Lífið

Hausaveiðari og ofurhetjur

Katherine Heigl fer með hlutverk hausaveiðarans Stephanie Plum í myndinni One for the Money sem frumsýnd er annað kvöld.
Katherine Heigl fer með hlutverk hausaveiðarans Stephanie Plum í myndinni One for the Money sem frumsýnd er annað kvöld.
Gamanmyndin One for the Money með Katherine Heigl, Jason O'Mara og John Leguizamo í aðalhlutverkum verður frumsýnd annað kvöld. Leikstjóri myndarinnar er Julie Anne Robinson, en hún leikstýrði einnig The Last Song með Miley Cyrus í aðalhlutverki.

Myndin segir frá Stephanie Plum sem stendur á tímamótum, hún er nýskilin og hefur misst vinnuna. Þegar henni býðst ný en svolítið hættuleg vinna við að hafa uppi á fólki og koma því í fangelsi ákveður hún að taka starfinu. Fyrsta verkefnið er að elta uppi fyrrverandi kærasta sinn sem var áður lögreglumaður.

Ein önnur mynd er frumsýnd á föstudag og það er kvikmyndin Chronicle sem er jafnframt frumraun hins unga leikstjóra Josh Trank. Myndin er vísindaskáldsaga í anda District 9 og skartar mögnuðum tæknibrellum. Hún fjallar um þrjá skólastráka sem gera merkilega uppgötvun sem verður til þess að þeir öðlast ofurnáttúrulega krafta. Þegar piltarnir eru í þann mund að ná stjórn á hæfileikum sínum og nýta sér þá fara myrkari hliðar þeirra að ná yfirhöndinni. Með aðalhlutverk fara Michael B. Jordan, Michael Kelly og Alex Russell.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.