Hamilton ætlaði frekar að hætta Birgir Þór Harðarson skrifar 20. mars 2013 18:15 Lewis Hamilton vildi frekar hætta en að halda áfram að aka fyrir McLaren. Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, hefur sagt við breska götublaðið The Sun að Lewis Hamilton hafi frekar viljað hætta í Formúlu 1 en að aka eitt ár í viðbót fyrir McLaren. Hann hafi verið orðinn svo þreyttur á liðinu. Hamilton skrifaði undir samning hjá Mercedes síðasta haust og yfirgaf um leið McLaren-liðið sem hann hafði ekið fyrir í 13 ár, þar af síðustu sex ár í Formúlu 1. Hamilton var tíður gestur í húsakynnum Ecclestone síðasta sumar en alráðurinn segir hann hafa treyst sér fyrir áhyggjum sínum af framtíðinni. „Lewis sagði mér að hann hefði frekar viljað taka sér eitt ár í frí heldur en að aka fyrir McLaren. Ég veit ekki af hverju það fór svoleiðis," segir Ecclestone. „Hamilton fór ekki fyrir peningana. Ég veit svosem ekkert hvers vegna hann fór en það var ekki út af peningum." „Hann vildi bara breytinguna held ég. Kannski fannst honum hann hafa verið nógu lengi hjá McLaren og vildi halda sína leið." Formúla Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, hefur sagt við breska götublaðið The Sun að Lewis Hamilton hafi frekar viljað hætta í Formúlu 1 en að aka eitt ár í viðbót fyrir McLaren. Hann hafi verið orðinn svo þreyttur á liðinu. Hamilton skrifaði undir samning hjá Mercedes síðasta haust og yfirgaf um leið McLaren-liðið sem hann hafði ekið fyrir í 13 ár, þar af síðustu sex ár í Formúlu 1. Hamilton var tíður gestur í húsakynnum Ecclestone síðasta sumar en alráðurinn segir hann hafa treyst sér fyrir áhyggjum sínum af framtíðinni. „Lewis sagði mér að hann hefði frekar viljað taka sér eitt ár í frí heldur en að aka fyrir McLaren. Ég veit ekki af hverju það fór svoleiðis," segir Ecclestone. „Hamilton fór ekki fyrir peningana. Ég veit svosem ekkert hvers vegna hann fór en það var ekki út af peningum." „Hann vildi bara breytinguna held ég. Kannski fannst honum hann hafa verið nógu lengi hjá McLaren og vildi halda sína leið."
Formúla Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira