Rufu kvótaþakið án aflakaupa í mörg ár Svavar Hávarðsson skrifar 18. janúar 2013 06:00 Grandatogarar HB Grandi er kvótahæsta útgerð landsins en aflahlutdeild fyrirtækisins í einstökum tegundum er vel undir hámarki um aflahlutdeild. fréttablaðið/valli HB Grandi er kominn yfir 12% lögbundna hámarks aflahlutdeild eins fyrirtækis án þess að hafa keypt kvóta árum saman. Forstjóri setur spurningarmerki við að karfi sé verðmætari en þorskur í þorskígildum sem eru ástæða hækkunarinnar. Útreikningar Fiskistofu sýna að HB Grandi er yfir því hámarki sem kveður á um í lögum um heildarverðmæti aflahlutdeildar eins fyrirtækis. HB Grandi hefur hvorki keypt eða selt aflaheimildir í sex ár, en er gert að selja umframheimildirnar. Forstjóri fyrirtækisins bendir á að þrátt fyrir að HB Grandi fái mun hærra verð fyrir hvert kíló af þorski þá sé djúpkarfi og úthafskarfi metinn verðmætari en þorskur í þorskígildum. Heildarverðmæti aflahlutdeilda HB Granda er nú 12,14% samkvæmt samantekt Fiskistofu en samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða má heildaraflahlutdeild eins aðila, eða tengdra aðila, ekki fara yfir tólf prósent. Fiskistofa hefur brugðist við þessu í samræmi við þau lög og reglur sem um þetta gilda, en samkvæmt upplýsingum Fiskistofu hefur þetta aldrei gerst áður hjá stóru útgerðarfyrirtækjunum. Eyþór Björnsson fiskistofustjóri segir að HB Granda sé í sjálfsvald sett í hvaða tegund þeir selja frá sér aflahlutdeild, en samkvæmt lögum þurfi að bregðast við á næstu sex mánuðum. En er eðlilegt að geta selt aflahlutdeild sem er yfir löglegum mörkum, og er fengin með þessum hætti, og hafa af því tekjur? Eyþór útskýrir að nokkrar ástæður geti skýrt af hverju menn rjúfa kvótaþakið. Í þessu tilfelli er það kvótaaukning í tegundum sem ekki eru mældar innan fiskveiðiársins, heldur almanaksársins. Því hafi staða fyrirtækisins verið undir mörkum 1. september en farið yfir mörkin við útreikninga í byrjun ársins. Eyþór vill ekki dæma um það hvort í því felist eitthvað óeðlilegt að fyrirtækið hafi af því tekjur að reiknast yfir mörkin, en bendir á að fyrirtækið beri höggið þegar heimildir eru lækkaðar. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir að fyrirtækið hafi hvorki keypt né selt aflaheimildir í sex ár. Samantekt Fiskistofu sýni samt að hlutdeildin núna sé 12,14% en var til að mynda 10,6% fiskveiðiárið 2008/2009. Hann útskýrir að hins vegar sé helsta ástæða þessarar hækkunar að verðmæti aflahlutdeilda tekur breytingum eftir þorskígildisstuðlum sem hafa breyst verulega, og ekki síst hækkað í tegundum sem fyrirtækið hefur tiltölulega háa hlutdeild í, eins og karfa. „Samkvæmt þorskígildisstuðlum er meira verðmæti í djúpkarfa og úthafskarfa en þorski,“ segir Vilhjálmur. „Við veltum því fyrir okkur hvort þetta hafi verið fyrirséður vilji löggjafans að menn mættu ekki fara yfir tíu prósent til að fara örugglega ekki yfir þessi tólf prósent.“ Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
HB Grandi er kominn yfir 12% lögbundna hámarks aflahlutdeild eins fyrirtækis án þess að hafa keypt kvóta árum saman. Forstjóri setur spurningarmerki við að karfi sé verðmætari en þorskur í þorskígildum sem eru ástæða hækkunarinnar. Útreikningar Fiskistofu sýna að HB Grandi er yfir því hámarki sem kveður á um í lögum um heildarverðmæti aflahlutdeildar eins fyrirtækis. HB Grandi hefur hvorki keypt eða selt aflaheimildir í sex ár, en er gert að selja umframheimildirnar. Forstjóri fyrirtækisins bendir á að þrátt fyrir að HB Grandi fái mun hærra verð fyrir hvert kíló af þorski þá sé djúpkarfi og úthafskarfi metinn verðmætari en þorskur í þorskígildum. Heildarverðmæti aflahlutdeilda HB Granda er nú 12,14% samkvæmt samantekt Fiskistofu en samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða má heildaraflahlutdeild eins aðila, eða tengdra aðila, ekki fara yfir tólf prósent. Fiskistofa hefur brugðist við þessu í samræmi við þau lög og reglur sem um þetta gilda, en samkvæmt upplýsingum Fiskistofu hefur þetta aldrei gerst áður hjá stóru útgerðarfyrirtækjunum. Eyþór Björnsson fiskistofustjóri segir að HB Granda sé í sjálfsvald sett í hvaða tegund þeir selja frá sér aflahlutdeild, en samkvæmt lögum þurfi að bregðast við á næstu sex mánuðum. En er eðlilegt að geta selt aflahlutdeild sem er yfir löglegum mörkum, og er fengin með þessum hætti, og hafa af því tekjur? Eyþór útskýrir að nokkrar ástæður geti skýrt af hverju menn rjúfa kvótaþakið. Í þessu tilfelli er það kvótaaukning í tegundum sem ekki eru mældar innan fiskveiðiársins, heldur almanaksársins. Því hafi staða fyrirtækisins verið undir mörkum 1. september en farið yfir mörkin við útreikninga í byrjun ársins. Eyþór vill ekki dæma um það hvort í því felist eitthvað óeðlilegt að fyrirtækið hafi af því tekjur að reiknast yfir mörkin, en bendir á að fyrirtækið beri höggið þegar heimildir eru lækkaðar. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir að fyrirtækið hafi hvorki keypt né selt aflaheimildir í sex ár. Samantekt Fiskistofu sýni samt að hlutdeildin núna sé 12,14% en var til að mynda 10,6% fiskveiðiárið 2008/2009. Hann útskýrir að hins vegar sé helsta ástæða þessarar hækkunar að verðmæti aflahlutdeilda tekur breytingum eftir þorskígildisstuðlum sem hafa breyst verulega, og ekki síst hækkað í tegundum sem fyrirtækið hefur tiltölulega háa hlutdeild í, eins og karfa. „Samkvæmt þorskígildisstuðlum er meira verðmæti í djúpkarfa og úthafskarfa en þorski,“ segir Vilhjálmur. „Við veltum því fyrir okkur hvort þetta hafi verið fyrirséður vilji löggjafans að menn mættu ekki fara yfir tíu prósent til að fara örugglega ekki yfir þessi tólf prósent.“
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira