Svandís Dóra leikur og flýgur til skiptis Sara McMahon skrifar 27. júlí 2013 07:00 Svandís Dóra Einardóttir fer með hlutverk í kvikmyndinni Harrý og Heimir – morð eru til alls fyrst, sem nú er í tökum. Fréttablaðið/Arnþór Birkisson „Ég leik Díönu Klein. Hún er algjör bomba, rosalega dramatísk, mikil tilfinningavera og veit að hún er óstjórnlega sexí. Ég get ekki sagt að ég eigi mikið sameiginlegt með henni. Það voru til dæmis keyptir á mig inniskór sem ég get smeygt mér í á milli taka því mér þykir svo óþægilegt að ganga í hælum,“ segir leikkonan Svandís Dóra Einarsdóttir. Hún fer með hlutverk í kvikmyndinni Harrý og Heimir – morð eru til alls fyrst, sem nú er í tökum.Þéttur og góður hópur Kvikmyndin fjallar um einkaspæjarann Harrý Rögnvalds og aðstoðarmann hans, Heimi Snitzel. Persóna Svandísar Dóru leitar til tvíeykisins eftir aðstoð og saman leggja þau af stað í mikla hættuför til að bjarga lífi föður Díönu. Bragi Þór Hinriksson leikstýrir myndinni sem skartar Karli Ágústssyni, Sigurði Sigurjónssyni, Erni Árnasyni og Þresti Leó Gunnarssyni í helstu hlutverkum, auk Svandísar Dóru. Tökur á myndinni hófust á þriðjudag og að sögn Svandísar Dóru hafa þær gengið vonum framar. „Þetta er mjög skemmtilegur og þéttur hópur. Kalli, Siggi og Örn þekkjast svo vel að hver getur klárað setningar annars. Það er mjög gaman að fá að vinna með þeim, þeir grínast mikið og ég er mjög auðtrúa svo ég veit enn ekki alveg hvenær þeim er alvara og hvenær ekki. En þeir eru alveg yndislegir,“ segir hún og hlær.Leið eins og James Bond Svandís Dóra starfar sem flugfreyja hjá Icelandair í sumar og í gær flaug hún til Washington eftir nokkurra daga tökutörn. „Sem betur fer á ég auðvelt með að sofna hvar og hvenær sem er og mæti því alltaf úthvíld í flug og tökur en vissulega er þetta mikil vinnutörn. Það hefur þó gengið ótrúlega vel að púsla þessu saman og allir hafa sýnt þessu mikinn skilning,“ segir hún. Þetta er fyrsta sumar Svandísar Dóru sem flugfreyja og ber hún starfinu og fyrirtækinu vel söguna. „Mér leið svolítið eins og James Bond þegar ég hafði lokið við flugfreyjuskólann. Mér fannst eins og ég væri lögga, læknir, sálfræðingur og þjónn í einni og sömu manneskjunni. Mér finnst ég við öllu búin.“ Í haust bíða hennar svo verkefni bæði sem leikkona og leikstjóri. „Ég get lítið sagt um þau verkefni að svo stöddu. En áður en sú vinnutörn hefst ætla ég að stela karlinum til Flórída í frí og langþráða hvíld,“ segir hún að lokum. Mest lesið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
„Ég leik Díönu Klein. Hún er algjör bomba, rosalega dramatísk, mikil tilfinningavera og veit að hún er óstjórnlega sexí. Ég get ekki sagt að ég eigi mikið sameiginlegt með henni. Það voru til dæmis keyptir á mig inniskór sem ég get smeygt mér í á milli taka því mér þykir svo óþægilegt að ganga í hælum,“ segir leikkonan Svandís Dóra Einarsdóttir. Hún fer með hlutverk í kvikmyndinni Harrý og Heimir – morð eru til alls fyrst, sem nú er í tökum.Þéttur og góður hópur Kvikmyndin fjallar um einkaspæjarann Harrý Rögnvalds og aðstoðarmann hans, Heimi Snitzel. Persóna Svandísar Dóru leitar til tvíeykisins eftir aðstoð og saman leggja þau af stað í mikla hættuför til að bjarga lífi föður Díönu. Bragi Þór Hinriksson leikstýrir myndinni sem skartar Karli Ágústssyni, Sigurði Sigurjónssyni, Erni Árnasyni og Þresti Leó Gunnarssyni í helstu hlutverkum, auk Svandísar Dóru. Tökur á myndinni hófust á þriðjudag og að sögn Svandísar Dóru hafa þær gengið vonum framar. „Þetta er mjög skemmtilegur og þéttur hópur. Kalli, Siggi og Örn þekkjast svo vel að hver getur klárað setningar annars. Það er mjög gaman að fá að vinna með þeim, þeir grínast mikið og ég er mjög auðtrúa svo ég veit enn ekki alveg hvenær þeim er alvara og hvenær ekki. En þeir eru alveg yndislegir,“ segir hún og hlær.Leið eins og James Bond Svandís Dóra starfar sem flugfreyja hjá Icelandair í sumar og í gær flaug hún til Washington eftir nokkurra daga tökutörn. „Sem betur fer á ég auðvelt með að sofna hvar og hvenær sem er og mæti því alltaf úthvíld í flug og tökur en vissulega er þetta mikil vinnutörn. Það hefur þó gengið ótrúlega vel að púsla þessu saman og allir hafa sýnt þessu mikinn skilning,“ segir hún. Þetta er fyrsta sumar Svandísar Dóru sem flugfreyja og ber hún starfinu og fyrirtækinu vel söguna. „Mér leið svolítið eins og James Bond þegar ég hafði lokið við flugfreyjuskólann. Mér fannst eins og ég væri lögga, læknir, sálfræðingur og þjónn í einni og sömu manneskjunni. Mér finnst ég við öllu búin.“ Í haust bíða hennar svo verkefni bæði sem leikkona og leikstjóri. „Ég get lítið sagt um þau verkefni að svo stöddu. En áður en sú vinnutörn hefst ætla ég að stela karlinum til Flórída í frí og langþráða hvíld,“ segir hún að lokum.
Mest lesið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira