Sjálfstæðismenn ósáttir við leiðtogakjör Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 17. september 2013 07:00 Áslaug Friðriksdóttir segir mikla óánægju vera meðal Sjálfstæðismanna sem hún hefur rætt við vegna hugsanlegs leiðtogakjörs. mynd/365 Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík hefur boðað til félagsfundar á fimmtudaginn næstkomandi. Á fundinum á að leggja fram tillögu stjórnar Varðar um fyrirkomulag vegna vals fyrir sveitarstjórnarkosningar 2014. Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að allt bendi til þess að á fundinum verði borin upp sú tillaga að fyrir næstu borgarstjórnarkosningar fari fram leiðtogaprófkjör. Hún segir að það hafi jafnframt heyrst að tillagan verði sú að það eigi að leyfa mjög litlum hluta sjálfstæðismanna að taka þátt í kjörinu. Aðeins þeim sem eru í fulltrúaráðinu muni gefast þess kostur, í ráðinu séu eitthvað um þúsund manns. Það séu mikið færri en hingað til hafi tekið þátt i prófkjöri flokksins. „Þúsundir manna eru á kjörskrá í Reykjavík og allt upp í tíu þúsund manns hafa verið að taka þátt í prófakjöri undanfarin ár. Það er skrítið ef tillagan verður sú að það eigi aðeins að leyfa mjög litlum hluta að kjósa,“ segir Áslaug.Undarlega að málum staðið Áslaug segir mjög undarlega að málum staðið. Það hafi alls ekki verið skýrt hvernig eigi að standa að þessu máli og það hafi ekkert komið fram um það hvernig ætti að kjósa í önnur sæti en leiðtogasætið. En það mun vera ljóst að fullt af fólki mun bjóða sig fram í leiðtogasætið en líka í önnur sæti. Mjög sé óljóst hvernig eigi að raða í sætin. „Þetta er ekki að fara fram fyrir opnum tjöldum hvernig á að standa að þessu máli og ég sé ekki tilganginn í því að leggja þetta fram á fundi, áður en fólk fær nokkurt ráð til þess að kynna sér málið,“ segir Áslaug. „Það er mjög óvenjulegt að svona stór flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn er, ætli að fara að gera æfingar með þessum hætti og gefa mönnum ekki meiri tíma til þess að ræða aðferðirnar,“ segir hún. Áslaug segir mjög mikla óánægju vera meðal sjálfstæðismanna sem hún hefur rætt við. Ekki bara í borginni heldur almennt meðal flokksmanna. Hún bendir á að Vörður hafi gert könnun meðal sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir um tveimur árum síðan. Þar hafi komið skýrt fram að flokksmenn teldu prófkjör vera bestu leiðina. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík hefur boðað til félagsfundar á fimmtudaginn næstkomandi. Á fundinum á að leggja fram tillögu stjórnar Varðar um fyrirkomulag vegna vals fyrir sveitarstjórnarkosningar 2014. Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að allt bendi til þess að á fundinum verði borin upp sú tillaga að fyrir næstu borgarstjórnarkosningar fari fram leiðtogaprófkjör. Hún segir að það hafi jafnframt heyrst að tillagan verði sú að það eigi að leyfa mjög litlum hluta sjálfstæðismanna að taka þátt í kjörinu. Aðeins þeim sem eru í fulltrúaráðinu muni gefast þess kostur, í ráðinu séu eitthvað um þúsund manns. Það séu mikið færri en hingað til hafi tekið þátt i prófkjöri flokksins. „Þúsundir manna eru á kjörskrá í Reykjavík og allt upp í tíu þúsund manns hafa verið að taka þátt í prófakjöri undanfarin ár. Það er skrítið ef tillagan verður sú að það eigi aðeins að leyfa mjög litlum hluta að kjósa,“ segir Áslaug.Undarlega að málum staðið Áslaug segir mjög undarlega að málum staðið. Það hafi alls ekki verið skýrt hvernig eigi að standa að þessu máli og það hafi ekkert komið fram um það hvernig ætti að kjósa í önnur sæti en leiðtogasætið. En það mun vera ljóst að fullt af fólki mun bjóða sig fram í leiðtogasætið en líka í önnur sæti. Mjög sé óljóst hvernig eigi að raða í sætin. „Þetta er ekki að fara fram fyrir opnum tjöldum hvernig á að standa að þessu máli og ég sé ekki tilganginn í því að leggja þetta fram á fundi, áður en fólk fær nokkurt ráð til þess að kynna sér málið,“ segir Áslaug. „Það er mjög óvenjulegt að svona stór flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn er, ætli að fara að gera æfingar með þessum hætti og gefa mönnum ekki meiri tíma til þess að ræða aðferðirnar,“ segir hún. Áslaug segir mjög mikla óánægju vera meðal sjálfstæðismanna sem hún hefur rætt við. Ekki bara í borginni heldur almennt meðal flokksmanna. Hún bendir á að Vörður hafi gert könnun meðal sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir um tveimur árum síðan. Þar hafi komið skýrt fram að flokksmenn teldu prófkjör vera bestu leiðina.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira