Álag og þreyta veldur mistökum Ólafur G. Skúlason skrifar 21. desember 2013 06:00 Síðustu daga höfum við verið rækilega minnt á þá miklu ábyrgð sem heilbrigðisstarfsmenn bera. Fjallað hefur verið um tíðni svokallaðra læknamistaka sem réttara væri að nefna mistök í heilbrigðisþjónustu þar sem læknar eru ekki þeir einu sem gera mistök, þau gerum við öll. Í umfjöllun síðustu daga hefur verið kastað fram að árlega látist hér á landi 170 sjúklingar vegna mistaka. Sú tala er yfirfærð frá erlendum rannsóknum og ber að taka henni með fyrirvara, einkum þar sem engin rannsókn hefur verið gerð á tíðni dauðsfalla vegna mistaka á Íslandi að mér vitandi. Vissulega eiga slík mistök sér stað og er ég ekki að reyna að draga úr þeim raunveruleika en ég leyfi mér að taka umræddri tölu með fyrirvara. Í fjölmiðlum hefur verið rekið mál hjúkrunarfræðings sem hefur réttarstöðu grunaðs manns vegna mistaka í starfi sem leiddu til andláts sjúklings. Þetta er hræðilegt atvik og hefur mikil áhrif á alla þá sem að málinu koma, aðstandendur sjúklingsins, hjúkrunarfræðinginn sjálfan og alla heilbrigðisstarfsmenn hér á landi. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur ítrekað bent á mikilvægi þess að öryggi sjúklinga sé haft að leiðarljósi í allri heilbrigðisþjónustu og beint athygli ráðamanna og þjóðarinnar á það ástand sem skapast hefur innan heilbrigðiskerfisins vegna niðurskurðar. Vitað er að með auknu álagi og þreytu starfsmanna eykst tíðni mistaka og afleiðingarnar geta orðið alvarlegar.Lágmarkshvíld skert Mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna stétt eins og hjúkrunarfræðingar sem koma beint að meðferð sjúklinga hafi í sínum kjarasamningum undanþágu frá lögbundinni hvíld. Þannig má skerða 11 klukkustunda lágmarkshvíld þeirra niður í átta klukkustundir einu sinni í viku. Slíkt eykur á þreytu þeirra og með því síaukna álagi sem skapast hefur í heilbrigðiskerfinu er komin hættuleg blanda af yfirkeyrðu og þreyttu starfsfólki. Það vekur undrun mína að aðrar stéttir, svo sem flugfreyjur, flugmenn og vöruflutningabílstjórar, þurfa að hlíta ströngum reglum um hvíld en fólk sem vinnur með líf annarra í höndunum virðist geta unnið lengur, meira og með fráviksheimild frá lágmarkshvíld. Rannsóknir hafa sýnt fram á það að með því að hafa vel mannað af hjúkrunarfræðingum aukast gæði þjónustu á sjúkrahúsum, dánartíðni minnkar, fylgikvillar meðferða verða sjaldséðari, legudögum fækkar og ánægja skjólstæðinga eykst til muna. Raunin er sú að víðsvegar í heilbrigðiskerfi nútímans hefur verið sparað mikið í hjúkrunarþjónustu sem hefur bein áhrif á öryggi þjónustunnar. Það að tryggja skjólstæðingum góða hjúkrun minnkar kostnað og eykur framlegð heilbrigðiskerfisins. Hjúkrunarfræðingarnir verða þó að vera upplagðir til að sinna hjúkrunarstarfinu. Fagfólk í heilbrigðiskerfinu hefur velferð skjólstæðinga sinna að leiðarljósi þegar það kemur fram og talar um hvað betur megi fara í heilbrigðiskerfinu. Það verður að taka mark á því þegar það gerir slíkt því hér er um öryggi okkar allra að ræða. Ég fagna því að ríkisstjórnin og Alþingi hafa tekið visst skref í endurreisn heilbrigðiskerfisins með nýju fjárlagafrumvarpi og vona ég að sú þróun sé komin til að vera. Við viljum öll eiga kost á öruggri heilbrigðisþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Síðustu daga höfum við verið rækilega minnt á þá miklu ábyrgð sem heilbrigðisstarfsmenn bera. Fjallað hefur verið um tíðni svokallaðra læknamistaka sem réttara væri að nefna mistök í heilbrigðisþjónustu þar sem læknar eru ekki þeir einu sem gera mistök, þau gerum við öll. Í umfjöllun síðustu daga hefur verið kastað fram að árlega látist hér á landi 170 sjúklingar vegna mistaka. Sú tala er yfirfærð frá erlendum rannsóknum og ber að taka henni með fyrirvara, einkum þar sem engin rannsókn hefur verið gerð á tíðni dauðsfalla vegna mistaka á Íslandi að mér vitandi. Vissulega eiga slík mistök sér stað og er ég ekki að reyna að draga úr þeim raunveruleika en ég leyfi mér að taka umræddri tölu með fyrirvara. Í fjölmiðlum hefur verið rekið mál hjúkrunarfræðings sem hefur réttarstöðu grunaðs manns vegna mistaka í starfi sem leiddu til andláts sjúklings. Þetta er hræðilegt atvik og hefur mikil áhrif á alla þá sem að málinu koma, aðstandendur sjúklingsins, hjúkrunarfræðinginn sjálfan og alla heilbrigðisstarfsmenn hér á landi. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur ítrekað bent á mikilvægi þess að öryggi sjúklinga sé haft að leiðarljósi í allri heilbrigðisþjónustu og beint athygli ráðamanna og þjóðarinnar á það ástand sem skapast hefur innan heilbrigðiskerfisins vegna niðurskurðar. Vitað er að með auknu álagi og þreytu starfsmanna eykst tíðni mistaka og afleiðingarnar geta orðið alvarlegar.Lágmarkshvíld skert Mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna stétt eins og hjúkrunarfræðingar sem koma beint að meðferð sjúklinga hafi í sínum kjarasamningum undanþágu frá lögbundinni hvíld. Þannig má skerða 11 klukkustunda lágmarkshvíld þeirra niður í átta klukkustundir einu sinni í viku. Slíkt eykur á þreytu þeirra og með því síaukna álagi sem skapast hefur í heilbrigðiskerfinu er komin hættuleg blanda af yfirkeyrðu og þreyttu starfsfólki. Það vekur undrun mína að aðrar stéttir, svo sem flugfreyjur, flugmenn og vöruflutningabílstjórar, þurfa að hlíta ströngum reglum um hvíld en fólk sem vinnur með líf annarra í höndunum virðist geta unnið lengur, meira og með fráviksheimild frá lágmarkshvíld. Rannsóknir hafa sýnt fram á það að með því að hafa vel mannað af hjúkrunarfræðingum aukast gæði þjónustu á sjúkrahúsum, dánartíðni minnkar, fylgikvillar meðferða verða sjaldséðari, legudögum fækkar og ánægja skjólstæðinga eykst til muna. Raunin er sú að víðsvegar í heilbrigðiskerfi nútímans hefur verið sparað mikið í hjúkrunarþjónustu sem hefur bein áhrif á öryggi þjónustunnar. Það að tryggja skjólstæðingum góða hjúkrun minnkar kostnað og eykur framlegð heilbrigðiskerfisins. Hjúkrunarfræðingarnir verða þó að vera upplagðir til að sinna hjúkrunarstarfinu. Fagfólk í heilbrigðiskerfinu hefur velferð skjólstæðinga sinna að leiðarljósi þegar það kemur fram og talar um hvað betur megi fara í heilbrigðiskerfinu. Það verður að taka mark á því þegar það gerir slíkt því hér er um öryggi okkar allra að ræða. Ég fagna því að ríkisstjórnin og Alþingi hafa tekið visst skref í endurreisn heilbrigðiskerfisins með nýju fjárlagafrumvarpi og vona ég að sú þróun sé komin til að vera. Við viljum öll eiga kost á öruggri heilbrigðisþjónustu.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar