Tiger þarf að laga "allt" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júní 2013 07:34 Í þetta skiptið bjargaði Tiger sé vel úr erfiðri stöðu eftir misheppnað upphafshögg. Nordicphotos/Getty Tiger Woods lauk keppni í 65. sæti á Memorial-mótinu í Ohio um helgina. Bandaríski kylfingurinn segist þurfa að taka til í leik sínum enda Opna bandaríska meistaramótið handan við hornið. Tiger hefur fimm sinnum unnið sigur á Murfield golfvellinum í Ohio og átti titil að verja. Honum tókst hins vegar aldrei að átta sig á hröðum flötunum um helgina og lauk keppni 20 höggum á eftir sigurvegaranum, landa sínum Matt Kuchar. Lokaskor hans var 296 högg sem er næsthæsta skor hans á löngum atvinnumannaferli. Tveimur höggum færra en á WGC-Bridgestone boðsmótinu árið 2010. „Púttin gengu augljóslega illa alla vikuna. Ég áttaði mig ekki á hraðanum. Mér fannst flatirnar aldrei líta út fyrir að vera jafn hraðar og raun bar vitni," sagði Tiger. Bandaríska meistaramótið fer fram helgina 13.-16. júní. Aðspurður hvað hann þyrfti að bæta fyrir mótið var svar Tiger einfalt: „Allt." Golf Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods lauk keppni í 65. sæti á Memorial-mótinu í Ohio um helgina. Bandaríski kylfingurinn segist þurfa að taka til í leik sínum enda Opna bandaríska meistaramótið handan við hornið. Tiger hefur fimm sinnum unnið sigur á Murfield golfvellinum í Ohio og átti titil að verja. Honum tókst hins vegar aldrei að átta sig á hröðum flötunum um helgina og lauk keppni 20 höggum á eftir sigurvegaranum, landa sínum Matt Kuchar. Lokaskor hans var 296 högg sem er næsthæsta skor hans á löngum atvinnumannaferli. Tveimur höggum færra en á WGC-Bridgestone boðsmótinu árið 2010. „Púttin gengu augljóslega illa alla vikuna. Ég áttaði mig ekki á hraðanum. Mér fannst flatirnar aldrei líta út fyrir að vera jafn hraðar og raun bar vitni," sagði Tiger. Bandaríska meistaramótið fer fram helgina 13.-16. júní. Aðspurður hvað hann þyrfti að bæta fyrir mótið var svar Tiger einfalt: „Allt."
Golf Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira