Góðar fréttir úr grunnskólunum Hafsteinn Karlsson skrifar 15. janúar 2013 06:00 Um langt árabil hafa verið gerðar rannsóknir ár hvert á högum og líðan unglinga á Íslandi. Ef niðurstöður síðustu tíu til tólf ára eru bornar saman er þróunin einstaklega jákvæð, sama hvert litið er. Til dæmis þekkist tóbaksnotkun og áfengisneysla varla lengur meðal grunnskólakrakka, samband þeirra við foreldra er betra en áður og ekki síst þá líður þeim betur á vinnustaðnum sínum, þ.e.a.s. í grunnskólanum. Þetta eru góðar fréttir og í raun stór tíðindi.Gott starf í skólunum Kíkjum betur á skólana. Samkvæmt mælingum síðustu tíu ára hefur þeim fækkað mikið sem eru haldnir námsleiða, krakkar koma betur undirbúnir í kennslustundir, fleiri telja sig leggja rækt við námið en áður, þeim semur betur við kennarana og hlutfall þeirra sem líður illa í skólanum hefur lækkað verulega. Sem sagt meiri áhugi á námi, meiri metnaður og betri líðan. Þetta á bæði við um stráka og stelpur og er afleiðing hins góða starfs sem fer fram í skólunum. Þrotlaus þróunarvinna kennara er að skila árangri sem og breytingar á lögum, reglum og þá hvað ekki síst kjarasamningum kennara. Frá því um síðustu aldamót hefur ýmsum góðum hugmyndum verið hrint í framkvæmd og þær hafa verið að festa sig í sessi.Einstaklingsmiðað nám Um síðustu aldamót var hafist handa við að breyta kennsluháttum í grunnskólum Reykjavíkur þannig að meira tillit væri tekið til ólíkra þarfa og áhuga nemenda. Margir fámennir skólar á landsbyggðinni höfðu unnið í þessum anda um árabil en í fjölmennari skólum í þéttbýlinu þótti það torveldara af ýmsum ástæðum. Undir forystu þáverandi fræðslustjóra í Reykjavík, Gerðar G. Óskarsdóttur, var unnið skipulega að innleiðingu hugmyndafræðinnar um einstaklingsmiðað nám og henni hrint í framkvæmd í grunnskólum borgarinnar. Á sama tíma fóru skólar í öðrum sveitarfélögum einnig að huga að breyttum starfsháttum í sama anda. Þótt ekki sé hægt að segja að skólar starfi fullkomlega í anda hugmyndafræðinnar, þá hafa kennsluhættir breyst til batnaðar og starf skólanna er orðið fjölbreyttara og sveigjanlegra en áður var.Aukin samvinna kennara Þegar sveitarfélögin tóku við rekstri grunnskólanna árið 1996 voru margir stærri skólar tvísettir, þ.e. vegna húsnæðisskorts gat aðeins hluti nemenda verið í skólanum fyrir hádegi en hinir mættu þá eftir hádegi. Sveitarfélögin réðust í miklar framkvæmdir og tókst að leysa þetta vandamál fyrir síðustu aldamót. Þetta varð til þess að kennarar fengu miklu betri vinnuaðstöðu í skólunum og gerðu þeir í kjölfarið kjarasamning þar sem verulegar breytingar urðu á vinnutíma þeirra. Áður þurftu margir þeirra að fara heim að lokinni kennslu og vinna undirbúningsvinnu sína þar, en nú geta þeir sinnt þessum störfum á vinnustaðnum. Í kjölfarið hefur samvinna kennara við undirbúning kennslunnar stóraukist í mörgum skólum. Þetta hefur eflt allt þróunar- og umbótastarf og aukið starfsgleði kennara.Unnið gegn einelti Olweusarverkefnið gegn einelti fór af stað um aldamótin og færði það skólunum frábær verkfæri til að taka á eineltismálum en ekki síður til fyrirbyggjandi starfs, mótunar forvarnarverkefna og skólabrags. Nú vinna flestir skólar skipulega gegn einelti með góðum árangri. Viðhorf nemenda, foreldra og starfsfólks skóla í þessum efnum hafa stórbreyst og í seinni tíð þegar eineltismál hafa komið upp eru allir tilbúnir að leggja sig alla fram svo hægt sé að leysa þau með hraði.Sérkennsla, greiningar og ráðgjöf Hugmyndafræði einstaklingsmiðaðs náms kallar á ný vinnubrögð í sérkennslu og önnur viðmið. Hlutverk sérkennara er ekki lengur að hjálpa nemendum „sem dragast aftur úr“ að „ná hinum“. Þeirra hlutverk er miklu fremur í samvinnu við bekkjarkennara að greina hvar styrkleikar nemenda liggja og hvernig má byggja upp námið hjá þeim. Heilmikil þróun í sérkennslu í grunnskólum hefur því orðið frá síðustu aldamótum og hafa áherslur sérkennslunnar á ýmsan hátt breyst. Þroskaþjálfar eru t.d. víða orðnir hluti af starfsliði skóla. Lesblinda, ofvirkni, athyglisbrestur og ýmiss konar einhverfa er greind fyrr og því hægt að grípa miklu fyrr inn í með viðeigandi aðgerðum. Þá er ráðgjöf við nemendur og foreldra orðin fastur þáttur í starfi skóla.Þurfum að gera enn betur Ýmislegt fleira má nefna sem ýtir undir betri líðan nemenda í grunnskólum. Mötuneyti eru t.d. komin í alla grunnskóla á síðustu tíu árum, skólastjórnendur hafa sótt sér framhaldsmenntun í skólastjórnun og margir kennarar hafa stundað framhaldsnám í kennslufræðum. Þá eru miklu færri grunnskólanemendur sem vinna með námi sínu nú en fyrir fimm árum. Allt þetta og margt fleira hefur gert grunnskólana að betri skólum. Þrátt fyrir framfarir eru þó enn of margir nemendur haldnir skólaleiða og vanlíðan í skóla. Við þurfum því að gera enn betur. Við verðum því að halda áfram á þeirri jákvæðu braut sem við höfum verið á undanfarinn áratug.Góð fjárfesting Grunnskólar hafa því miður mátt þola mikinn niðurskurð á síðustu árum. Bekkir hafa stækkað, þrengt hefur verið að sérkennslu, framlög til þróunarstarfs skert og starfsemi bókasafna takmörkuð svo eitthvað sé nefnt. Nú er mikilvægt að snúa við blaðinu, því ef þetta ástand verður viðvarandi mun margt af því góða sem áunnist hefur síðustu tíu til tólf ár ganga til baka. Þróunin undanfarinn áratug sýnir svo ekki verður um villst að fjármunir sem settir eru í grunnskólann skila góðri fjárfestingu nú og til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Um langt árabil hafa verið gerðar rannsóknir ár hvert á högum og líðan unglinga á Íslandi. Ef niðurstöður síðustu tíu til tólf ára eru bornar saman er þróunin einstaklega jákvæð, sama hvert litið er. Til dæmis þekkist tóbaksnotkun og áfengisneysla varla lengur meðal grunnskólakrakka, samband þeirra við foreldra er betra en áður og ekki síst þá líður þeim betur á vinnustaðnum sínum, þ.e.a.s. í grunnskólanum. Þetta eru góðar fréttir og í raun stór tíðindi.Gott starf í skólunum Kíkjum betur á skólana. Samkvæmt mælingum síðustu tíu ára hefur þeim fækkað mikið sem eru haldnir námsleiða, krakkar koma betur undirbúnir í kennslustundir, fleiri telja sig leggja rækt við námið en áður, þeim semur betur við kennarana og hlutfall þeirra sem líður illa í skólanum hefur lækkað verulega. Sem sagt meiri áhugi á námi, meiri metnaður og betri líðan. Þetta á bæði við um stráka og stelpur og er afleiðing hins góða starfs sem fer fram í skólunum. Þrotlaus þróunarvinna kennara er að skila árangri sem og breytingar á lögum, reglum og þá hvað ekki síst kjarasamningum kennara. Frá því um síðustu aldamót hefur ýmsum góðum hugmyndum verið hrint í framkvæmd og þær hafa verið að festa sig í sessi.Einstaklingsmiðað nám Um síðustu aldamót var hafist handa við að breyta kennsluháttum í grunnskólum Reykjavíkur þannig að meira tillit væri tekið til ólíkra þarfa og áhuga nemenda. Margir fámennir skólar á landsbyggðinni höfðu unnið í þessum anda um árabil en í fjölmennari skólum í þéttbýlinu þótti það torveldara af ýmsum ástæðum. Undir forystu þáverandi fræðslustjóra í Reykjavík, Gerðar G. Óskarsdóttur, var unnið skipulega að innleiðingu hugmyndafræðinnar um einstaklingsmiðað nám og henni hrint í framkvæmd í grunnskólum borgarinnar. Á sama tíma fóru skólar í öðrum sveitarfélögum einnig að huga að breyttum starfsháttum í sama anda. Þótt ekki sé hægt að segja að skólar starfi fullkomlega í anda hugmyndafræðinnar, þá hafa kennsluhættir breyst til batnaðar og starf skólanna er orðið fjölbreyttara og sveigjanlegra en áður var.Aukin samvinna kennara Þegar sveitarfélögin tóku við rekstri grunnskólanna árið 1996 voru margir stærri skólar tvísettir, þ.e. vegna húsnæðisskorts gat aðeins hluti nemenda verið í skólanum fyrir hádegi en hinir mættu þá eftir hádegi. Sveitarfélögin réðust í miklar framkvæmdir og tókst að leysa þetta vandamál fyrir síðustu aldamót. Þetta varð til þess að kennarar fengu miklu betri vinnuaðstöðu í skólunum og gerðu þeir í kjölfarið kjarasamning þar sem verulegar breytingar urðu á vinnutíma þeirra. Áður þurftu margir þeirra að fara heim að lokinni kennslu og vinna undirbúningsvinnu sína þar, en nú geta þeir sinnt þessum störfum á vinnustaðnum. Í kjölfarið hefur samvinna kennara við undirbúning kennslunnar stóraukist í mörgum skólum. Þetta hefur eflt allt þróunar- og umbótastarf og aukið starfsgleði kennara.Unnið gegn einelti Olweusarverkefnið gegn einelti fór af stað um aldamótin og færði það skólunum frábær verkfæri til að taka á eineltismálum en ekki síður til fyrirbyggjandi starfs, mótunar forvarnarverkefna og skólabrags. Nú vinna flestir skólar skipulega gegn einelti með góðum árangri. Viðhorf nemenda, foreldra og starfsfólks skóla í þessum efnum hafa stórbreyst og í seinni tíð þegar eineltismál hafa komið upp eru allir tilbúnir að leggja sig alla fram svo hægt sé að leysa þau með hraði.Sérkennsla, greiningar og ráðgjöf Hugmyndafræði einstaklingsmiðaðs náms kallar á ný vinnubrögð í sérkennslu og önnur viðmið. Hlutverk sérkennara er ekki lengur að hjálpa nemendum „sem dragast aftur úr“ að „ná hinum“. Þeirra hlutverk er miklu fremur í samvinnu við bekkjarkennara að greina hvar styrkleikar nemenda liggja og hvernig má byggja upp námið hjá þeim. Heilmikil þróun í sérkennslu í grunnskólum hefur því orðið frá síðustu aldamótum og hafa áherslur sérkennslunnar á ýmsan hátt breyst. Þroskaþjálfar eru t.d. víða orðnir hluti af starfsliði skóla. Lesblinda, ofvirkni, athyglisbrestur og ýmiss konar einhverfa er greind fyrr og því hægt að grípa miklu fyrr inn í með viðeigandi aðgerðum. Þá er ráðgjöf við nemendur og foreldra orðin fastur þáttur í starfi skóla.Þurfum að gera enn betur Ýmislegt fleira má nefna sem ýtir undir betri líðan nemenda í grunnskólum. Mötuneyti eru t.d. komin í alla grunnskóla á síðustu tíu árum, skólastjórnendur hafa sótt sér framhaldsmenntun í skólastjórnun og margir kennarar hafa stundað framhaldsnám í kennslufræðum. Þá eru miklu færri grunnskólanemendur sem vinna með námi sínu nú en fyrir fimm árum. Allt þetta og margt fleira hefur gert grunnskólana að betri skólum. Þrátt fyrir framfarir eru þó enn of margir nemendur haldnir skólaleiða og vanlíðan í skóla. Við þurfum því að gera enn betur. Við verðum því að halda áfram á þeirri jákvæðu braut sem við höfum verið á undanfarinn áratug.Góð fjárfesting Grunnskólar hafa því miður mátt þola mikinn niðurskurð á síðustu árum. Bekkir hafa stækkað, þrengt hefur verið að sérkennslu, framlög til þróunarstarfs skert og starfsemi bókasafna takmörkuð svo eitthvað sé nefnt. Nú er mikilvægt að snúa við blaðinu, því ef þetta ástand verður viðvarandi mun margt af því góða sem áunnist hefur síðustu tíu til tólf ár ganga til baka. Þróunin undanfarinn áratug sýnir svo ekki verður um villst að fjármunir sem settir eru í grunnskólann skila góðri fjárfestingu nú og til framtíðar.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun