Villta vestrið á leigumarkaði Pétur Ólafsson skrifar 4. september 2013 00:01 Íslenskur leigumarkaður er rústir einar. Verðið er uppsprengt og réttur leigjenda í besta falli óljós. Óvissan sem fylgir því að þurfa að yfirgefa húsnæði sitt með nokkurra vikna til nokkurra mánaða fyrirvara er afar mikil og er í ósamræmi við til að mynda réttindi húseigenda. Lítið framboð og mikil eftirspurn eftir leiguíbúðum hefur hækkað leiguverð fram úr öllu hófi en talið er að um 2000 leiguíbúðir vanti til að anna þeirri eftirspurn. Sumir leigjendur eru heppnir en aðrir eru óheppnir. Sem aftur þýðir að ekki er setið við sama borð. Hið opinbera getur heilmikið gert í málum leigjenda og hefur til þess ógrynni verkfæra. Með sameiginlegu átaki ríkis og sveitarfélaga væri hægt að stórbæta stöðu leigjenda með því að auka réttindi þeirra og skyldur.Hvað er til ráða? Gott og vel. En hvað geta sveitarfélögin gert? Þau geta til að mynda markað sér stefnu að útvega lóðir og lönd til að leiguíbúðir rísi. Þannig gæti sveitarfélagið orðið hluti af byggingafélagi eða leigufélagi og nýtt styrk sinn innan bæjarmarka viðkomandi sveitarfélags. Reykjavíkurborg hefur nú þegar sett fram metnaðarfulla áætlun í þessum efnum en í Kópavogi, næststærsta sveitarfélagi landsins, ómar eftirspurnin um allt og virðist sem hugmyndafræði eða ósamstaða innan meirihlutans komi í veg fyrir aðgerðir.Ekkert er gert í Kópavogi Í Kópavogi hefur í stuttu máli ekkert verið gert fyrir leigjendur. Fyrri meirihluti var langt kominn með metnaðarfulla áætlun í málefnum leigjenda, m.a. með stofnun leigufélags. Útreikningar um að sá rekstur myndi standa undir sér liggja fyrir en slíkt verkefni strax eftir hrun hefði hjálpað mikið til að létta á þeim þrýstingi eftirspurnar á byggingu íbúða sem henta litlum fjölskyldum og einstaklingum sem eru að koma undir sig fótunum. Fjölbreytni í valkostum á húsnæði er hluti af nútímasamfélagi, hvort sem um er að ræða eign, leigu eða búseturétt. Það er því afar óheppilegt að stórt bæjarfélag eins og Kópavogur hafi í kjölfar meirihlutaskipta tekið meðvitaða ákvörðun um að gera ekkert fyrir leigjendur. Það er dapurlegt að hægrisinnaður meirihluti sem nú fer með stjórn Kópavogs vilji af prinsippástæðum ekki að hið opinbera komi að því að byggja upp traustan langtíma leigumarkað. Oddviti meirihlutans hefur ítrekað bent á að verja þurfi hagsmuni leigusala og aðkoma hins opinbera myndi mögulega vega að samkeppnisstöðu á leigumarkaði með lækkun leiguverðs. Á sama tíma og Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, lýsir yfir vilja ráðuneytis síns til að vera gerandi á leigumarkaði heyrist ekkert frá meirihlutanum í Kópavogi. Verkfæri bæjarfélagsins eru til staðar á sama tíma og ekkert er gert til aðstoðar þeim mikla fjölda bæjarbúa sem vill búa í leiguhúsnæði. Eru stjórnmálamenn í Kópavogi virkilega að standa vaktina fyrir stóreignamenn frekar en leigjendur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslenskur leigumarkaður er rústir einar. Verðið er uppsprengt og réttur leigjenda í besta falli óljós. Óvissan sem fylgir því að þurfa að yfirgefa húsnæði sitt með nokkurra vikna til nokkurra mánaða fyrirvara er afar mikil og er í ósamræmi við til að mynda réttindi húseigenda. Lítið framboð og mikil eftirspurn eftir leiguíbúðum hefur hækkað leiguverð fram úr öllu hófi en talið er að um 2000 leiguíbúðir vanti til að anna þeirri eftirspurn. Sumir leigjendur eru heppnir en aðrir eru óheppnir. Sem aftur þýðir að ekki er setið við sama borð. Hið opinbera getur heilmikið gert í málum leigjenda og hefur til þess ógrynni verkfæra. Með sameiginlegu átaki ríkis og sveitarfélaga væri hægt að stórbæta stöðu leigjenda með því að auka réttindi þeirra og skyldur.Hvað er til ráða? Gott og vel. En hvað geta sveitarfélögin gert? Þau geta til að mynda markað sér stefnu að útvega lóðir og lönd til að leiguíbúðir rísi. Þannig gæti sveitarfélagið orðið hluti af byggingafélagi eða leigufélagi og nýtt styrk sinn innan bæjarmarka viðkomandi sveitarfélags. Reykjavíkurborg hefur nú þegar sett fram metnaðarfulla áætlun í þessum efnum en í Kópavogi, næststærsta sveitarfélagi landsins, ómar eftirspurnin um allt og virðist sem hugmyndafræði eða ósamstaða innan meirihlutans komi í veg fyrir aðgerðir.Ekkert er gert í Kópavogi Í Kópavogi hefur í stuttu máli ekkert verið gert fyrir leigjendur. Fyrri meirihluti var langt kominn með metnaðarfulla áætlun í málefnum leigjenda, m.a. með stofnun leigufélags. Útreikningar um að sá rekstur myndi standa undir sér liggja fyrir en slíkt verkefni strax eftir hrun hefði hjálpað mikið til að létta á þeim þrýstingi eftirspurnar á byggingu íbúða sem henta litlum fjölskyldum og einstaklingum sem eru að koma undir sig fótunum. Fjölbreytni í valkostum á húsnæði er hluti af nútímasamfélagi, hvort sem um er að ræða eign, leigu eða búseturétt. Það er því afar óheppilegt að stórt bæjarfélag eins og Kópavogur hafi í kjölfar meirihlutaskipta tekið meðvitaða ákvörðun um að gera ekkert fyrir leigjendur. Það er dapurlegt að hægrisinnaður meirihluti sem nú fer með stjórn Kópavogs vilji af prinsippástæðum ekki að hið opinbera komi að því að byggja upp traustan langtíma leigumarkað. Oddviti meirihlutans hefur ítrekað bent á að verja þurfi hagsmuni leigusala og aðkoma hins opinbera myndi mögulega vega að samkeppnisstöðu á leigumarkaði með lækkun leiguverðs. Á sama tíma og Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, lýsir yfir vilja ráðuneytis síns til að vera gerandi á leigumarkaði heyrist ekkert frá meirihlutanum í Kópavogi. Verkfæri bæjarfélagsins eru til staðar á sama tíma og ekkert er gert til aðstoðar þeim mikla fjölda bæjarbúa sem vill búa í leiguhúsnæði. Eru stjórnmálamenn í Kópavogi virkilega að standa vaktina fyrir stóreignamenn frekar en leigjendur?
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun