Kynjajafnréttið og sveitarstjórnirnar Kristín Ástgeirsdóttir skrifar 1. nóvember 2013 06:00 Í síðustu viku var að venju haldið upp á kvennafrídaginn 24. október með fundum og afhendingu styrkja. Í þessari viku er boðað til jafnréttisþings í Reykjavík sem er öllum opið. Á fyrsta kvennafrídeginum árið 1975 var bent á hve lítils vinna kvenna væri metin sem sýndi sig í lægri launum fyrir sömu störf og karlar unnu, láglaunastörfum, skorti á félagslegri þjónustu og ýmsu fleiru. Nú 38 árum síðar glímum við enn við launamisréttið og láglaunastörfin sem og ýmis mál sem ekki voru komin á dagskrá fyrir alvöru á kvennaárinu 1975. Þar má nefna efnahagsleg völd kvenna og áhrif í atvinnulífinu sem enn eru áberandi minni en áhrif karla, kynbundið ofbeldi og hlut kvenna sem kjörinna fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnum, að ekki sé minnst á hefðbundnar staðalmyndir kynjanna sem hamra á eldgömlum og oft niðurlægjandi gildum sem birtast okkur nánast dag hvern í ummælum, auglýsingum, kvikmyndum og klámefni. Við stígum ekki bara skref fram heldur líka aftur á bak og það er margt sem þarf að ræða. Konum fækkaði í ríkisstjórn og á þingi eftir síðustu alþingiskosningar. Eftir rúmlega hálft ár göngum við til sveitarstjórnarkosninga og það verður spennandi að sjá hvað þá gerist. Í kosningunum árið 2010 fjölgaði konum í sveitarstjórnum og urðu þær 40% kjörinna fulltrúa. Það kjörtímabil sem nú er að enda hefur verið gríðarlega erfitt. Mjög mörg sveitarfélög hafa glímt við mikla fjárhagslega erfiðleika í kjölfar hrunsins, minni tekjur, mikið álag á félagsþjónustu og sívaxandi fjárhagsaðstoð við þá sem höllum standa fæti. Álagið hefur verið mikið á sveitarstjórnarfólk í glímunni við efnahagsástandið og því verður mjög fróðlegt að sjá hverjir munu halda áfram og hverjir hætta.Reynsla glatast Sannleikurinn er sá að kjör flestra sveitarstjórnarmanna eru óviðunandi og taka ekkert mið af því álagi sem fylgir störfunum. Seta í sveitarstjórn er yfirleitt aukastarf eða hlutastarf með annarri vinnu, launin lág og mikið um fundi utan hefðbundins vinnutíma. Það er því þrautin þyngri að samræma fjölskyldulíf, atvinnu og þátttöku í stjórnmálum. Þar sem konur bera enn almennt meiri ábyrgð á heimili og börnum en karlar reynist stjórnmálaþátttaka þeim oft þung í skauti. Þar af leiðandi hefur endurnýjunin í sveitarstjórnunum verið óeðlilega mikil með þeim afleiðingum að þekking og reynsla glatast. Þessu þarf að breyta og gera störf í sveitarstjórnum eftirsóknarverð og auðsótt þannig að gott fólk, bæði konur og karlar, gefi kost á sér og geti sinnt þeim störfum með sóma. Störfin og kjörin innan sveitarstjórna eru eitt, að ná kjöri er annað. Ein helsta skýringin á þeim mun sem enn er að finna á tölu karla og kvenna í sveitarstjórnum er sú staðreynd að karlar verma mun oftar en konur efsta sæti viðkomandi lista. Mjög víða fá framboðslistar aðeins einn fulltrúa og það er þá karl. Stjórnmálaflokkar og framboð af ýmsu tagi verða að bregðast við og setja sér reglur eða viðmið til að tryggja sem allra mest jafnrétti kynjanna. Það má gera með fléttulistum, kvótum og skiptum milli kjörtímabila þannig að konur og karlar skiptist á um að leiða lista. Rannsóknir og reynslan hafa leitt í ljós að það skiptir máli að bæði konur og karlar komi að stjórn sveitarfélaga og það er ekkert annað en eðlilegt og lýðræðislegt. Áhugamál og áherslur kynjanna eru oft mismunandi og það skiptir máli að alls konar reynsla, þekking og skoðanir komi við sögu þegar stefna er mótuð og ákvarðanir teknar. Mestu skiptir þó að fólk sem hefur raunverulegan áhuga á stöðu kynjanna og aðgerðum til að jafna hana og bæta bjóði sig fram og nái kjöri. Kynjajafnrétti er mannréttindamál og ein af grunnforsendum þess að samfélag okkar þróist áfram í átt til aukins lýðræðis, almennrar þátttöku við mótun samfélagsins, sjálfbærni og verndunar móður jarðar. Sjáumst á jafnréttisþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var að venju haldið upp á kvennafrídaginn 24. október með fundum og afhendingu styrkja. Í þessari viku er boðað til jafnréttisþings í Reykjavík sem er öllum opið. Á fyrsta kvennafrídeginum árið 1975 var bent á hve lítils vinna kvenna væri metin sem sýndi sig í lægri launum fyrir sömu störf og karlar unnu, láglaunastörfum, skorti á félagslegri þjónustu og ýmsu fleiru. Nú 38 árum síðar glímum við enn við launamisréttið og láglaunastörfin sem og ýmis mál sem ekki voru komin á dagskrá fyrir alvöru á kvennaárinu 1975. Þar má nefna efnahagsleg völd kvenna og áhrif í atvinnulífinu sem enn eru áberandi minni en áhrif karla, kynbundið ofbeldi og hlut kvenna sem kjörinna fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnum, að ekki sé minnst á hefðbundnar staðalmyndir kynjanna sem hamra á eldgömlum og oft niðurlægjandi gildum sem birtast okkur nánast dag hvern í ummælum, auglýsingum, kvikmyndum og klámefni. Við stígum ekki bara skref fram heldur líka aftur á bak og það er margt sem þarf að ræða. Konum fækkaði í ríkisstjórn og á þingi eftir síðustu alþingiskosningar. Eftir rúmlega hálft ár göngum við til sveitarstjórnarkosninga og það verður spennandi að sjá hvað þá gerist. Í kosningunum árið 2010 fjölgaði konum í sveitarstjórnum og urðu þær 40% kjörinna fulltrúa. Það kjörtímabil sem nú er að enda hefur verið gríðarlega erfitt. Mjög mörg sveitarfélög hafa glímt við mikla fjárhagslega erfiðleika í kjölfar hrunsins, minni tekjur, mikið álag á félagsþjónustu og sívaxandi fjárhagsaðstoð við þá sem höllum standa fæti. Álagið hefur verið mikið á sveitarstjórnarfólk í glímunni við efnahagsástandið og því verður mjög fróðlegt að sjá hverjir munu halda áfram og hverjir hætta.Reynsla glatast Sannleikurinn er sá að kjör flestra sveitarstjórnarmanna eru óviðunandi og taka ekkert mið af því álagi sem fylgir störfunum. Seta í sveitarstjórn er yfirleitt aukastarf eða hlutastarf með annarri vinnu, launin lág og mikið um fundi utan hefðbundins vinnutíma. Það er því þrautin þyngri að samræma fjölskyldulíf, atvinnu og þátttöku í stjórnmálum. Þar sem konur bera enn almennt meiri ábyrgð á heimili og börnum en karlar reynist stjórnmálaþátttaka þeim oft þung í skauti. Þar af leiðandi hefur endurnýjunin í sveitarstjórnunum verið óeðlilega mikil með þeim afleiðingum að þekking og reynsla glatast. Þessu þarf að breyta og gera störf í sveitarstjórnum eftirsóknarverð og auðsótt þannig að gott fólk, bæði konur og karlar, gefi kost á sér og geti sinnt þeim störfum með sóma. Störfin og kjörin innan sveitarstjórna eru eitt, að ná kjöri er annað. Ein helsta skýringin á þeim mun sem enn er að finna á tölu karla og kvenna í sveitarstjórnum er sú staðreynd að karlar verma mun oftar en konur efsta sæti viðkomandi lista. Mjög víða fá framboðslistar aðeins einn fulltrúa og það er þá karl. Stjórnmálaflokkar og framboð af ýmsu tagi verða að bregðast við og setja sér reglur eða viðmið til að tryggja sem allra mest jafnrétti kynjanna. Það má gera með fléttulistum, kvótum og skiptum milli kjörtímabila þannig að konur og karlar skiptist á um að leiða lista. Rannsóknir og reynslan hafa leitt í ljós að það skiptir máli að bæði konur og karlar komi að stjórn sveitarfélaga og það er ekkert annað en eðlilegt og lýðræðislegt. Áhugamál og áherslur kynjanna eru oft mismunandi og það skiptir máli að alls konar reynsla, þekking og skoðanir komi við sögu þegar stefna er mótuð og ákvarðanir teknar. Mestu skiptir þó að fólk sem hefur raunverulegan áhuga á stöðu kynjanna og aðgerðum til að jafna hana og bæta bjóði sig fram og nái kjöri. Kynjajafnrétti er mannréttindamál og ein af grunnforsendum þess að samfélag okkar þróist áfram í átt til aukins lýðræðis, almennrar þátttöku við mótun samfélagsins, sjálfbærni og verndunar móður jarðar. Sjáumst á jafnréttisþingi.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar