Ónóg vitund um aðsteðjandi ógn Ólafur Þ. Stephensen skrifar 6. mars 2013 06:00 Hryðjuverk og hernaður á netinu eru nýjar ógnir sem öll ríki sem láta sér annt um öryggi sitt verða að vera meðvituð um. Í úttekt í síðasta helgarblaði Fréttablaðsins kom fram að ógnin sem stafar af tölvuárásum fer vaxandi. Hún er ekki bundin við félagsfælna nörda og hakkara sem vinna einir, ekki heldur við hryðjuverka- eða glæpasamtök, heldur eru margar og skýrar vísbendingar um að sum af öflugustu ríkjum heims þrói markvisst aðferðir til nethernaðar. Tölvuárásir geta valdið usla ekkert síður en árásir með hefðbundnum vopnum. Samgöngur, opinber stjórnsýsla, heilbrigðisþjónusta, fjármálastarfsemi, löggæzla, matvælaframleiðsla, orkuvinnsla og dreifing – nánast hver einasti samfélagskimi – virka ekki án tölvukerfa og greiðra netsamskipta. Með tölvuárásum er ekki einvörðungu hægt að valda gríðarlegum óþægindum og fjárhagstjóni; það er hægt að valda manntjóni og lama heil samfélög. Flest ríki hafa því markað sér stefnu og gripið til varúðarráðstafana til að geta varizt netárásum. Eins og kom fram í Fréttablaðinu hefur Atlantshafsbandalagið, NATO, markað stefnu um tölvuvarnir þar sem hvatt er til samræmdra varna aðildarríkjanna. Aðeins um helmingur aðildarríkjanna hefur hins vegar markað sér formlega netöryggisstefnu. Ísland er ekki í þeim hópi. Í október 2010 fjallaði Fréttablaðið ýtarlega um varnarleysi Íslands gagnvart tölvuárásum. Sú umfjöllun skilaði því meðal annars að stjórnvöld tóku sig saman í andlitinu og settu á fót öryggis- og viðbragðsteymi gegn netárásum, sem margoft hafði verið lagt til að yrði sett á laggirnar. Í blaðinu í dag kemur fram að nú, rúmum tveimur árum síðar, hefur teymið tekið til starfa en þó ekki formlega af því að reglurammann um starfsemi þess vantar enn. Heildstæða stefnu um netöryggi vantar líka, en vinnan á að „fara á fullt með vorinu". Í umfjöllun Fréttablaðsins í dag kemur fram það viðhorf leiðtoga þriggja manna netöryggissveitar stjórnvalda að Ísland sé ekki útsettara fyrir netárásum en önnur ríki og ennþá hafi ekki orðið vart við meiriháttar samhæfðar netárásir á íslenzk skotmörk. Lykilorðið hér er „ennþá". Enginn veit hvenær ógnin getur steðjað að. Lítil ríki hafa orðið fyrir hörðum netárásum; það gerðist til dæmis í Eistlandi af ekki stórvægilegra tilefni en deilna við rússnesk stjórnvöld um gamalt stríðsminnismerki. Eistar brugðust við með því að setja stóraukinn kraft í netvarnir. Þeir reka nú miðstöð NATO um varnir gegn netárásum. Tólf NATO-ríki eiga aðild að henni. Íslandi var sérstaklega boðið að vera með árið 2008 en það boð hefur aldrei verið þegið. Þessi hægagangur og andvaraleysi bendir til að stjórnvöld taki ekki nægilega alvarlega þennan þátt þess hlutverks síns að tryggja varnir og öryggi lands og þjóðar. Hver ætlar að axla ábyrgð ef tölvuárás veldur miklum usla í íslenzku samfélagi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Hryðjuverk og hernaður á netinu eru nýjar ógnir sem öll ríki sem láta sér annt um öryggi sitt verða að vera meðvituð um. Í úttekt í síðasta helgarblaði Fréttablaðsins kom fram að ógnin sem stafar af tölvuárásum fer vaxandi. Hún er ekki bundin við félagsfælna nörda og hakkara sem vinna einir, ekki heldur við hryðjuverka- eða glæpasamtök, heldur eru margar og skýrar vísbendingar um að sum af öflugustu ríkjum heims þrói markvisst aðferðir til nethernaðar. Tölvuárásir geta valdið usla ekkert síður en árásir með hefðbundnum vopnum. Samgöngur, opinber stjórnsýsla, heilbrigðisþjónusta, fjármálastarfsemi, löggæzla, matvælaframleiðsla, orkuvinnsla og dreifing – nánast hver einasti samfélagskimi – virka ekki án tölvukerfa og greiðra netsamskipta. Með tölvuárásum er ekki einvörðungu hægt að valda gríðarlegum óþægindum og fjárhagstjóni; það er hægt að valda manntjóni og lama heil samfélög. Flest ríki hafa því markað sér stefnu og gripið til varúðarráðstafana til að geta varizt netárásum. Eins og kom fram í Fréttablaðinu hefur Atlantshafsbandalagið, NATO, markað stefnu um tölvuvarnir þar sem hvatt er til samræmdra varna aðildarríkjanna. Aðeins um helmingur aðildarríkjanna hefur hins vegar markað sér formlega netöryggisstefnu. Ísland er ekki í þeim hópi. Í október 2010 fjallaði Fréttablaðið ýtarlega um varnarleysi Íslands gagnvart tölvuárásum. Sú umfjöllun skilaði því meðal annars að stjórnvöld tóku sig saman í andlitinu og settu á fót öryggis- og viðbragðsteymi gegn netárásum, sem margoft hafði verið lagt til að yrði sett á laggirnar. Í blaðinu í dag kemur fram að nú, rúmum tveimur árum síðar, hefur teymið tekið til starfa en þó ekki formlega af því að reglurammann um starfsemi þess vantar enn. Heildstæða stefnu um netöryggi vantar líka, en vinnan á að „fara á fullt með vorinu". Í umfjöllun Fréttablaðsins í dag kemur fram það viðhorf leiðtoga þriggja manna netöryggissveitar stjórnvalda að Ísland sé ekki útsettara fyrir netárásum en önnur ríki og ennþá hafi ekki orðið vart við meiriháttar samhæfðar netárásir á íslenzk skotmörk. Lykilorðið hér er „ennþá". Enginn veit hvenær ógnin getur steðjað að. Lítil ríki hafa orðið fyrir hörðum netárásum; það gerðist til dæmis í Eistlandi af ekki stórvægilegra tilefni en deilna við rússnesk stjórnvöld um gamalt stríðsminnismerki. Eistar brugðust við með því að setja stóraukinn kraft í netvarnir. Þeir reka nú miðstöð NATO um varnir gegn netárásum. Tólf NATO-ríki eiga aðild að henni. Íslandi var sérstaklega boðið að vera með árið 2008 en það boð hefur aldrei verið þegið. Þessi hægagangur og andvaraleysi bendir til að stjórnvöld taki ekki nægilega alvarlega þennan þátt þess hlutverks síns að tryggja varnir og öryggi lands og þjóðar. Hver ætlar að axla ábyrgð ef tölvuárás veldur miklum usla í íslenzku samfélagi?
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun