Enn frekari misskilningur Gylfi Magnússon skrifar 21. febrúar 2013 06:00 Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir birti enn eina greinina um sama efnið, meintan misskilning minn á ýmsum málum, í Fréttablaðinu 19. febrúar. Helsta nýmælið er að hann kemst nú að þeirri niðurstöðu að ég skilji ekki grunnatriði fjármála. Þar er ég raunar sammála honum. Þ.e. ég viðurkenni fúslega að ég skil ekki það sem Heiðar Már telur grunnatriði fjármála. Greinin byggir nefnilega fyrst og fremst á þeirri nýstárlegu kenningu Heiðars Más að fyrirtæki sem eru með tekjur í einni mynt og útgjöld í annarri hljóti að vera gjaldþrota. Það fæ ég ekki skilið og hef aldrei séð þessa kenningu áður, nema auðvitað í greinum þessa pennavinar míns. Þetta telur hann réttlæta að kalla til landsins hjörð erlendra bankamanna og lögfræðinga til að laga stöðuna. Það tel ég óþarfa en fagna því þó að fram kom hjá Heiðari Má að þeir myndu gera þetta án allrar vonar um hagnað eða þóknun fyrir sjálfan sig. Manni hlýnar um hjartaræturnar við að frétta af slíku fólki.Staðan einföld Staða Orkuveitunnar, sem málið snýst um, er einföld. Hún hefur talsverðar tekjur í erlendri mynt, sem duga fyrir vöxtum og hluta afborgana af erlendum lánum. Jafnframt hefur hún talsverðar tekjur í krónum. Vegna þess þarf fyrirtækið að nota hluta af tekjum í krónum til að kaupa erlenda mynt. Nánar tiltekið þarf OR að kaupa jafnvirði um 8 til 9 milljarða króna af gjaldeyri á ári næstu fimm ár miðað við núverandi horfur. Það er vel innan við 1% af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins og skiptir ekki sköpum fyrir gengi krónunnar. Eftir fimm ár lækkar þörfin til muna og á endanum verður OR seljandi en ekki kaupandi á gjaldeyri. Ef lán sem koma á gjalddaga næstu fimm ár verða endurfjármögnuð að einhverju marki verða kaupin sem því nemur minni þann tíma. Þessi gjaldeyriskaup eru ekki óvænt. Það var beinlínis að þeim stefnt þegar teknar voru ákvarðanir um fjármögnun fyrirtækisins á árum áður. Sem dæmi má nefna að miklar framkvæmdir í skólpmálum á höfuðborgarsvæðinu voru fjármagnaðar með erlendum lánum sem Reykjavíkurborg tók en hvíla nú á OR. Þá lá fyrir að skólpdælurnar myndu ekki spýta út úr sér evrum eða jenum. Þess í stað yrði að greiða lánin niður með tekjum í krónum. Það er líka staðan nú. Flóknara er þetta ekki. Meira þarf ekki að segja um meinta þörf OR fyrir fjárhagslega endurskipulagningu eða önnur mál sem Heiðar Már hefur bryddað upp á og talið mig misskilja.Stórtæk peningafölsun Ég ætla mér hins vegar að viðurkenna að ég skil ekki eitt af grunnatriðum hagfræðinnar til viðbótar, eða a.m.k. ekki eins og Heiðar Már sér þau grunnatriði. Þar er ég að vísa til snilldarhugmyndar hans um að leysa vanda krónunnar með stórtækri peningafölsun, öðru nafni einhliða upptöku á erlendri mynt. Þá falsa menn að vísu ekki seðla og mynt – skárra væri það nú! – en falsa þess í stað það sem skiptir miklu meira máli og er mun stærri hluti peningamagns í nútímahagkerfi, þ.e. rafeyrinn, innstæður landsmanna og aðrar peningalegar eignir. Þessi hugmynd hefur einungis einn galla. Hún virkar ekki. Enginn heilvita maður utan Íslands myndi samþykkja að fá greitt með millifærslu í t.d. íslenskum evrum eða Kanadadollurum. Þeir vildu það ekkert frekar en seðla sem prentaðir eru úti í bílskúr. Þessi mynt væri búin til á Íslandi og yrði aldrei gjaldgeng utanlands. Eina vonin til þess að þetta gangi upp er að hafa hér gjaldeyrishöft að eilífu. Þá getum við kallað innlendu myntina hvað sem er, dollara, evru eða pund. Gull þess vegna. Við getum bara ekki gert ráð fyrir að aðrir trúi því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir birti enn eina greinina um sama efnið, meintan misskilning minn á ýmsum málum, í Fréttablaðinu 19. febrúar. Helsta nýmælið er að hann kemst nú að þeirri niðurstöðu að ég skilji ekki grunnatriði fjármála. Þar er ég raunar sammála honum. Þ.e. ég viðurkenni fúslega að ég skil ekki það sem Heiðar Már telur grunnatriði fjármála. Greinin byggir nefnilega fyrst og fremst á þeirri nýstárlegu kenningu Heiðars Más að fyrirtæki sem eru með tekjur í einni mynt og útgjöld í annarri hljóti að vera gjaldþrota. Það fæ ég ekki skilið og hef aldrei séð þessa kenningu áður, nema auðvitað í greinum þessa pennavinar míns. Þetta telur hann réttlæta að kalla til landsins hjörð erlendra bankamanna og lögfræðinga til að laga stöðuna. Það tel ég óþarfa en fagna því þó að fram kom hjá Heiðari Má að þeir myndu gera þetta án allrar vonar um hagnað eða þóknun fyrir sjálfan sig. Manni hlýnar um hjartaræturnar við að frétta af slíku fólki.Staðan einföld Staða Orkuveitunnar, sem málið snýst um, er einföld. Hún hefur talsverðar tekjur í erlendri mynt, sem duga fyrir vöxtum og hluta afborgana af erlendum lánum. Jafnframt hefur hún talsverðar tekjur í krónum. Vegna þess þarf fyrirtækið að nota hluta af tekjum í krónum til að kaupa erlenda mynt. Nánar tiltekið þarf OR að kaupa jafnvirði um 8 til 9 milljarða króna af gjaldeyri á ári næstu fimm ár miðað við núverandi horfur. Það er vel innan við 1% af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins og skiptir ekki sköpum fyrir gengi krónunnar. Eftir fimm ár lækkar þörfin til muna og á endanum verður OR seljandi en ekki kaupandi á gjaldeyri. Ef lán sem koma á gjalddaga næstu fimm ár verða endurfjármögnuð að einhverju marki verða kaupin sem því nemur minni þann tíma. Þessi gjaldeyriskaup eru ekki óvænt. Það var beinlínis að þeim stefnt þegar teknar voru ákvarðanir um fjármögnun fyrirtækisins á árum áður. Sem dæmi má nefna að miklar framkvæmdir í skólpmálum á höfuðborgarsvæðinu voru fjármagnaðar með erlendum lánum sem Reykjavíkurborg tók en hvíla nú á OR. Þá lá fyrir að skólpdælurnar myndu ekki spýta út úr sér evrum eða jenum. Þess í stað yrði að greiða lánin niður með tekjum í krónum. Það er líka staðan nú. Flóknara er þetta ekki. Meira þarf ekki að segja um meinta þörf OR fyrir fjárhagslega endurskipulagningu eða önnur mál sem Heiðar Már hefur bryddað upp á og talið mig misskilja.Stórtæk peningafölsun Ég ætla mér hins vegar að viðurkenna að ég skil ekki eitt af grunnatriðum hagfræðinnar til viðbótar, eða a.m.k. ekki eins og Heiðar Már sér þau grunnatriði. Þar er ég að vísa til snilldarhugmyndar hans um að leysa vanda krónunnar með stórtækri peningafölsun, öðru nafni einhliða upptöku á erlendri mynt. Þá falsa menn að vísu ekki seðla og mynt – skárra væri það nú! – en falsa þess í stað það sem skiptir miklu meira máli og er mun stærri hluti peningamagns í nútímahagkerfi, þ.e. rafeyrinn, innstæður landsmanna og aðrar peningalegar eignir. Þessi hugmynd hefur einungis einn galla. Hún virkar ekki. Enginn heilvita maður utan Íslands myndi samþykkja að fá greitt með millifærslu í t.d. íslenskum evrum eða Kanadadollurum. Þeir vildu það ekkert frekar en seðla sem prentaðir eru úti í bílskúr. Þessi mynt væri búin til á Íslandi og yrði aldrei gjaldgeng utanlands. Eina vonin til þess að þetta gangi upp er að hafa hér gjaldeyrishöft að eilífu. Þá getum við kallað innlendu myntina hvað sem er, dollara, evru eða pund. Gull þess vegna. Við getum bara ekki gert ráð fyrir að aðrir trúi því.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun