Tvíburabræðurnir Markieff og Marcus Morris eru að standa sig vel í NBA-deildinni í körfubolta en þeir spila nú báðir með Phoenix Suns. Morris-bræðurnir áttu mikinn þátt í sigri á Denver Nuggets í fyrrinótt.
Markieff Morris skoraði 14 af 28 stigum sínum í fjórða leikhlutanum en hann hitti úr 10 af 13 skotum sínum og var einnig með 10 fráköst.
Marcus Morris var síðan með 11 stig, 8 fráköst, 3 stoðsendingar og 2 stolna bolta á þeim tæpu 26 mínútum sem hann spilaði í leiknum.
Þetta var annar leikurinn í röð sem Markieff Morris skorar 23 stig eða meira og státar af tvennu en Marcus Morris var ennfremur að brjóta tíu stiga múrinn í þriðja leiknum í röð.
Markieff Morris hefur spilað allan NBA-ferilinn með Phoenix-liðinu en Suns valdi hann þrettánda í nýliðavalinu 2011. Houston Rockets valdi Marcus Morris strax á eftir en skipti honum síðan til Phoenix á miðju síðasta tímabili.
Markieff Morris er bæði aðeins stærri og þyngri en hann hefur sett persónulegt met í stigum í síðustu tveimur leikjum sínum. Báðir eiga það síðan sameiginlegt að vera miklir orkuboltar sem eru á eftir öllum boltum.
Morris-tvíburarnir blómstra í Phoenix
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Sveindísi var enginn greiði gerður
Fótbolti



Landsliðskonurnar neita að æfa
Fótbolti



Aron ráðinn til FH
Handbolti

