Galinn skemmtiþáttur með stórum vinningum 25. febrúar 2013 06:00 Hilmar Björnsson hjá Skjá Einum og Sigmar Vilhjálmsson hjá Stórveldinu ráðast í gerð nýs skemmtiþáttar fyrir alla fjölskylduna sem nefnist Megalotterí og hefur göngu sína á Skjá einum í lok mars. Fréttablaðið/Anton „Þetta verður algjörlega galinn skemmtiþáttur, blanda af leikjum og sjónvarpslotteríi í beinni útsendingu," segir Hilmar Björnsson, dagskrárstjóri Skjás Eins um nýjan þátt sem er í burðarliðnum og nefnist Megalotterí. Þættirnir eru að einhverju leyti að erlendri fyrirmynd og verða fjölskylduþættir. Það er framleiðslufyrirtækið Stórveldið sem sér um að framleiða þættina fyrir Skjá Einn og stefnt er á að fyrsti þátturinn fari í loftið 27.mars. Hilmar segist vongóður um vinsældir þáttanna. „Þættirnir verða í beinni útsendingu í opinni dagskrá snemma kvölds svo öll fjölskyldan getur fylgst með. Allir geta svo tekið beinan þátt í sjónvarpslotteríinu gegnum smáskilaboð," segir Hilmar og bætir við að vinningarnir verði ekki af verri endanum. „Vinningarnir eru rosalegir. Ég leyfi mér að fullyrða að vinningar af þessari stærðargráðu hafa ekki áður verið gefnir í beinni útsendingu í íslensku sjónvarpi. Allt frá stórum ferðavinningum til bíla og svo verða líka aðeins undarlegri vinningar eins og ársbirgðir af kattamat." Ekki er komið í ljós hver mun stjórna Megalotteríi en verið er að prufa nokkra þessa dagana og ætti það að komast í ljós á næstu dögum. Sigmar Vilhjálmsson hjá Stórveldinu er spenntur að ráðast í verkefnið. „Það er spennandi að halda úti vikulegum skemmtiþætti í beinni útsendingu, því í slíkum þáttum getur allt gerst. Sambærilegir þættir hafa gengið áratugum saman um allan heim og nú er komið að Íslandi." Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
„Þetta verður algjörlega galinn skemmtiþáttur, blanda af leikjum og sjónvarpslotteríi í beinni útsendingu," segir Hilmar Björnsson, dagskrárstjóri Skjás Eins um nýjan þátt sem er í burðarliðnum og nefnist Megalotterí. Þættirnir eru að einhverju leyti að erlendri fyrirmynd og verða fjölskylduþættir. Það er framleiðslufyrirtækið Stórveldið sem sér um að framleiða þættina fyrir Skjá Einn og stefnt er á að fyrsti þátturinn fari í loftið 27.mars. Hilmar segist vongóður um vinsældir þáttanna. „Þættirnir verða í beinni útsendingu í opinni dagskrá snemma kvölds svo öll fjölskyldan getur fylgst með. Allir geta svo tekið beinan þátt í sjónvarpslotteríinu gegnum smáskilaboð," segir Hilmar og bætir við að vinningarnir verði ekki af verri endanum. „Vinningarnir eru rosalegir. Ég leyfi mér að fullyrða að vinningar af þessari stærðargráðu hafa ekki áður verið gefnir í beinni útsendingu í íslensku sjónvarpi. Allt frá stórum ferðavinningum til bíla og svo verða líka aðeins undarlegri vinningar eins og ársbirgðir af kattamat." Ekki er komið í ljós hver mun stjórna Megalotteríi en verið er að prufa nokkra þessa dagana og ætti það að komast í ljós á næstu dögum. Sigmar Vilhjálmsson hjá Stórveldinu er spenntur að ráðast í verkefnið. „Það er spennandi að halda úti vikulegum skemmtiþætti í beinni útsendingu, því í slíkum þáttum getur allt gerst. Sambærilegir þættir hafa gengið áratugum saman um allan heim og nú er komið að Íslandi."
Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira