Umfjöllun og viðtöl: Valur - HK 26-26 Sigmar Sigfússon skrifar 21. febrúar 2013 14:27 Mynd/Valli Botnlið Vals í N1-deild karla nældi í mikilvægt stig er liðið spilaði við Íslandsmeistara HK. Fyrri hálfleikur var ágætis skemmtun. Valsmenn voru grimmari á upphafs mínútunum og spiluðu þéttann varnarleik sem HK átti fá svör við. Valsmenn komust í 4 – 1 eftir 10 mínútur en þá var eins og HK-menn hrukku í gang. Björn Ingi Friðþjófsson, markmaður HK, átti virkilega góðan leik og lokaði rammanum á tímabili. Tandri Már Konráðsson var einnig öflugur fyrir HK á þessum tímapunkti í leiknum og skoraði nokkur góð mörk. Fyrri hálfleik lauk með jafntefli 11-11. Seinni hálfleikur var jafn og spennandi allan tímann. Liðin skiptust á að skora og komast yfir. Valsmenn virtist vera taka fram úr þeim eftir tíu mínútur af hálfleiknum. HK-menn Neituðu að gefast svo auðveldlega upp og spiluðu grimma vörn sem skilaði sér í mörgum glæsilegum vörðum boltum hjá Birni í marki HK. Björn hélt uppteknum hætti og varði afar vel í leiknum, alls með 18 varða bolta. Staðan var 20 – 21 fyrir HK í góðar fimm mínútur en þá skoraði Valdimar Fannar gott jöfnunarmark fyrir Valsmenn. Eftir þetta varð leikurinn hrikalega spennandi og liðin skiptust á að jafna leikinn þar til á lokamínútunum, þá kemst HK einu marki yfir. Valsmenn voru brjálaðir eftir markið, þar sem augljóst var að Ólafur víðir, leikmaður HK, gerði tvígrip áður en hann sendi boltann. Valsmenn fá eina loka sókn til þess að jafna, Finnur ingi Stefánsson stígur þá upp og skorar laglegt mark á lokasekúndu leiksins, lokastaða 26 -26. Orri Freyr: Dómaraskandall hérna í lokin „Ég er sáttur með stigið úr því sem komið var en við áttum klárlega að eiga síðustu sóknina í stöðunni 25 – 25. Það sáu allir í húsinu að þetta var tvígrip og okkar bolti en svona er þetta, dómaraskandall,“ sagði Orri freyr eftir leikinn. „Fyrsta markmið okkar er að komast upp úr botnsætinu og það næsta að komast í 6. Sæti og vera öruggur úr umspilinu. Svo bara koll af kolli, það þýðir ekkert að vera að væla yfir því að vera í neðsta sæti“. „Þorbjörn er að koma með ákveðna ró í þetta hjá okkur, hann er skynsamur þjálfari og Heimir reyndar líka, þeir eru góðir saman. Við eigum klárlega að vinna ÍR núna á mánudaginn í næsta leik eftir grísinn þeirra í síðasta leik. Sturla Ásgeirsson, vinur minn og ÍR-ingur kíkti á mig um daginn og sagði að við hefðum klárlega átt að vinna þann leik“. Sagði Orri glettinn í lokin. Tandri: Ekki sáttur við eitt stig „Ekki sáttur við stigið, eiginlega bara hundsvekktur en þetta getur verið dýrmætt upp á framhaldið að fá stig hérna í kvöld“. „Ég var frá í einhverja níu mánuði og er smátt og smátt að finna mitt fyrra form sem er bara jákvætt“. „Við munum reyna að vinna þá leiki sem eftir eru, þá er allt hægt. Við eigum helling inni, misstum marga í meiðsli og erum svona að skríða saman aftur. Það þýðir samt ekkert að væla yfir því, það er bara að koma sterkur inn og skila sínu fyrir klúbbinn,“ sagði Tandri Már eftir leikinn. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Botnlið Vals í N1-deild karla nældi í mikilvægt stig er liðið spilaði við Íslandsmeistara HK. Fyrri hálfleikur var ágætis skemmtun. Valsmenn voru grimmari á upphafs mínútunum og spiluðu þéttann varnarleik sem HK átti fá svör við. Valsmenn komust í 4 – 1 eftir 10 mínútur en þá var eins og HK-menn hrukku í gang. Björn Ingi Friðþjófsson, markmaður HK, átti virkilega góðan leik og lokaði rammanum á tímabili. Tandri Már Konráðsson var einnig öflugur fyrir HK á þessum tímapunkti í leiknum og skoraði nokkur góð mörk. Fyrri hálfleik lauk með jafntefli 11-11. Seinni hálfleikur var jafn og spennandi allan tímann. Liðin skiptust á að skora og komast yfir. Valsmenn virtist vera taka fram úr þeim eftir tíu mínútur af hálfleiknum. HK-menn Neituðu að gefast svo auðveldlega upp og spiluðu grimma vörn sem skilaði sér í mörgum glæsilegum vörðum boltum hjá Birni í marki HK. Björn hélt uppteknum hætti og varði afar vel í leiknum, alls með 18 varða bolta. Staðan var 20 – 21 fyrir HK í góðar fimm mínútur en þá skoraði Valdimar Fannar gott jöfnunarmark fyrir Valsmenn. Eftir þetta varð leikurinn hrikalega spennandi og liðin skiptust á að jafna leikinn þar til á lokamínútunum, þá kemst HK einu marki yfir. Valsmenn voru brjálaðir eftir markið, þar sem augljóst var að Ólafur víðir, leikmaður HK, gerði tvígrip áður en hann sendi boltann. Valsmenn fá eina loka sókn til þess að jafna, Finnur ingi Stefánsson stígur þá upp og skorar laglegt mark á lokasekúndu leiksins, lokastaða 26 -26. Orri Freyr: Dómaraskandall hérna í lokin „Ég er sáttur með stigið úr því sem komið var en við áttum klárlega að eiga síðustu sóknina í stöðunni 25 – 25. Það sáu allir í húsinu að þetta var tvígrip og okkar bolti en svona er þetta, dómaraskandall,“ sagði Orri freyr eftir leikinn. „Fyrsta markmið okkar er að komast upp úr botnsætinu og það næsta að komast í 6. Sæti og vera öruggur úr umspilinu. Svo bara koll af kolli, það þýðir ekkert að vera að væla yfir því að vera í neðsta sæti“. „Þorbjörn er að koma með ákveðna ró í þetta hjá okkur, hann er skynsamur þjálfari og Heimir reyndar líka, þeir eru góðir saman. Við eigum klárlega að vinna ÍR núna á mánudaginn í næsta leik eftir grísinn þeirra í síðasta leik. Sturla Ásgeirsson, vinur minn og ÍR-ingur kíkti á mig um daginn og sagði að við hefðum klárlega átt að vinna þann leik“. Sagði Orri glettinn í lokin. Tandri: Ekki sáttur við eitt stig „Ekki sáttur við stigið, eiginlega bara hundsvekktur en þetta getur verið dýrmætt upp á framhaldið að fá stig hérna í kvöld“. „Ég var frá í einhverja níu mánuði og er smátt og smátt að finna mitt fyrra form sem er bara jákvætt“. „Við munum reyna að vinna þá leiki sem eftir eru, þá er allt hægt. Við eigum helling inni, misstum marga í meiðsli og erum svona að skríða saman aftur. Það þýðir samt ekkert að væla yfir því, það er bara að koma sterkur inn og skila sínu fyrir klúbbinn,“ sagði Tandri Már eftir leikinn.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita