Ég ætla að lesa Daníel Andri Halldórsson skrifar 2. febrúar 2012 06:00 Það er mér mikils virði að fá að vera þátttakandi í vinnunni sem fram undan er við að glæða áhuga minnar eigin kynslóðar á lestri. Framlag sem er einn áfangi í langri vegferð. Vegferð þar sem reynt verður að snúa við óæskilegri þróun þegar kemur að lestri og lesskilningi okkar unglinganna. Sjálfur hafði ég ekki áttað mig á alvarleika málsins fyrr en ég heyrði af niðurstöðum starfshóps menntaráðs Reykjavíkurborgar síðastliðið haust um lesskilning jafnaldra minna og kynbræðra í reykvískum skólum. Samkvæmt niðurstöðunum getur nærri fjórðungur þeirra ekki lesið sér til gagns. Þetta þótti mér mjög athyglisvert. Í ljósi þessara niðurstaðna fékk ég áhuga á að kynna mér nánar hvað felst í hugtakinu læsi. Ég ritaði grein fyrir Akureyri-vikublað í lok nóvember sem bar yfirskriftina Læsi er skilningur. Í greininni velti ég fyrir mér hugtakinu læsi og hvernig lesskilningur tengist læsi órjúfanlegum böndum. Nú á tímum getur stór hluti jarðarbúa lesið og skrifað þó víða sé pottur brotinn í þeim efnum. Ekki er þó nóg að geta sett saman stafi og myndað orð og sett saman orð og myndað setningar til að teljast læs. Það þarf meira til. Hins vegar líta margir svo á að í læsi felist eingöngu sú færni að geta lesið texta. Þar sem skilningur á hugtakinu er jafn misjafn og raun ber vitni er ekki óeðlilegt að upp komi misskilningur í umræðunni um læsi. Á Lesvefnum, sem unninn er á vegum Símenntun Rannsóknir Ráðgjöf (SRR), kemur fram að læsi byggir að mestu leyti á þremur þáttum. Það er að geta lesið, skrifað og skilið innihald texta. En er læsi nauðsynlegt í lífinu? Mér finnst það. Ég bý svo vel að búa í landi þar sem manni er kennt í 1. og 2. bekk að raða saman stöfum og orðum til að mynda setningar. Þar með myndu einhverjir telja að sigur væri unninn. Þegar lengra er komið, þ.e. á efsta stig í grunnskóla og í framhaldsskóla, ertu varla talin(n) læs nema þú kunnir að lesa, hafir góðan lesskilning og getir skrifað góðan texta. Mennta-, vísinda- og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) skilgreinir læsi með eftirfarandi hætti: „Læsi er hæfileikinn til að bera kennsl á, skilja, túlka, skapa og tjá sig með því að nota prentað eða ritað efni um mismunandi samhengi. Læsi tengist áframhaldandi lærdómi til að leyfa einstaklingi að uppfylla markmið sín, að þroska og leggja stund við þekkingu og hæfni sína og að taka betur þátt í samfélaginu í heild sinni" [tilvitnun lýkur]. Það er ljóst að lesskilningur skiptir miklu máli þegar kemur að túlkun á hugtakinu læsi. Það er ekki nóg að kunna að lesa ef þú skilur ekki neitt um hvað textinn fjallar. Læsi er því skilningur! Fólk er farið að horfa á sjónvarp og nota tölvur meira en áður. Vissulega lesa margir texta þegar þeir horfa á bíómyndir og aðrir sem lesa fréttir á netinu. Ég ímynda mér að fólk fari sjaldnar á bókasöfn og taki sér bækur til skemmtunar ef miðað er við fyrir daga tölvunnar. Verst er þó hvað við unglingar lesum bækur miklu minna en fullorðnir og minna en við gerðum áður fyrr. Við kjósum að eyða tíma okkar frekar á fésbókinni (Facebook), í tölvuleikjum eða með því að horfa á sjónvarpið. Einhvers staðar las ég að meira en helmingur unglinga á aldrinum 15-24 ára lesi ekki bækur sér til skemmtunar. Þá rakst ég á niðurstöður rannsóknar frá 2007 sem sýna að unglingar lesa í að meðaltali 7 mínútur á dag. Ef rétt reynist finnst mér það mjög slæmt. Ég vil taka það fram að ég sjálfur hef lengst af á minni skólagöngu verið latur við að lesa bækur mér til skemmtunar. Ég nota netið mikið, les reyndar texta á netinu, en hef hingað til kosið að eyða tíma mínum í eitthvað annað en bókalestur. Ég fer til dæmis eingöngu á bókasöfn til að læra, finna heimildir fyrir ritunarverkefni og ritgerðir og eitthvað álíka. Ég er nokkuð viss um að ég er ekki einn um að lesa sjaldan eða aldrei. Þessu vil ég breyta og er þetta meðal annars eitt áramótaheitið mitt, þ.e. að vera duglegri að lesa bækur. Ef krakkar á mínum aldri lesa ekki bækur, í það minnsta nokkrum sinnum á viku, ættu þeir að byrja á því núna. Það er mikið heimanám sem bíður í framhaldsskólunum og þá er gott að vera byrjaður að venja sig við. Betra er seint en aldrei! Mikil hugarþjálfun felst í því að lesa bók, hugsa um söguþráðinn, sögusviðið, persónurnar og annað sem tengist bókinni. Ég held að maður eigi auðveldara með að einbeita sér ef maður er duglegur að lesa. Þá má ekki gleyma mikilvægi lestrar þegar kemur að stafsetningu. Eftir því sem meira er lesið því fleiri orð festast í minninu. Samræmdu prófin byggjast að mjög miklu leyti á lesskilningi og þá er auðvitað betra að vera orðin(n) læs. Til að teljast vera orðinn læs er ekki nóg fyrir þig að geta raðað saman stöfum til að mynda orð. Þú þarft líka að geta skrifað texta og síðast en ekki síst skilið texta. Við unglingarnir gerum okkur kannski ekki grein fyrir því hvað við búum vel á Íslandi þar sem allir læra að lesa og skrifa. En það er ekki nóg. Þó við kunnum aðferðina þurfum við að halda áfram að lesa til að þjálfa lesskilninginn. Við þurfum að hvíla okkur á tölvunni og sjónvarpinu og fara að gefa bókinni aftur tækifæri. Mér finnst leiðinlegt að þurfa að viðurkenna hvað ég og mínir jafnaldrar og kynbræður förum sjaldan á bókasöfn. Ég vona að við unglingar förum að átta okkur á hvaða afleiðingar það getur haft ef við höldum áfram á sömu braut áður en það verður of seint. Ég veit að ég mun ekki sjá eftir því að gera breytingar og eyða meiri tíma í lestur á kostnað tölvunnar. Ég vil nota þetta tækifæri og hvetja jafnaldra mína og kynbræður sem og alla aðra landsmenn til að taka sér bók í hönd. Það ætla ég að gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Það er mér mikils virði að fá að vera þátttakandi í vinnunni sem fram undan er við að glæða áhuga minnar eigin kynslóðar á lestri. Framlag sem er einn áfangi í langri vegferð. Vegferð þar sem reynt verður að snúa við óæskilegri þróun þegar kemur að lestri og lesskilningi okkar unglinganna. Sjálfur hafði ég ekki áttað mig á alvarleika málsins fyrr en ég heyrði af niðurstöðum starfshóps menntaráðs Reykjavíkurborgar síðastliðið haust um lesskilning jafnaldra minna og kynbræðra í reykvískum skólum. Samkvæmt niðurstöðunum getur nærri fjórðungur þeirra ekki lesið sér til gagns. Þetta þótti mér mjög athyglisvert. Í ljósi þessara niðurstaðna fékk ég áhuga á að kynna mér nánar hvað felst í hugtakinu læsi. Ég ritaði grein fyrir Akureyri-vikublað í lok nóvember sem bar yfirskriftina Læsi er skilningur. Í greininni velti ég fyrir mér hugtakinu læsi og hvernig lesskilningur tengist læsi órjúfanlegum böndum. Nú á tímum getur stór hluti jarðarbúa lesið og skrifað þó víða sé pottur brotinn í þeim efnum. Ekki er þó nóg að geta sett saman stafi og myndað orð og sett saman orð og myndað setningar til að teljast læs. Það þarf meira til. Hins vegar líta margir svo á að í læsi felist eingöngu sú færni að geta lesið texta. Þar sem skilningur á hugtakinu er jafn misjafn og raun ber vitni er ekki óeðlilegt að upp komi misskilningur í umræðunni um læsi. Á Lesvefnum, sem unninn er á vegum Símenntun Rannsóknir Ráðgjöf (SRR), kemur fram að læsi byggir að mestu leyti á þremur þáttum. Það er að geta lesið, skrifað og skilið innihald texta. En er læsi nauðsynlegt í lífinu? Mér finnst það. Ég bý svo vel að búa í landi þar sem manni er kennt í 1. og 2. bekk að raða saman stöfum og orðum til að mynda setningar. Þar með myndu einhverjir telja að sigur væri unninn. Þegar lengra er komið, þ.e. á efsta stig í grunnskóla og í framhaldsskóla, ertu varla talin(n) læs nema þú kunnir að lesa, hafir góðan lesskilning og getir skrifað góðan texta. Mennta-, vísinda- og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) skilgreinir læsi með eftirfarandi hætti: „Læsi er hæfileikinn til að bera kennsl á, skilja, túlka, skapa og tjá sig með því að nota prentað eða ritað efni um mismunandi samhengi. Læsi tengist áframhaldandi lærdómi til að leyfa einstaklingi að uppfylla markmið sín, að þroska og leggja stund við þekkingu og hæfni sína og að taka betur þátt í samfélaginu í heild sinni" [tilvitnun lýkur]. Það er ljóst að lesskilningur skiptir miklu máli þegar kemur að túlkun á hugtakinu læsi. Það er ekki nóg að kunna að lesa ef þú skilur ekki neitt um hvað textinn fjallar. Læsi er því skilningur! Fólk er farið að horfa á sjónvarp og nota tölvur meira en áður. Vissulega lesa margir texta þegar þeir horfa á bíómyndir og aðrir sem lesa fréttir á netinu. Ég ímynda mér að fólk fari sjaldnar á bókasöfn og taki sér bækur til skemmtunar ef miðað er við fyrir daga tölvunnar. Verst er þó hvað við unglingar lesum bækur miklu minna en fullorðnir og minna en við gerðum áður fyrr. Við kjósum að eyða tíma okkar frekar á fésbókinni (Facebook), í tölvuleikjum eða með því að horfa á sjónvarpið. Einhvers staðar las ég að meira en helmingur unglinga á aldrinum 15-24 ára lesi ekki bækur sér til skemmtunar. Þá rakst ég á niðurstöður rannsóknar frá 2007 sem sýna að unglingar lesa í að meðaltali 7 mínútur á dag. Ef rétt reynist finnst mér það mjög slæmt. Ég vil taka það fram að ég sjálfur hef lengst af á minni skólagöngu verið latur við að lesa bækur mér til skemmtunar. Ég nota netið mikið, les reyndar texta á netinu, en hef hingað til kosið að eyða tíma mínum í eitthvað annað en bókalestur. Ég fer til dæmis eingöngu á bókasöfn til að læra, finna heimildir fyrir ritunarverkefni og ritgerðir og eitthvað álíka. Ég er nokkuð viss um að ég er ekki einn um að lesa sjaldan eða aldrei. Þessu vil ég breyta og er þetta meðal annars eitt áramótaheitið mitt, þ.e. að vera duglegri að lesa bækur. Ef krakkar á mínum aldri lesa ekki bækur, í það minnsta nokkrum sinnum á viku, ættu þeir að byrja á því núna. Það er mikið heimanám sem bíður í framhaldsskólunum og þá er gott að vera byrjaður að venja sig við. Betra er seint en aldrei! Mikil hugarþjálfun felst í því að lesa bók, hugsa um söguþráðinn, sögusviðið, persónurnar og annað sem tengist bókinni. Ég held að maður eigi auðveldara með að einbeita sér ef maður er duglegur að lesa. Þá má ekki gleyma mikilvægi lestrar þegar kemur að stafsetningu. Eftir því sem meira er lesið því fleiri orð festast í minninu. Samræmdu prófin byggjast að mjög miklu leyti á lesskilningi og þá er auðvitað betra að vera orðin(n) læs. Til að teljast vera orðinn læs er ekki nóg fyrir þig að geta raðað saman stöfum til að mynda orð. Þú þarft líka að geta skrifað texta og síðast en ekki síst skilið texta. Við unglingarnir gerum okkur kannski ekki grein fyrir því hvað við búum vel á Íslandi þar sem allir læra að lesa og skrifa. En það er ekki nóg. Þó við kunnum aðferðina þurfum við að halda áfram að lesa til að þjálfa lesskilninginn. Við þurfum að hvíla okkur á tölvunni og sjónvarpinu og fara að gefa bókinni aftur tækifæri. Mér finnst leiðinlegt að þurfa að viðurkenna hvað ég og mínir jafnaldrar og kynbræður förum sjaldan á bókasöfn. Ég vona að við unglingar förum að átta okkur á hvaða afleiðingar það getur haft ef við höldum áfram á sömu braut áður en það verður of seint. Ég veit að ég mun ekki sjá eftir því að gera breytingar og eyða meiri tíma í lestur á kostnað tölvunnar. Ég vil nota þetta tækifæri og hvetja jafnaldra mína og kynbræður sem og alla aðra landsmenn til að taka sér bók í hönd. Það ætla ég að gera.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar