Lífið

Fögnuðu opnun Lemon

Samloku- og djússtaðurinn Lemon var opnaður á Suðurlandsbraut 4 um helgina. Aðstandendur halda því fram að slegið hafi verið Íslandsmet í neyslu á Pink Lady-eplum því rúmlega hálft tonn af eplunum hvarf ofan í öfluga djúsvél staðarins. Til að fagna opnuninni slógu eigendur staðarins upp opnunargleði. Margt var um manninn og stemningin góð, eins og sést vel. Síðustu vikurnar fyrir opnun voru haldnar nokkrar kynningar á staðnum, meðal annars sú sem sjá má í myndbandinu hér fyrir ofan. Valgarður Gíslason ljósmyndari brá sér á opnunina og smellti myndum af gestum.
Eigandi Gunnar Dan, Hlynur Sigurðsson og Jón Gunnar Geirdal, einn eigenda Lemon.
.
Vinkonur Arna Þorsteinsdóttir, Kristín Eva Geirsdóttir og Benedikta Kristjánsdóttir.
.
Vel klædd Borgrún Alda Sigurðardóttir og Þorgrímur Smári Ólafsson.
.
Ungt og leikur sér Ásgeir Eðvarð Kristinsson, Gísli Sævar Guðmundsson og Bergþór Þorvaldsson.
.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.