Innlent

Innbrotum fækkað um 40% á Suðurnesjum

Kristján Hjálmarsson skrifar
Lögreglan á Suðurnesjum hélt úti sérstöku eftirliti á síðasta ári, til að sporna gegn innbrotum og nágrannavarsla var tekin upp víða í götum og hverfum.
Lögreglan á Suðurnesjum hélt úti sérstöku eftirliti á síðasta ári, til að sporna gegn innbrotum og nágrannavarsla var tekin upp víða í götum og hverfum.
Það sem af er ári hafa 42 innbrot verið skráð í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum, samkvæmt bráðabirgðatölum embættisins. Á sama tímabili á síðasta ári höfðu 71 innbrot verið skráð. Þetta er um 40 prósenta fækkun á milli árshluta. Í fyrra voru 98 innbrot skráð, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjunum.

Þess má geta að lögreglan á Suðurnesjum hélt úti sérstöku eftirliti á síðasta ári, til að sporna gegn innbrotum og nágrannavarsla var tekin upp víða í götum og hverfum.

Síðast en ekki síst tókst að hafa hendur í hári brotamanna sem hafa farið í afplánun dóma eða flust brott úr umdæminu í kjölfarið. Allt á þetta væntanlega sinn þátt í þeirri jákvæðu þróun sem orðið hefur í þessum málaflokki á Suðurnesjum, segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×