Handknattleiksambandið verðlaunaði í dag þá leikmenn N1 deildar kvenna í handbolta sem sköruðu fram úr í fyrri hlutanum eða í umferðum eitt til ellefu.
Guðný Jenny Ásmundsdóttir, markvörður toppliðs Vals, var valin besti leikmaður fyrri hlutans en hún fór á kostum í marki liðsins í fyrstu ellefu umferðunum og hefur reyndar haldið uppteknum hætti á nýju ári.
Stefán Arnarson, þjálfari Vals, var valinn besti þjálfari fyrri hlutans en þrír leikmanna hans eru í úrvalsliðinu og fleiri gerðu tilkalla til sætis í liðinu. Fram á næstflesta leikmenn í liðinu eða tvo.
Úrvalslið fyrri hluta N1 deildar kvenna:
Markvörður
Guðný Jenný Ásmundsdóttir, Val
Vinstra horn
Dagný Skúladóttir, Val
Lína
Elísabet Gunnarsdóttir, Fram
Hægra horn
Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Stjörnunni
Vinstri skytta
Stella Sigurðardóttir, Fram
Leikstjórnandi
Simona Vintila, ÍBV
Hægri skytta
Þorgerður Anna Atladóttir, Val
Besti leikmaður
Guðný Jenný Ásmundsdóttir, Val
Besti þjálfari
Stefán Arnarson, Val
Jenný valin best í fyrri umferðinni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
