Af hverju er MORFÍs ekki sjónvarpað? Jórunn Þorsteinsdóttir skrifar 31. október 2012 08:00 Fyrir ári vissi ég ekkert hvað MORFÍs var og í raun og veru var mér alveg sama. Ég vissi að grunnskólinn minn tæki þátt í einhverju MORGRON dóti en mér fannst það ekki skipta jafn miklu máli og þegar hann keppti við Hagaskóla í rökræðukeppni á hinum fræga Való-Hagó degi. Þegar ég var í 10. bekk ákvað ég að prufa mig áfram í þessu ræðustússi, komst í ræðuliðið og áttaði mig á hversu geðveikt það er að vera í Málfundafélagi og ræðuliði! Með þessum áhuga fór ég að horfa á nokkrar MORFÍs-keppnir á síðu sem heitir XTV og áhuginn varð meiri og meiri. Ég fór á úrslit MORFÍs í vor. Það var geðveikt að sjá skólana keppa um þennan mikla titil í Eldborg í Hörpunni og stemningin í stuðningsmönnunum var mögnuð. MORFÍs er frábær leið fyrir framhaldsskólanema að koma sér á framfæri og góður vettvangur til þess að vekja almenning til umhugsunar um ýmis málefni. Þið eruð eflaust að hugsa „Ókei, ég skil alveg að hún vilji að þessu sé sjónvarpað en er ekki alveg nóg að geta horft á þetta í tölvunni eða?" En nei, í ár eru breyttir tímar. XTV er ekki lengur til staðar og þess vegna er eina leiðin til að horfa á keppnina að kaupa sér miða og mæta á staðinn. Til þess þarf maður annað hvort að vera í skólanum sem er að keppa eða með virkilega ástríðu fyrir ræðumennsku. En hvað með fólkið sem væri alveg til í að horfa á keppnina, finnst þetta snilld en er kannski ekki tilbúið til að keyra út á landsbyggð til að sjá næstu viðureign? Og hvað með fólkið sem nennir bara ekki út, vill bara hafa kósýkvöld með kókosbollum og stilla á Verzló–MR? Það er auðvitað fáránlegt að aðeins tveimur af þremur stærstu framhaldsskólakeppnum á Íslandi sé sjónvarpað. Gettu betur og Söngvakeppni framhaldsskólanna eru auðvitað snilldarkeppnir en MORFÍs er það líka! Ég las á morfis.is að upphaf tíunda áratugarins hafi jafnan verið nefnt gullaldarár MORFÍs en þá naut keppnin gífurlegrar athygli almennings og má sem dæmi nefna að þegar keppt var til úrslita í MORFÍs var reglulega skipt þangað úr ástsælasta sjónvarpsþætti landans til langs tíma: „Á tali hjá Hemma Gunn." Liðsmenn þeirra liða sem langt náðu í keppninni voru landsfrægir og birtust m.a. í auglýsingum og sjónvarpsviðtölum. Já, gullaldarár MORFÍs voru þegar það var sýnt í sjónvarpinu. Ímyndið ykkur Ísland þar sem allir vita hvað MORFÍs er. Þar sem allir bíða spenntir eftir næstu viðureign. Þar sem allar þrjár stærstu keppnir framhaldsskólanna fái sjónvarpsáhorf, en ekki bara tvær. Ímyndið ykkur Ísland þar sem allir vita hverjir MORFÍs-keppendurnir eru. Ég veit ekki með ykkur, en það er land sem ég vil búa á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Fyrir ári vissi ég ekkert hvað MORFÍs var og í raun og veru var mér alveg sama. Ég vissi að grunnskólinn minn tæki þátt í einhverju MORGRON dóti en mér fannst það ekki skipta jafn miklu máli og þegar hann keppti við Hagaskóla í rökræðukeppni á hinum fræga Való-Hagó degi. Þegar ég var í 10. bekk ákvað ég að prufa mig áfram í þessu ræðustússi, komst í ræðuliðið og áttaði mig á hversu geðveikt það er að vera í Málfundafélagi og ræðuliði! Með þessum áhuga fór ég að horfa á nokkrar MORFÍs-keppnir á síðu sem heitir XTV og áhuginn varð meiri og meiri. Ég fór á úrslit MORFÍs í vor. Það var geðveikt að sjá skólana keppa um þennan mikla titil í Eldborg í Hörpunni og stemningin í stuðningsmönnunum var mögnuð. MORFÍs er frábær leið fyrir framhaldsskólanema að koma sér á framfæri og góður vettvangur til þess að vekja almenning til umhugsunar um ýmis málefni. Þið eruð eflaust að hugsa „Ókei, ég skil alveg að hún vilji að þessu sé sjónvarpað en er ekki alveg nóg að geta horft á þetta í tölvunni eða?" En nei, í ár eru breyttir tímar. XTV er ekki lengur til staðar og þess vegna er eina leiðin til að horfa á keppnina að kaupa sér miða og mæta á staðinn. Til þess þarf maður annað hvort að vera í skólanum sem er að keppa eða með virkilega ástríðu fyrir ræðumennsku. En hvað með fólkið sem væri alveg til í að horfa á keppnina, finnst þetta snilld en er kannski ekki tilbúið til að keyra út á landsbyggð til að sjá næstu viðureign? Og hvað með fólkið sem nennir bara ekki út, vill bara hafa kósýkvöld með kókosbollum og stilla á Verzló–MR? Það er auðvitað fáránlegt að aðeins tveimur af þremur stærstu framhaldsskólakeppnum á Íslandi sé sjónvarpað. Gettu betur og Söngvakeppni framhaldsskólanna eru auðvitað snilldarkeppnir en MORFÍs er það líka! Ég las á morfis.is að upphaf tíunda áratugarins hafi jafnan verið nefnt gullaldarár MORFÍs en þá naut keppnin gífurlegrar athygli almennings og má sem dæmi nefna að þegar keppt var til úrslita í MORFÍs var reglulega skipt þangað úr ástsælasta sjónvarpsþætti landans til langs tíma: „Á tali hjá Hemma Gunn." Liðsmenn þeirra liða sem langt náðu í keppninni voru landsfrægir og birtust m.a. í auglýsingum og sjónvarpsviðtölum. Já, gullaldarár MORFÍs voru þegar það var sýnt í sjónvarpinu. Ímyndið ykkur Ísland þar sem allir vita hvað MORFÍs er. Þar sem allir bíða spenntir eftir næstu viðureign. Þar sem allar þrjár stærstu keppnir framhaldsskólanna fái sjónvarpsáhorf, en ekki bara tvær. Ímyndið ykkur Ísland þar sem allir vita hverjir MORFÍs-keppendurnir eru. Ég veit ekki með ykkur, en það er land sem ég vil búa á.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun