Kórdrengir réttvísinnar Hjörleifur Sveinbjörnsson skrifar 4. apríl 2013 07:00 Börkur Birgisson og Annþór Karlsson afplána dóma á Litla-Hrauni. Það er að verða ár síðan þriðji fanginn, Sigurður Hólm, dó á Hrauninu. Allar götur síðan hafa Börkur og Annþór verið vistaðir á einangrunargangi og liggja þeir undir grun um að hafa orðið Sigurði heitnum að bana. Nú þegar verið er að vinda ofan af Guðmundar- og Geirfinnsmálum, þökk sé Ögmundi Jónassyni dómsmálaráðherra, er vert að halda því til haga að maður sem er grunaður um glæp telst saklaus nema hann verði sannur að sök. Réttarkerfi þess tíma missti sjónar á þessum sannindum með þeim afleiðingum að málin hafa legið eins og mara á þjóðinni í fjóra áratugi. Og ekki bara réttarkerfið: Stórir hópar í samfélaginu heimtuðu sökudólga og fólk úr heimi stjórnmála og fjölmiðla kynti undir svo úr varð eitruð blanda. Sökudólgarnir fundust m.a. vegna þess að það var argað að þeir yrðu að finnast. Til að réttarríkið standi undir nafni verður að tryggja sakborningum réttláta málsmeðferð. Alveg sama hvað þeir kunna að vera illa kynntir og bjóði ekki af sér góðan þokka. Sævar og félagar voru ekki neinir kórdrengir sem sóttir voru inn í fermingarveislu, eins og réttvísin orðaði það svo háðslega á sínum tíma. Börkur og Annþór eru ekki neinir kórdrengir heldur og framkoma Barkar í garð dómsvaldsins hefur síst orðið honum til framdráttar, en réttarríkið á að hafa sinn gang fyrir því. Ófreskjuna Breivik er varla hægt að nefna í sömu andrá og annað fólk, ekki heldur miður vel lukkaða kórdrengi, en það er norsku samfélagi og réttarkerfi til ævarandi hróss að jafnvel hann fékk réttláta málsmeðferð. Fyrirfram dómar Ég hef engar forsendur til að leggja mat á sekt eða sakleysi Barkar og Annþórs gagnvart ákæru um að vera valdir að dauða samfanga þeirra en ég hef áhyggjur af því að almannarómur telji þá seka fyrir fram. Ég óttast líka að réttvísin sé sama sinnis. Úr þeirri átt heyrðist að það hefði bara verið tímaspursmál hvenær eitthvað þessu líkt gerðist. Sú hugsun kallast því miður á við ýmsa fyrirframdómana í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, s.s. þau orð þáverandi dómsmálaráðherra að þungu fargi væri létt af þjóðinni, þegar lögreglan lýsti því yfir hverjir hinir seku væru. Hátt í ársvist á einangrunargangi, með mjög takmörkuðum möguleikum á að hreyfa sig, getur varla verið mannbætandi. Er fangelsið svona vanbúið? Er verið að tryggja öryggi einhverra? Og það sem mestu skiptir: Fer ekki að bóla á krufningarskýrslu eftir allan þennan tíma svo botn fáist í þetta mál og hinni löngu einangrun megi ljúka? Ég held að það sé til bóta að fá svör við þessum spurningum. Mér dettur ekki í hug að mæla ofbeldisverkum bót. Fyrir mér mega og eiga ofbeldismenn að fá makleg málagjöld en enn og aftur: Þeir verða þá að vera sannir að sök, að undangenginni réttlátri málsmeðferð. Besti punkturinn aftan við Guðmundar- og Geirfinnsmál er að þau endurtaki sig ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörleifur Sveinbjörnsson Mál Annþórs og Barkar Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Börkur Birgisson og Annþór Karlsson afplána dóma á Litla-Hrauni. Það er að verða ár síðan þriðji fanginn, Sigurður Hólm, dó á Hrauninu. Allar götur síðan hafa Börkur og Annþór verið vistaðir á einangrunargangi og liggja þeir undir grun um að hafa orðið Sigurði heitnum að bana. Nú þegar verið er að vinda ofan af Guðmundar- og Geirfinnsmálum, þökk sé Ögmundi Jónassyni dómsmálaráðherra, er vert að halda því til haga að maður sem er grunaður um glæp telst saklaus nema hann verði sannur að sök. Réttarkerfi þess tíma missti sjónar á þessum sannindum með þeim afleiðingum að málin hafa legið eins og mara á þjóðinni í fjóra áratugi. Og ekki bara réttarkerfið: Stórir hópar í samfélaginu heimtuðu sökudólga og fólk úr heimi stjórnmála og fjölmiðla kynti undir svo úr varð eitruð blanda. Sökudólgarnir fundust m.a. vegna þess að það var argað að þeir yrðu að finnast. Til að réttarríkið standi undir nafni verður að tryggja sakborningum réttláta málsmeðferð. Alveg sama hvað þeir kunna að vera illa kynntir og bjóði ekki af sér góðan þokka. Sævar og félagar voru ekki neinir kórdrengir sem sóttir voru inn í fermingarveislu, eins og réttvísin orðaði það svo háðslega á sínum tíma. Börkur og Annþór eru ekki neinir kórdrengir heldur og framkoma Barkar í garð dómsvaldsins hefur síst orðið honum til framdráttar, en réttarríkið á að hafa sinn gang fyrir því. Ófreskjuna Breivik er varla hægt að nefna í sömu andrá og annað fólk, ekki heldur miður vel lukkaða kórdrengi, en það er norsku samfélagi og réttarkerfi til ævarandi hróss að jafnvel hann fékk réttláta málsmeðferð. Fyrirfram dómar Ég hef engar forsendur til að leggja mat á sekt eða sakleysi Barkar og Annþórs gagnvart ákæru um að vera valdir að dauða samfanga þeirra en ég hef áhyggjur af því að almannarómur telji þá seka fyrir fram. Ég óttast líka að réttvísin sé sama sinnis. Úr þeirri átt heyrðist að það hefði bara verið tímaspursmál hvenær eitthvað þessu líkt gerðist. Sú hugsun kallast því miður á við ýmsa fyrirframdómana í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, s.s. þau orð þáverandi dómsmálaráðherra að þungu fargi væri létt af þjóðinni, þegar lögreglan lýsti því yfir hverjir hinir seku væru. Hátt í ársvist á einangrunargangi, með mjög takmörkuðum möguleikum á að hreyfa sig, getur varla verið mannbætandi. Er fangelsið svona vanbúið? Er verið að tryggja öryggi einhverra? Og það sem mestu skiptir: Fer ekki að bóla á krufningarskýrslu eftir allan þennan tíma svo botn fáist í þetta mál og hinni löngu einangrun megi ljúka? Ég held að það sé til bóta að fá svör við þessum spurningum. Mér dettur ekki í hug að mæla ofbeldisverkum bót. Fyrir mér mega og eiga ofbeldismenn að fá makleg málagjöld en enn og aftur: Þeir verða þá að vera sannir að sök, að undangenginni réttlátri málsmeðferð. Besti punkturinn aftan við Guðmundar- og Geirfinnsmál er að þau endurtaki sig ekki.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun