yfirstjórn þess ágæta fjölmiðils tekur Guðmundur að sér það hlutverk að skilgreina fyrir hvað RÚV stendur. Hér fara nokkrar lýsingar Guðmundar Andra á tilgangi Ríkisútvarpsins: „spegill og vettvangur þjóðlífs“, „það er við“, „skemmtun og ferðalag“, „þekkingarstöð“, „nærvera í lífi okkar“, „súrefnið í andlegu lífi okkar“. Ekki veit ég hvernig Guðmundur Andri var stemmdur þegar hann skrifaði þessa bunu af hástemmdum lýsingum á hlutverki og dagskrá RÚV en óneitanlega ber hún keim af þekktri áróðurstækni. Tiltekinn smekkur er klæddur í almennt orðaðan fagurgala þar sem ýmsar beygingarmyndir orðanna „við“, „þjóðar“ eða „samfélags“ eru óspart notaðar. Látið er að því liggja að hafi einstaklingar aðra skoðun á tilverurétti ríkisrekins fjölmiðils heldur en „þjóðin“ eða annan smekk á dagskránni, séu þeir afturhaldssamir niðurrifsseggir sem ógni íslenskri menningu og tungu. Við frjálshyggjumenn tökum vitaskuld ekki undir nein slík sjónarmið. Frjálshyggjan virðir rétt einstaklinganna til að hafa annan smekk og aðrar skoðanir en þorri fólks kann að hafa og því er ekki siðferðislega verjandi að þvinga fólk til viðskipta við einn fjölmiðil fremur en annan. Frjálshyggjupistillinn Hér kveður svo við allt annan tón. Engu líkara er en að Guðmundur Andri hefði á fáeinum dögum drukkið í sig speki helstu hugsuða markaðsfrjálshyggju á borð við Friedman, Hayek eða Rothbard því í fyrsta hluta greinarinnar „Rangsannindi“ um hálfum mánuði síðar hamrar Guðmundur á mikilvægi einstaklingsfrelsis á matvælamarkaði og fer háðulegum orðum um ríkisstyrktan landbúnað. Á einum stað skrifar Guðmundur: „Okkur er talin trú um að í húfi sé heill og hamingja íslensku kýrinnar og allir hennar margbrotnu magar – og gott ef við fáum ekki öll hreinlega gin- og klaufaveiki ef við leggjum okkur útlenskan mat til munns.“ Á öðrum stað vitnar Guðmundur í orð Guðna Ágústssonar þess efnis að Íslendingar elski íslenska smjörið og bregst við þeim ummælum með því að játa að „[hann elski] íslenskt smjör ekki baun“. Svo bætir Guðmundur því við að hann „[ætti] ekki í neins konar tilfinningalegu sambandi við það en vildi gjarnan fá að kaupa svolítið ódýrari mat en gefst hér í landi einokunarrisanna…“ Þetta er laukrétt hjá Guðmundi. Þótt þeir séu fjölmargir sem telja íslenskan landbúnað vera órjúfanlegan hluta af þjóðmenningu Íslendinga og mikilvægan frá sjónarmiðum byggðarþróunar og matvælaöryggis í landinu, þýðir það ekki að allir séu sama sinnis, hvað þá að réttlætanlegt geti verið að niðurgreiða þennan atvinnuveg um stórkostlegar fjárhæðir á hverju ári á kostnað amennings og reisa himinháa tollamúra að auki. Gagnrýni Guðmundar Andra á þessa ríkisstyrki og verndartolla þýðir heldur ekki að hann sé á móti íslenskum landbúnaði, ekki frekar en að hann sé á móti íslenskum bakaríum eða verkfræðistofum þótt hann berjist ekki fyrir sérstökum ríkisstyrkjum eða tollamúrum þeim til verndar. Þá bera orð Guðmundar með sér að hann hafi mun meiri trú á hinum frjálsa markaði hvað úrval, gæði og verð á matvælum varðar en miðstýrðri matvælaframleiðslu af hendi ríkisins. Félagsfrjálshyggja? Þar sem síðari grein Guðmundar Andra er okkur frjálshyggjumönnum mun meira að skapi, er freistandi að draga þá ályktun að hann sé að hneigjast til markaðsfrjálshyggju. Hann átti sig á því að ekki er hægt að vera „rebel“ gagnvart öllum þjóðmenningarlegu og samfélagslegu rökum talsmanna íslenska landbúnaðarkerfisins og segja bara „ég elska íslenskt smjör ekki baun“ en ætlast svo til þess að allir elski íslenska ríkisútvarpið út fyrir gröf og dauða. Á sama hátt virðist Guðmundur vera farinn að gera sér grein fyrir því að þótt hann og fleiri eigi í eins konar tilfinningalegu sambandi við Ríkisútvarpið, eru þeir villikettir til sem vildu gjarna fá að kaupa svolítið ódýrari aðgang að fjölmiðlum en nauðungaráskrift að RÚV segir til um. Aðalatriðið er þó það að Guðmundur Andri komist á fast land hvað varðar pólitíska hugmyndafræði því annars týnist hann bara í skóginum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Fróðlegt er að bera saman tvo nýlega pistla eftir Guðmund Andra Thorsson í Fréttablaðinu fyrr í þessum mánuði. Báðir pistlarnir eru vel skrifaðir eins og Guðmundar er von og vísa og ýmis athyglisverð sjónarmið sett fram. En það sem vakti athygli mína við þessa tvo pistla Guðmundar var að í þeim fyrri talar hann sem félagshyggjumaður en í þeim síðari sem frjálshyggjumaður. Skoðum fyrst hvað félagshyggjumaðurinn Guðmundur Andri hafði að segja. Félagshyggjupistillinn Fyrri pistill Guðmundar nefnist „Ríkisútvarpið í tröllahöndum“. Fyrir utan að gagnrýna yfirstjórn þess ágæta fjölmiðils tekur Guðmundur að sér það hlutverk að skilgreina fyrir hvað RÚV stendur. Hér fara nokkrar lýsingar Guðmundar Andra á tilgangi Ríkisútvarpsins: „spegill og vettvangur þjóðlífs“, „það er við“, „skemmtun og ferðalag“, „þekkingarstöð“, „nærvera í lífi okkar“, „súrefnið í andlegu lífi okkar“. Ekki veit ég hvernig Guðmundur Andri var stemmdur þegar hann skrifaði þessa bunu af hástemmdum lýsingum á hlutverki og dagskrá RÚV en óneitanlega ber hún keim af þekktri áróðurstækni. Tiltekinn smekkur er klæddur í almennt orðaðan fagurgala þar sem ýmsar beygingarmyndir orðanna „við“, „þjóðar“ eða „samfélags“ eru óspart notaðar. Látið er að því liggja að hafi einstaklingar aðra skoðun á tilverurétti ríkisrekins fjölmiðils heldur en „þjóðin“ eða annan smekk á dagskránni, séu þeir afturhaldssamir niðurrifsseggir sem ógni íslenskri menningu og tungu. Við frjálshyggjumenn tökum vitaskuld ekki undir nein slík sjónarmið. Frjálshyggjan virðir rétt einstaklinganna til að hafa annan smekk og aðrar skoðanir en þorri fólks kann að hafa og því er ekki siðferðislega verjandi að þvinga fólk til viðskipta við einn fjölmiðil fremur en annan. Frjálshyggjupistillinn Hér kveður svo við allt annan tón. Engu líkara er en að Guðmundur Andri hefði á fáeinum dögum drukkið í sig speki helstu hugsuða markaðsfrjálshyggju á borð við Friedman, Hayek eða Rothbard því í fyrsta hluta greinarinnar „Rangsannindi“ um hálfum mánuði síðar hamrar Guðmundur á mikilvægi einstaklingsfrelsis á matvælamarkaði og fer háðulegum orðum um ríkisstyrktan landbúnað. Á einum stað skrifar Guðmundur: „Okkur er talin trú um að í húfi sé heill og hamingja íslensku kýrinnar og allir hennar margbrotnu magar – og gott ef við fáum ekki öll hreinlega gin- og klaufaveiki ef við leggjum okkur útlenskan mat til munns.“ Á öðrum stað vitnar Guðmundur í orð Guðna Ágústssonar þess efnis að Íslendingar elski íslenska smjörið og bregst við þeim ummælum með því að játa að „[hann elski] íslenskt smjör ekki baun“. Svo bætir Guðmundur því við að hann „[ætti] ekki í neins konar tilfinningalegu sambandi við það en vildi gjarnan fá að kaupa svolítið ódýrari mat en gefst hér í landi einokunarrisanna…“ Þetta er laukrétt hjá Guðmundi. Þótt þeir séu fjölmargir sem telja íslenskan landbúnað vera órjúfanlegan hluta af þjóðmenningu Íslendinga og mikilvægan frá sjónarmiðum byggðarþróunar og matvælaöryggis í landinu, þýðir það ekki að allir séu sama sinnis, hvað þá að réttlætanlegt geti verið að niðurgreiða þennan atvinnuveg um stórkostlegar fjárhæðir á hverju ári á kostnað amennings og reisa himinháa tollamúra að auki. Gagnrýni Guðmundar Andra á þessa ríkisstyrki og verndartolla þýðir heldur ekki að hann sé á móti íslenskum landbúnaði, ekki frekar en að hann sé á móti íslenskum bakaríum eða verkfræðistofum þótt hann berjist ekki fyrir sérstökum ríkisstyrkjum eða tollamúrum þeim til verndar. Þá bera orð Guðmundar með sér að hann hafi mun meiri trú á hinum frjálsa markaði hvað úrval, gæði og verð á matvælum varðar en miðstýrðri matvælaframleiðslu af hendi ríkisins. Félagsfrjálshyggja? Þar sem síðari grein Guðmundar Andra er okkur frjálshyggjumönnum mun meira að skapi, er freistandi að draga þá ályktun að hann sé að hneigjast til markaðsfrjálshyggju. Hann átti sig á því að ekki er hægt að vera „rebel“ gagnvart öllum þjóðmenningarlegu og samfélagslegu rökum talsmanna íslenska landbúnaðarkerfisins og segja bara „ég elska íslenskt smjör ekki baun“ en ætlast svo til þess að allir elski íslenska ríkisútvarpið út fyrir gröf og dauða. Á sama hátt virðist Guðmundur vera farinn að gera sér grein fyrir því að þótt hann og fleiri eigi í eins konar tilfinningalegu sambandi við Ríkisútvarpið, eru þeir villikettir til sem vildu gjarna fá að kaupa svolítið ódýrari aðgang að fjölmiðlum en nauðungaráskrift að RÚV segir til um. Aðalatriðið er þó það að Guðmundur Andri komist á fast land hvað varðar pólitíska hugmyndafræði því annars týnist hann bara í skóginum.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar