Misnotkun SORPU og nýja árið Ólafur Karl Eyjólfsson skrifar 18. janúar 2013 06:00 Sorpa byggðarsamlag, fékk snemmbúna jólagjöf þann 21. des. sl. þegar Samkeppniseftirlitið ákvarðaði fyrirtækinu 45 milljón króna sekt fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína. Misnotkun Sorpu bs. fólst í notkun á ólögmætu afsláttarfyrirkomulagi sem veitti eigendum Sorpu bs., sem eru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu auk Sorpstöð Suðurlands bs., óeðlilega háa afslætti. Var það mat Samkeppniseftirlitsins að afsláttarfyrirkomulagið hefði skaðleg áhrif á samkeppni á sorphirðumarkaði. Afleiðingar afsláttarfyrirkomulagsins voru þó ekki einungis skaðlegar fyrir samkeppni því þær höfðu einnig þær afleiðingar í för með sér að öðrum viðskiptavinum var gert að greiða hærri urðunargjöld en nam þeim kostnaði sem til féll við meðhöndlunina á úrganginum, en samkvæmt lögum er óheimilt að innheimta hærra gjald en nemur kostnaði við meðhöndlun á úrgangi. Var þannig hinum almenna viðskiptavin Sorpu bs. gert að greiða fyrir þann afslátt sem rann til eigenda og sérkjaravina Sorpu bs.Hlunnfarnir Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að stærstu viðskiptavinir Sorpu bs. voru í raun hlunnfarnir þar sem þeir nutu ekki réttmætra kjara á grundvelli umfangs viðskipta sinna og var gert að greiða hærra gjald en rétt og heimilt var. Athyglisvert er að sjá í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, að fram kemur að Sorpu bs. var kynnt frumniðurstaða í rannsókninni í apríl 2011, þar sem sagði að Sorpa bs. væri að öllum líkindum að brjóta samkeppnisreglur með afsláttarfyrirkomulagi sínu. Þrátt fyrir þessa aðvörun hélt Sorpa bs. áfram að veita hina ólögmætu afslætti allt fram á úrskurðardag. Eftir á að hyggja er ljóst að þeim er stýra Sorpu bs. hefði verið nær að taka mark á aðvörun Samkeppniseftirlitsins enda hefði sektin eflaust verið lægri. Þá verður að segja að það er alltaf dapurlegt að sjá þegar fyrirtæki virða að vettugi frumniðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og verður að teljast þeim sem stýra Sorpu bs. og bera ábyrgð á rekstri hennar til vansa. Ekki er gott að átta sig á því hvað fólst í forhertri afstöðu Sorpu bs. og hvers vegna ekki var tekið mark á áliti Samkeppniseftirlitsins. Mögulega hefur sú staðreynd spilað inn í að þeir sem græddu mest á hinu ólögmæta afsláttarfyrirkomulagi eru með fulltrúa sína í stjórn Sorpu bs., en hver veit?Skaðabótaskylda Sorpa bs. er byggðarsamlag sem hefur það lögbundna hlutverk að meðhöndla úrgang og má við þá meðhöndlun einungis taka það gjald fyrir sem samsvarar kostnaðinum við meðhöndlunina. Á þeim grundvelli á gjaldtaka félagsins að duga fyrir þeim kostnaði sem fellur til við rekstur félagsins. Verður því að ætla að nú þegar Sorpu bs. er gert að greiða 45 milljón króna sekt, verður að hækka gjaldskrána sem nemur þeim kostnaði og innheimta af viðskiptavinum Sorpu bs. Má þannig gera ráð fyrir að viðskiptavinum Sorpu bs. sem var áður gert með ólögmætum hætti að greiða of há urðunargjöld, verður nú áfram gert að greiða of há urðunargjöld vegna sektarinnar. Á sama hátt virðist sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Sorpstöð Suðurlands bs. sem nutu afrakstursins af hinu ólögmæta afsláttarkerfi þurfa ekki að greiða til baka illa fengið fé sem af hlaust og virðist því sem refsingin nái ekki tilgangi sínum. Í ljósi niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins má leiða líkur að því að hið ólögmæta afsláttarfyrirkomulag Sorpu bs. kunni að leiða til skaðabótaskyldu og ekki ólíklegt að stærri viðskiptavinir félagsins kunni nú að hugsa sér til hreyfings og leiti réttar síns fyrir að hafa verið gert með ólögmætum hætti að ofgreiða urðunargjöld. Í ljósi þess að hið ólögmæta afsláttarfyrirkomulag Sorpu bs. viðgekkst á fimm ára tímabili, má gera ráð fyrir að þær upphæðir sem hér um ræðir kunni að nema tugum eða jafnvel hundruðum milljóna og skyldi engan undra ef endurgreiðslukröfum og skaðabótamálum kynni að rigna yfir Sorpu bs. á nýju ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sorpa byggðarsamlag, fékk snemmbúna jólagjöf þann 21. des. sl. þegar Samkeppniseftirlitið ákvarðaði fyrirtækinu 45 milljón króna sekt fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína. Misnotkun Sorpu bs. fólst í notkun á ólögmætu afsláttarfyrirkomulagi sem veitti eigendum Sorpu bs., sem eru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu auk Sorpstöð Suðurlands bs., óeðlilega háa afslætti. Var það mat Samkeppniseftirlitsins að afsláttarfyrirkomulagið hefði skaðleg áhrif á samkeppni á sorphirðumarkaði. Afleiðingar afsláttarfyrirkomulagsins voru þó ekki einungis skaðlegar fyrir samkeppni því þær höfðu einnig þær afleiðingar í för með sér að öðrum viðskiptavinum var gert að greiða hærri urðunargjöld en nam þeim kostnaði sem til féll við meðhöndlunina á úrganginum, en samkvæmt lögum er óheimilt að innheimta hærra gjald en nemur kostnaði við meðhöndlun á úrgangi. Var þannig hinum almenna viðskiptavin Sorpu bs. gert að greiða fyrir þann afslátt sem rann til eigenda og sérkjaravina Sorpu bs.Hlunnfarnir Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að stærstu viðskiptavinir Sorpu bs. voru í raun hlunnfarnir þar sem þeir nutu ekki réttmætra kjara á grundvelli umfangs viðskipta sinna og var gert að greiða hærra gjald en rétt og heimilt var. Athyglisvert er að sjá í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, að fram kemur að Sorpu bs. var kynnt frumniðurstaða í rannsókninni í apríl 2011, þar sem sagði að Sorpa bs. væri að öllum líkindum að brjóta samkeppnisreglur með afsláttarfyrirkomulagi sínu. Þrátt fyrir þessa aðvörun hélt Sorpa bs. áfram að veita hina ólögmætu afslætti allt fram á úrskurðardag. Eftir á að hyggja er ljóst að þeim er stýra Sorpu bs. hefði verið nær að taka mark á aðvörun Samkeppniseftirlitsins enda hefði sektin eflaust verið lægri. Þá verður að segja að það er alltaf dapurlegt að sjá þegar fyrirtæki virða að vettugi frumniðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og verður að teljast þeim sem stýra Sorpu bs. og bera ábyrgð á rekstri hennar til vansa. Ekki er gott að átta sig á því hvað fólst í forhertri afstöðu Sorpu bs. og hvers vegna ekki var tekið mark á áliti Samkeppniseftirlitsins. Mögulega hefur sú staðreynd spilað inn í að þeir sem græddu mest á hinu ólögmæta afsláttarfyrirkomulagi eru með fulltrúa sína í stjórn Sorpu bs., en hver veit?Skaðabótaskylda Sorpa bs. er byggðarsamlag sem hefur það lögbundna hlutverk að meðhöndla úrgang og má við þá meðhöndlun einungis taka það gjald fyrir sem samsvarar kostnaðinum við meðhöndlunina. Á þeim grundvelli á gjaldtaka félagsins að duga fyrir þeim kostnaði sem fellur til við rekstur félagsins. Verður því að ætla að nú þegar Sorpu bs. er gert að greiða 45 milljón króna sekt, verður að hækka gjaldskrána sem nemur þeim kostnaði og innheimta af viðskiptavinum Sorpu bs. Má þannig gera ráð fyrir að viðskiptavinum Sorpu bs. sem var áður gert með ólögmætum hætti að greiða of há urðunargjöld, verður nú áfram gert að greiða of há urðunargjöld vegna sektarinnar. Á sama hátt virðist sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Sorpstöð Suðurlands bs. sem nutu afrakstursins af hinu ólögmæta afsláttarkerfi þurfa ekki að greiða til baka illa fengið fé sem af hlaust og virðist því sem refsingin nái ekki tilgangi sínum. Í ljósi niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins má leiða líkur að því að hið ólögmæta afsláttarfyrirkomulag Sorpu bs. kunni að leiða til skaðabótaskyldu og ekki ólíklegt að stærri viðskiptavinir félagsins kunni nú að hugsa sér til hreyfings og leiti réttar síns fyrir að hafa verið gert með ólögmætum hætti að ofgreiða urðunargjöld. Í ljósi þess að hið ólögmæta afsláttarfyrirkomulag Sorpu bs. viðgekkst á fimm ára tímabili, má gera ráð fyrir að þær upphæðir sem hér um ræðir kunni að nema tugum eða jafnvel hundruðum milljóna og skyldi engan undra ef endurgreiðslukröfum og skaðabótamálum kynni að rigna yfir Sorpu bs. á nýju ári.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun