Handbolti

Guðjón Valur: Þreyta engin afsökun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Valur fagnar í leiknum í dag.
Guðjón Valur fagnar í leiknum í dag. Mynd / Vilhelm Gunnarsson
Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði, segir að það sé gott að geta treyst á góða vörn í íslenska liðinu.

„Það var æðislegt að sjá strákana í þessum ham í dag," sagði Guðjón Valur um íslensku vörnina sem var í aðalhlutverki í fjögurra marka sigri á Makedóníu á HM í handbolta í dag.

„Það var vörnin sem bjó til þennan sigur í dag. Við neyddum þá í erfið skot og það var ekkert flæði í þeirra sóknarleik."

„Sóknarleikurinn okkar hefur aldrei verið höfuðverkur í gegnum árin en hann er ekki okkar sterka hlið núna. Þá er æðislegt að geta treyst á svona vörn eins og við fengum í dag. Því ekki verða andstæðingarnir auðveldari nú."

Ísland mætir Danmörku strax á morgun og strákarnir þurfa því að nýta tímann vel og hvílast.

„Þreyta er engin afsökun og hefur aldrei verið. Menn eiga að bíta á jaxlinn eða fara heim. Við sitjum allir við sama borð og ég kaupi aldrei þá afsökun að menn séu þreyttir."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×