Enski boltinn

Begiristain ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Man. City

Man. City er búið að ráða Txiki Begiristain sem yfirmann knattspyrnumála félagsins en hann var áður tæknistjóri hjá Barcelona.

Yfirmaður Begiristain verður síðan Ferran Soriano sem vann með honum hjá Barcelona á sínum tíma. Sem sagt allt vanir menn sem þekkja bransann út í gegn.

Begiristain var líka sleipur knattspyrnumaður sem lék með Barcelona, Real Sociedad og Deportivo á sínum ferli. Hann lék þess utan 22 landsleiki fyrir Spánverja.

Begiristain var tæknistjóri í ein sjö ár hjá Barcelona og hann segist vera mjög spenntur fyrir nýja starfinu á Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×