Ekki tími fyrir breytingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2012 07:00 Ásgeir Örn Hallgrímsson og Vignir Svavarsson. Fréttablaðið/Valli Íslenska handboltalandsliðið frumsýnir nýjan þjálfara og nýtt þjálfarateymi í Laugardalshöllinni í kvöld þegar liðið mætir Hvíta-Rússlandi í fyrsta leik sínum í undankeppni EM í Danmörku sem fram fer í ársbyrjun 2014. Aron Kristjánsson er ekki í óskastöðu enda fyrsti landsliðsþjálfarinn í meira en hálfa öld sem ekki fær æfingaleik fyrir fyrsta alvöru leikinn. Það hefur ekki gerst síðan að Hallsteinn Hinriksson fór með íslenska landsliðið á HM í Vestur-Þýskalandi árið 1961 en þá hafði landsliðið ekki spilað í tvö ár. Hallsteinn fékk hins vegar tækifæri til að æfa vel í aðdraganda mótsins en Aron fær aðeins þrjár æfingar fyrir leikinn á móti Hvít-Rússum í kvöld. Reynum að ná vopnum„Það er búinn að vera knappur tími fyrir undirbúning fyrir þessa leiki og það er því gott að liðið er búið að vera mikið saman og nokkuð vel samæft. Þannig er staðan og við reynum bara að ná vopnum," sagði Aron Kristjánsson. „Þetta verður mjög erfitt. Við erum með nýjan þjálfara og höfum aðeins tvo daga til að samstilla liðið. Það sem við vorum að reyna í vörninni í gær var ekki eins einfalt og alltaf. Aron vill líka breyta aðeins til og þá kemur misskilningur á milli varnarmanna," sagði Alexander Petersson og bætti við: „Ég vildi ekki vera í skónum hans Arons því þetta er mjög erfitt og við þurfum að hjálpa honum mikið. Við þurfum að gefa allt okkar og ef eitthvað virkar ekki þá þurfum við bara að gera það sem við gerðum áður," sagði Alexander. Aron hefur kynnt sér vel leik íslenska liðsins síðustu misseri og lykilmenn eins og Snorri Steinn Guðjónsson og Guðjón Valur Sigurðsson segja að nýi þjálfarinn hafi leitað til þeirra í undirbúningi sínum fyrir verkefnið. Meira talað en spilað„Hann hefur horft á alla okkar leiki og við getum sagt hvað hefur virkað fyrir okkur og vitum líka hvar við höfum verið í mestum vandræðum. Það er aðeins rólegra yfir þessu og meira talað en spilað af því að við þurfum að vera með allt á hreinu," sagði fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson. „Þegar það kemur nýr þjálfari þá þarf hann að kynnast liðinu og að sama skapi við kynnast honum og hans aðferðum. Gummi var búinn að vera með þetta í langan tíma og það er ákveðin vítamínssprauta að breyta aðeins til og fá inn nýja menn. Aron hefur sagt það sjálfur að hann ætlar að byggja á góðum grunni og leikaðferðirnar verða þær sömu. Þegar lið hafa verið að spila lengi saman er minni ástæða til að breyta hlutunum og þá sérstaklega þegar þetta hefur virkað," sagði leikstjórnandinn Snorri Steinn Guðjónsson. „Það er ekki hægt að breyta neinu núna og því snýst þetta bara um að ná saman, finna hver annan í vörn og sókn og byggja á því sem hefur verið gert. Svo reynir maður í framhaldinu að finna leiðir til að þróa okkar leik og bæta okkur. Það eru líka nokkur taktísk atriði sem við þurfum að snúa upp á því mikið af leik liðsins var byggt í kringum Ólaf Stefánsson," sagði Aron en Ólafur er einn af þremur lykilmönnum liðsins á Ólympíuleikunum í London sem verða ekki með liðinu í kvöld. Þrír Ólympíufarar ekki með„Það eru breytingar á liðinu frá Ólympíuleikunum og það eru nokkrir dottnir út. Við þurfum að mæta einbeittir og við þurfum að spila góðan leik til að vinna. Ólafur, Björgvin Páll (Gústavsson) og Arnór (Atlason) eru búnir að spila risastórt hlutverk og allir voru þeir í byrjunarliðinu á Ólympíuleikunum. Svo glímir Ólafur Bjarki (Ragnarsson) við hnévandamál og hefur lítið getað æft með okkur á þessum tveimur æfingum. Það var gríðarlega mikilvægt að Aron (Pálmarsson) spilaði um helgina því við megum ekki við frekari skakkaföllum," sagði Aron. „Hvít-Rússar geta reynst mjög erfiðir og þeir eru skeinuhættir. Þeir eru vel skipulagðir og með nokkra sterka leikmenn innanborðs. Þetta er sýnd veiði en ekki gefin, við þurfum að virkilega á tánum og þurfum mikinn stuðning frá áhorfendum. Við þurfum að fá fulla höll og pressu á andstæðinginn til þess að landa sigri," sagði Aron og Alexander spáir sigri. „Þetta verður mjög erfiður leikur en við vinnum þetta með fjórum mörkum," sagði Alexander léttur. Leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni og hefst klukkan 19.30. Handbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið frumsýnir nýjan þjálfara og nýtt þjálfarateymi í Laugardalshöllinni í kvöld þegar liðið mætir Hvíta-Rússlandi í fyrsta leik sínum í undankeppni EM í Danmörku sem fram fer í ársbyrjun 2014. Aron Kristjánsson er ekki í óskastöðu enda fyrsti landsliðsþjálfarinn í meira en hálfa öld sem ekki fær æfingaleik fyrir fyrsta alvöru leikinn. Það hefur ekki gerst síðan að Hallsteinn Hinriksson fór með íslenska landsliðið á HM í Vestur-Þýskalandi árið 1961 en þá hafði landsliðið ekki spilað í tvö ár. Hallsteinn fékk hins vegar tækifæri til að æfa vel í aðdraganda mótsins en Aron fær aðeins þrjár æfingar fyrir leikinn á móti Hvít-Rússum í kvöld. Reynum að ná vopnum„Það er búinn að vera knappur tími fyrir undirbúning fyrir þessa leiki og það er því gott að liðið er búið að vera mikið saman og nokkuð vel samæft. Þannig er staðan og við reynum bara að ná vopnum," sagði Aron Kristjánsson. „Þetta verður mjög erfitt. Við erum með nýjan þjálfara og höfum aðeins tvo daga til að samstilla liðið. Það sem við vorum að reyna í vörninni í gær var ekki eins einfalt og alltaf. Aron vill líka breyta aðeins til og þá kemur misskilningur á milli varnarmanna," sagði Alexander Petersson og bætti við: „Ég vildi ekki vera í skónum hans Arons því þetta er mjög erfitt og við þurfum að hjálpa honum mikið. Við þurfum að gefa allt okkar og ef eitthvað virkar ekki þá þurfum við bara að gera það sem við gerðum áður," sagði Alexander. Aron hefur kynnt sér vel leik íslenska liðsins síðustu misseri og lykilmenn eins og Snorri Steinn Guðjónsson og Guðjón Valur Sigurðsson segja að nýi þjálfarinn hafi leitað til þeirra í undirbúningi sínum fyrir verkefnið. Meira talað en spilað„Hann hefur horft á alla okkar leiki og við getum sagt hvað hefur virkað fyrir okkur og vitum líka hvar við höfum verið í mestum vandræðum. Það er aðeins rólegra yfir þessu og meira talað en spilað af því að við þurfum að vera með allt á hreinu," sagði fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson. „Þegar það kemur nýr þjálfari þá þarf hann að kynnast liðinu og að sama skapi við kynnast honum og hans aðferðum. Gummi var búinn að vera með þetta í langan tíma og það er ákveðin vítamínssprauta að breyta aðeins til og fá inn nýja menn. Aron hefur sagt það sjálfur að hann ætlar að byggja á góðum grunni og leikaðferðirnar verða þær sömu. Þegar lið hafa verið að spila lengi saman er minni ástæða til að breyta hlutunum og þá sérstaklega þegar þetta hefur virkað," sagði leikstjórnandinn Snorri Steinn Guðjónsson. „Það er ekki hægt að breyta neinu núna og því snýst þetta bara um að ná saman, finna hver annan í vörn og sókn og byggja á því sem hefur verið gert. Svo reynir maður í framhaldinu að finna leiðir til að þróa okkar leik og bæta okkur. Það eru líka nokkur taktísk atriði sem við þurfum að snúa upp á því mikið af leik liðsins var byggt í kringum Ólaf Stefánsson," sagði Aron en Ólafur er einn af þremur lykilmönnum liðsins á Ólympíuleikunum í London sem verða ekki með liðinu í kvöld. Þrír Ólympíufarar ekki með„Það eru breytingar á liðinu frá Ólympíuleikunum og það eru nokkrir dottnir út. Við þurfum að mæta einbeittir og við þurfum að spila góðan leik til að vinna. Ólafur, Björgvin Páll (Gústavsson) og Arnór (Atlason) eru búnir að spila risastórt hlutverk og allir voru þeir í byrjunarliðinu á Ólympíuleikunum. Svo glímir Ólafur Bjarki (Ragnarsson) við hnévandamál og hefur lítið getað æft með okkur á þessum tveimur æfingum. Það var gríðarlega mikilvægt að Aron (Pálmarsson) spilaði um helgina því við megum ekki við frekari skakkaföllum," sagði Aron. „Hvít-Rússar geta reynst mjög erfiðir og þeir eru skeinuhættir. Þeir eru vel skipulagðir og með nokkra sterka leikmenn innanborðs. Þetta er sýnd veiði en ekki gefin, við þurfum að virkilega á tánum og þurfum mikinn stuðning frá áhorfendum. Við þurfum að fá fulla höll og pressu á andstæðinginn til þess að landa sigri," sagði Aron og Alexander spáir sigri. „Þetta verður mjög erfiður leikur en við vinnum þetta með fjórum mörkum," sagði Alexander léttur. Leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni og hefst klukkan 19.30.
Handbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira