Tesla skilar hagnaði í fyrsta sinn Finnur Thorlacius skrifar 9. maí 2013 14:30 Rafmagnsbílaframleiðendur hafa hingað til ekki rakað inn seðlum og skemmst er að minnast stórvaxins gjaldþrots Fisker fyrir skömmu. Það á þó ekki við í tilfelli Tesla, þó höfuðstöðvar beggja séu í Kaliforníu. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var Tesla fyrirtækið rekið með hagnaði. Er þetta í fyrsta skipti sem Tesla er rekið með hagnaði á tíu ára rekstrarafmæli þess. Hagnaður skapaðist þrátt fyrir að fjárfestingar Tesla hafi verið mikla á fjórðungnum. Þær fjárfestingar voru helst í söluútibúum og hleðslustöðvum og munu slíkar fjárfestingar ekki vega eins mikið í rekstri tesla í framtíðinni. Tesla naut góðs af 68 milljón dollara greiðslum frá ríkinu fyrir framleiðslu mengunarfrírra bíla (Zero emission vehicle credits, ZEV), en aðrir bílaframleiðendur eru sektaðir fyrir skort á mengunarlitlum eða mengunarfríum bílum. Búist er við að Tesla fái 250 milljón dollara í þessháttar tekjur á árinu. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent
Rafmagnsbílaframleiðendur hafa hingað til ekki rakað inn seðlum og skemmst er að minnast stórvaxins gjaldþrots Fisker fyrir skömmu. Það á þó ekki við í tilfelli Tesla, þó höfuðstöðvar beggja séu í Kaliforníu. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var Tesla fyrirtækið rekið með hagnaði. Er þetta í fyrsta skipti sem Tesla er rekið með hagnaði á tíu ára rekstrarafmæli þess. Hagnaður skapaðist þrátt fyrir að fjárfestingar Tesla hafi verið mikla á fjórðungnum. Þær fjárfestingar voru helst í söluútibúum og hleðslustöðvum og munu slíkar fjárfestingar ekki vega eins mikið í rekstri tesla í framtíðinni. Tesla naut góðs af 68 milljón dollara greiðslum frá ríkinu fyrir framleiðslu mengunarfrírra bíla (Zero emission vehicle credits, ZEV), en aðrir bílaframleiðendur eru sektaðir fyrir skort á mengunarlitlum eða mengunarfríum bílum. Búist er við að Tesla fái 250 milljón dollara í þessháttar tekjur á árinu.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent