15% af brennisteinsvetni Hellisheiðarvirkjunar verði fargað með nýrri aðferð Svavar Hávarðsson skrifar 7. september 2013 07:00 Förgun skiljustöðvar samsvarar magni brennisteinsvetnis frá einni aflvél. Fréttablaðið/Vilhelm Fyrirætlanir Orkuveitu Reykjavíkur um að reisa skiljustöð við Hellisheiðarvirkjun mæta engri andstöðu hjá sveitarfélaginu Ölfusi. Skipulagsstofnun fór fram á umsögn sveitarfélagsins í kjölfar umsóknar OR um byggingarleyfi. Bæjarstjórn sveitarfélagsins er þvert á móti vongóð um að verkefnið, Sulfix II, verði til þess að OR nái að uppfylla skilyrði um loftgæði á virkjunarsvæðinu, eins og segir í umsögn. Bygging gasskiljustöðvar við Hellisheiðarvirkjun hefur það að markmiði að hreinsa brennisteinsvetni úr útblæstri virkjunarinnar. Smíðinni á að ljúka í mars 2014. Verkið kostar rúmar 290 milljónir króna. Smíðin er þáttur í SulFix-verkefni Orkuveitunnar og hinna orkufyrirtækjanna á Íslandi sem vinna raforku úr jarðhita; Landsvirkjunar og HS Orku. Markmið þess er að þróa og byggja hagkvæmar lausnir svo starfsemi jarðgufuvirkjana fyrirtækjanna uppfylli ákvæði reglugerðar um brennisteinsvetni í andrúmslofti, sem sett var árið 2010. Niðurstöður tilraunaverkefnis SulFix I, sem er nýlokið, þar sem fargað var um 2% af brennisteinsvetnisgasi frá Hellisheiðarvirkjun, benda til þess að á tilteknu dýpi bindist það við steindir í berginu og falli út sem súlfíðsteindir. Fyrirhuguð áform SulFix II gera ráð fyrir að fargað verði um 15% af brennisteinsvetnisgasi frá Hellisheiðarvirkjun á þennan hátt. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Fyrirætlanir Orkuveitu Reykjavíkur um að reisa skiljustöð við Hellisheiðarvirkjun mæta engri andstöðu hjá sveitarfélaginu Ölfusi. Skipulagsstofnun fór fram á umsögn sveitarfélagsins í kjölfar umsóknar OR um byggingarleyfi. Bæjarstjórn sveitarfélagsins er þvert á móti vongóð um að verkefnið, Sulfix II, verði til þess að OR nái að uppfylla skilyrði um loftgæði á virkjunarsvæðinu, eins og segir í umsögn. Bygging gasskiljustöðvar við Hellisheiðarvirkjun hefur það að markmiði að hreinsa brennisteinsvetni úr útblæstri virkjunarinnar. Smíðinni á að ljúka í mars 2014. Verkið kostar rúmar 290 milljónir króna. Smíðin er þáttur í SulFix-verkefni Orkuveitunnar og hinna orkufyrirtækjanna á Íslandi sem vinna raforku úr jarðhita; Landsvirkjunar og HS Orku. Markmið þess er að þróa og byggja hagkvæmar lausnir svo starfsemi jarðgufuvirkjana fyrirtækjanna uppfylli ákvæði reglugerðar um brennisteinsvetni í andrúmslofti, sem sett var árið 2010. Niðurstöður tilraunaverkefnis SulFix I, sem er nýlokið, þar sem fargað var um 2% af brennisteinsvetnisgasi frá Hellisheiðarvirkjun, benda til þess að á tilteknu dýpi bindist það við steindir í berginu og falli út sem súlfíðsteindir. Fyrirhuguð áform SulFix II gera ráð fyrir að fargað verði um 15% af brennisteinsvetnisgasi frá Hellisheiðarvirkjun á þennan hátt.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira