Skilaboðin úr Trékyllisvík Árni Páll Árnason skrifar 22. október 2013 09:14 Um þarsíðustu helgi var haldið Fjórðungsþing Vestfirðinga í Trékyllisvík á Ströndum. Þar var samþykkt ályktun um að harma þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að slá aðildarviðræðum við Evrópusambandið á frest. Þingið skoraði á ríkisstjórnina að klára viðræðurnar og bera samning undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Gríðarleg vinna hafi verið lögð í undirbúning verkefna sem miða að því að bæta samkeppnishæfni svæða, en eru nú í uppnámi vegna óvissu um áframhald IPA-verkefna. „Byggðastefna ESB miðar að því að aðstoða hvert svæði við að nýta getu sína til fullnustu með því að bæta samkeppnishæfni og efla atvinnulíf,“ segir í ályktuninni. „Það er gert með verulegu fjármagni og aðferðafræði sem gæti nýst okkur Íslendingum afar vel.“ Á Vestfjörðum hefur undanfarin ár verið lögð mikil vinna í að skilgreina leiðir til að byggja upp atvinnulíf og treysta byggð. Grunnurinn sem heimamenn vilja byggja á er hreinleiki svæðisins, ósnortin náttúra og vitund um mikilvægi umhverfisverndar. Í slíku felast sóknarfæri í ferðaþjónustu, landbúnaði og sjávarútvegi. En veruleikinn er erfiður. Of háir vextir og lélegur aðgangur að fé til uppbyggingar. Aðild að ESB myndi leysa þann vanda fyrir Vestfirðinga, eins og aðra í hinum dreifðu byggðum. Og án aðgangs að erlendum mörkuðum mun störfum tæpast fjölga í landbúnaði. Landbúnaðurinn hefur gríðarlega vaxtarmöguleika, en þarf að losna úr álögum einangrunar og fákeppni í afurðaþróun. Aðild að ESB myndi skapa okkur ný tækifæri til að fjölga störfum í landbúnaði. Skilaboðin úr Trékyllisvík eru skýr: Hagsmunir landsbyggðanna felast í því að lokið verði við samninga um aðild að ESB. Spurningin er hvort ríkisstjórnin hlusti. Hún hefur nú þegar orðið sér til minnkunar með því að telja sig vita betur hverjir eru hagsmunir verkalýðshreyfingar og atvinnulífs en Alþýðusambandið, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð. Ætlar hún núna að segja okkur að hún þekki betur hagsmuni landsbyggðanna en fundur Vestfirðinga í Trékyllisvík? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Um þarsíðustu helgi var haldið Fjórðungsþing Vestfirðinga í Trékyllisvík á Ströndum. Þar var samþykkt ályktun um að harma þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að slá aðildarviðræðum við Evrópusambandið á frest. Þingið skoraði á ríkisstjórnina að klára viðræðurnar og bera samning undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Gríðarleg vinna hafi verið lögð í undirbúning verkefna sem miða að því að bæta samkeppnishæfni svæða, en eru nú í uppnámi vegna óvissu um áframhald IPA-verkefna. „Byggðastefna ESB miðar að því að aðstoða hvert svæði við að nýta getu sína til fullnustu með því að bæta samkeppnishæfni og efla atvinnulíf,“ segir í ályktuninni. „Það er gert með verulegu fjármagni og aðferðafræði sem gæti nýst okkur Íslendingum afar vel.“ Á Vestfjörðum hefur undanfarin ár verið lögð mikil vinna í að skilgreina leiðir til að byggja upp atvinnulíf og treysta byggð. Grunnurinn sem heimamenn vilja byggja á er hreinleiki svæðisins, ósnortin náttúra og vitund um mikilvægi umhverfisverndar. Í slíku felast sóknarfæri í ferðaþjónustu, landbúnaði og sjávarútvegi. En veruleikinn er erfiður. Of háir vextir og lélegur aðgangur að fé til uppbyggingar. Aðild að ESB myndi leysa þann vanda fyrir Vestfirðinga, eins og aðra í hinum dreifðu byggðum. Og án aðgangs að erlendum mörkuðum mun störfum tæpast fjölga í landbúnaði. Landbúnaðurinn hefur gríðarlega vaxtarmöguleika, en þarf að losna úr álögum einangrunar og fákeppni í afurðaþróun. Aðild að ESB myndi skapa okkur ný tækifæri til að fjölga störfum í landbúnaði. Skilaboðin úr Trékyllisvík eru skýr: Hagsmunir landsbyggðanna felast í því að lokið verði við samninga um aðild að ESB. Spurningin er hvort ríkisstjórnin hlusti. Hún hefur nú þegar orðið sér til minnkunar með því að telja sig vita betur hverjir eru hagsmunir verkalýðshreyfingar og atvinnulífs en Alþýðusambandið, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð. Ætlar hún núna að segja okkur að hún þekki betur hagsmuni landsbyggðanna en fundur Vestfirðinga í Trékyllisvík?
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun