Innlent

Endurvekja andrúmsloft Búsáhaldarbyltingarinnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigtryggur Ari Jóhannsson og Heiða Helgudóttir ljósmyndarar voru á Austurvelli í morgun.
Sigtryggur Ari Jóhannsson og Heiða Helgudóttir ljósmyndarar voru á Austurvelli í morgun. Mynd/ Sigurjón Ólason
Verið er að endurvekja andrúmsloftið sem skapaðist í Búsáhaldarbyltingunni á Austurvelli í dag. Þar fara þó ekki fram raunveruleg mótmæli heldur eru upptökur á myndinni um WikiLeaks þar í gangi. Þar eru nú fjöldi fólks, meðal annars íslenskir ljósmyndarar sem leika sjálfa sig. Eins og fram hefur komið er það íslenski kvikmyndaframleiðandinn Truenorth sem aðstoðar við tökurnar. Á meðal þeirra persóna sem bregður fyrir í myndinni er Birgitta Jónsdóttir þingmaður Hreyfingarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×